
Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles

Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“
Hnefaleikakonan Imane Khelif er staðráðin í að verja Ólympíumeistaratitilinn í Bandaríkjunum 2028 og lætur forseta landsins, Donald Trump, ekki ógna sér með sinni stefnu og fölsku fullyrðingum um að hún sé karlmaður.

Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári og Ólympíuleikarnir í Los Angeles tveimur árum seinna. Hagsmunaaðilar ferðamála í landinu segja Bandaríkin ekki tilbúin að halda þessa stóru íþróttaviðburði.

Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum
Kyrie Irving vill skipta um landslið. Hann hefur skipt margoft um félag á NBA ferli sínum en nú vill hann komast í nýtt landslið. Hann segist vera með góðan menn með sér að fá leyfi fyrir því.

Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles
Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum.

Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt
Danski kajakræðarinn Emma Jörgensen hætti keppni í sinni íþrótt eftir Ólympíuleikana í París í haust en nú ætlar hún að byrja aftur en bara í annarri íþrótt.

Dr. Dre vill keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles
Tónlistar mógúllinn Dr. Dre er sannfærður um að hann geti keppt á næstu Ólympíuleikum sem fara fram á heimavelli hans í Bandaríkjunum.

Óttast um framtíð handboltans á Ólympíuleikunum
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki komist á síðustu tvo Ólympíuleika og ef marka má áhyggjur handboltasérfræðings þá er mögulega hver að verða síðastur að keppa í handbolta á leikunum.

Tom Cruise seig og sveif og tók við fánanum fyrir hönd Los Angeles
Lokahátíð Ólympíuleikanna í París fór fram í gær, þar sem Frakkar þökkuðu fyrir sig og afhentu Bandaríkjamönnum kyndilinn, þar sem Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles.

Þýska landsliðið yfirgefur Adidas eftir 77 ára samstarf og mun klæðast Nike
Þýsku landsliðin í knattspyrnu kvenna og karla munu frá og með 2027 ekki lengur leika í fatnaði þýska íþróttavöru- og tískurisans Adidas. Samningur náðist við bandaríska fyrirtækið Nike til ársins 2034.

Mahomes lýsti yfir áhuga á Ólympíuleikunum
Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs í NFL deildinni, sagðist hafa áhuga á að spila fyrir bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Fánafótbolti verður ein af fimm nýjum ólympíuíþróttum það árið.

Íhuga að bæta fimm íþróttagreinum við Ólympíuleikana 2028
Ólympíuleikarnir 2028 fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Það gæti farið svo að keppt verði í fimm greinum á leikunum sem verða ekki á ÓL 2024 í París.

Segir gert lítið úr landsliðinu og afreksmönnum
Margfaldur Íslandsmeistari í Júdó sem er jafnframt sá besti á landinu í dag samkvæmt punktalista var ekki valinn í a-landsliðið og fær því ekki möguleika á að fara á næstu Ólympíuleika. Hann segist vonsvikinn og Júdósambandið gera lítið úr landsliðinu og afreksmönnum með því að velja ekki þá bestu.

Hnefaleikar og ólympískar lyftingar gætu dottið út af Ólympíuleikunum
Hnefaleikar, ólympískar lyftingar og nútímafimmtarþraut eru ekki á listanum yfir keppnisgreinar á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Það gæti þó breyst.