Í bann út tímabilið eftir hrottabrot - Með myndbandi 12. mars 2007 16:00 Hér sést þegar Hollweg liggur eftir högg Simon. MYND/Getty Chris Simon, leikmaður NY Islanders í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í leikbann sem gildir út leiktíðina fyrir viðurstyggilegt brot á Ryan Hollweg, leikmanni NY Rangers. Atvikið átti sér stað í leik liðanna á fimmtudag og sló Simon Hollweg með kylfunni, beint í andlitið. Hollweg vankaðist við höggið og hlaut skurð á kinnina sem þurfti að sauma saman. Hann náði þó að halda leik áfram en gat ekki beitt sér af fullum krafti. Bannið er það lengsta sem dæmt hefur verið í sögu NHL-deildarinnar. Enn eru 15 leikir eftir að hefðbundnu tímabili en fari svo að Islanders komist alla leið í úrslit deildarinnar þarf liðið að fara í gegnum allt að 28 leiki í úrslitakeppni. Simon fær ekki að taka þátt í neinum þessara leikja. Fari svo að Islanders komist ekki í úrslitakeppnina mun Simon vera í banni í upphafi næsta tímabilsins, því dómur aganefndarinnar kveður á um að bannið skuli vera að lágmarki 20 leikir. "NHL-deildin mun ekki líða slíka framkomu hjá nokkrum leikmanni. Afleiðingar gjörða hans eru þær að hann mun ekki spila einn einasta leik til viðbótar á þessari leiktíð, óháð því hversu margir leikir það verða," sagði Colin Campbell, framkvæmdastjóri NHL-deildarinnar í dag. Simon baðst afsökunar á framferði sínu eftir leikinn og kvaðst ánægður með að Hollweg hefði ekki slasast alvarlega. "Ég vil biðja alla hlutaðeigandi afsökunar. Ég skammast mín fyrir gjörðir mínar," sagði Simon. Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hér. Erlendar Íþróttir Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Chris Simon, leikmaður NY Islanders í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í leikbann sem gildir út leiktíðina fyrir viðurstyggilegt brot á Ryan Hollweg, leikmanni NY Rangers. Atvikið átti sér stað í leik liðanna á fimmtudag og sló Simon Hollweg með kylfunni, beint í andlitið. Hollweg vankaðist við höggið og hlaut skurð á kinnina sem þurfti að sauma saman. Hann náði þó að halda leik áfram en gat ekki beitt sér af fullum krafti. Bannið er það lengsta sem dæmt hefur verið í sögu NHL-deildarinnar. Enn eru 15 leikir eftir að hefðbundnu tímabili en fari svo að Islanders komist alla leið í úrslit deildarinnar þarf liðið að fara í gegnum allt að 28 leiki í úrslitakeppni. Simon fær ekki að taka þátt í neinum þessara leikja. Fari svo að Islanders komist ekki í úrslitakeppnina mun Simon vera í banni í upphafi næsta tímabilsins, því dómur aganefndarinnar kveður á um að bannið skuli vera að lágmarki 20 leikir. "NHL-deildin mun ekki líða slíka framkomu hjá nokkrum leikmanni. Afleiðingar gjörða hans eru þær að hann mun ekki spila einn einasta leik til viðbótar á þessari leiktíð, óháð því hversu margir leikir það verða," sagði Colin Campbell, framkvæmdastjóri NHL-deildarinnar í dag. Simon baðst afsökunar á framferði sínu eftir leikinn og kvaðst ánægður með að Hollweg hefði ekki slasast alvarlega. "Ég vil biðja alla hlutaðeigandi afsökunar. Ég skammast mín fyrir gjörðir mínar," sagði Simon. Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hér.
Erlendar Íþróttir Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira