Íþróttir

Árni tapaði en Bjarki vann
Árni Ísaksson tapaði í kvöld Cage Contender-titli sínum í veltivigt þegar hann tapaði fyrir Ali Arish í Dyflinni í kvöld.

Myndband af vigtun Bjarka og Árna
Þeir Árni Ísaksson og Bjarki Þór Pálsson keppa í Cage Contender-keppni sem haldin verður í Dyflinni á Írlandi í kvöld.

UFC-samningi Santiago rift
Dana White, forseti UFC-bardagasambandsins, staðfesti í gær að samningi Jorge Santiago, síðasta andstæðingi Gunnars Nelson, hafi verið rift.

Gunnar Nelson upp um 44 sæti á MMA-listanum
Gunnar Nelson hoppaði upp um heil 44 sæti á nýjum Styrkleikalista í veltivigt í MMA, blönduðu bardagaíþróttum, sem birtur er á Fightmatrix vefsíðunni. Til að koma til greina þurfa bardagamennirnir að hafa keppt að minnsta kosti einu sinni á síðustu 450 dögum.

Forseti UFC: Gunnar þarf meira drápseðli
Dana White, forseti UFC-bardagasambandsins, ætlar að bíða með að láta Gunnar Nelson berjast við bestu kappana í sínum þyngdarflokki.

Gunnar: Minn erfiðasti bardagi
Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina.

Gunnar Nelson: Ánægður með bardagann
"Ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann,“ sagði Gunnar Nelson léttur eftir öruggan sigur á Jorge Santiago í UFC-bardaga þeirra í Wembley Arena um helgina. Gunnar er búinn að vinna ellefu MMA-bardaga í röð.

Brynjar Jökull með besta árangurinn á HM í átta ár
Brynjar Jökull Guðmundsson varð í dag í 39. sæti af 100 keppendum í svigi á HM í alpagreinum skíðaíþrótta sem lauk í dag í Schladming í Austurríki. Þetta kemur fram á heimasíðu Skíðasambands Íslands.

Pabbi Gunnars Nelson: Einmitt það sem Gunni þurfti núna
Gunnar Nelson vann sinn annað UFC-bardaga og sinn ellefta MMA-bardaga í röð í Wembley Arena í gærkvöldi þegar hann sigraði Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega.

Brynjar Jökull komst úrslit í svigi á heimsmeistarmótinu
Skíðakappinn Brynjar Jökull Guðmundsson hafnaði í 25. sæti í undankeppni í svigi karla á heimsmeistaramótinu í alpaíþróttum í Schladming í Austurríki í fyrr í dag.

Santiago mun þyngri í kvöld
Gunnar Nelson keppir í sínum öðrum UFC-bardaga í kvöld þegar hann tekst á við Jorge "The Sandman“ Santiago í Lundúnum. Gunnar þykir fyrir fram sigurstranglegri en Santiago býr þó yfir mikilli reynslu.

Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega
Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni.

Andstæðingur Gunnars í réttri þyngd
Jorge Santiago, andstæðingur Gunnars Nelson í UFC-bardaga þeirra annað kvöld, reyndist sleppa undir þyngdarmörk í vigtun þeirra í dag.

Gunnar fékk ekki að æfa karate sem barn
Faðir Gunnars Nelson, sem er í dag umboðsmaður hans, leyfði syninum ekki að æfa bardagaíþróttir fyrr en drengurinn varð þrettán ára gamall.

Gunnar Nelson einn af þeim 20 bestu
Íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu bestu MMA-bardagamönnum 25 ára yngri samkvæmt MMA-fréttasíðunni mmajunkie.com en Bardagafregnir.is segir frá þessum nýjasta lista síðunnar í dag. MMA-íþróttin heitir blandaðar bardagaíþróttir á íslensku.

Níu íslenskir keppendur á HM í Alpagreinum
Íslenska skíðafólkið sem tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í Alpagreinum hóf keppni í Schladming í Austurríki í dag. Ísland sendir níu keppendur á heimsmeistaramótið í ár.

Mótherji Gunnars Nelson alltof þungur?
Jorge “The Sandman” Santiago mætir Íslendingnum Gunnari Nelsson í veltivigt í Wembley Arena á laugardaginn en heimildir vefsins Bardagafregnir.is herma að Jorge Santiago sé alltof þungur miðað við að hann sé að fara keppa í flokknum hans Gunnars.

Ætla að reyna að bæta ímynd MMA-íþróttarinnar á nýjum vef
Gunnar Nelson verður í sviðsljósinu í Wembley Arena um helgina þegar hann reynir sig á móti Jorge Santiago í UFC-bardaga. Áhugi landsmanna á MMA-íþróttinni, blönduðum bardagaíþróttum, hefur aukist mikið með þáttöku Gunnars og nú hefur verið stofnaður nýr fréttavefur um sportið.

Dagskrá helgarinnar í sportinu
Eins og vanalega verður mikið að gera um helgina, bæði hér innanlands sem og í ensku úrvalsdeildinni og fleiri góðum deildum sem hægt er að fylgjast með í gegnum Sportstöðvarnar á Stöð 2 Sport. Fréttablaðið tók saman helstu leiki helgarinnar.

Lindsey Vonn sleit allt í hnénu - tímabilið búið og ÓL í hættu
Tímabilið er búið hjá hinni 28 ára gömlu Lindsey Vonn eftir að hún sleit allt í hægra hnénu sínu í stórsvigskeppninni á heimsmeistaramótinu í Alpagreinum sem fer þessa dagana fram í Austurríki. Lindsey Vonn er frægasta og sigursælasta skíðakona heims undanfarin ár en þetta var fyrsti keppnisdagurinn á mótinu í Schladming í Austurríki.

Lindsey Vonn flutt á sjúkrahús í þyrlu
Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn, besta skíðakona heims undanfarin ár, fékk slæma byltu í keppni í stórsvigi á fyrsta degi Heimsmeistarakeppnin í Alpagreinum í dag. Vonn var í kjölfarið flutt á sjúkrahús í þyrlu.

Íslenski hópurinn kemur heim á morgun með tvö gull og eitt silfur
Íslendingarnir sem tóku þátt í alþjóðaleikum Special Olympics í Suðu Kóreu koma heim á morgun. Árangur þeirra var sérlega glæsilegur og alls koma þau heim með þrenn verðlaun frá mótinu.

Einbeiti mér að sjálfum mér
Gunnar Nelson segir það litlu hafa breytt fyrir sig þó svo að skipt hafi verið um andstæðing í hans næsta UFC-bardaga. Undirbúningurinn hefur gengið vel og bardaginn er á dagskrá þann 16. febrúar.

Öryggismál á X Games tekin til skoðunar
Yfirvöld í Colorado í Bandaríkjunum munu fara vel yfir öryggismál áður en gefa leyfi fyrir X Games-leikunum á næsta ári.

Danskur hjólreiðakappi játar lyfjamisnotkun
Michael Rasmussen, danskur hjólreiðakappi, játaði í dag að hafa notað ólögleg lyf í tólf ár, frá 1998 til 2010.

Fimm fá hærri A-styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ
ÍSÍ hefur tilkynnt úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2013 en alls nema fjárveitingar úr sjóðnum 71 milljón króna.

Í lífshættu eftir slys á X Games
Þrír keppendur, þar af tveir bræður, slösuðust í snjósleðakeppnum á X Games-leikunum í Bandaríkjunum um helgina. Annar bróðurinn, Caleb Moore, er í lífshættu.

Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni
Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina.

Shaun White vann sögulegan sigur
Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum.

Ásgeir í sjötta sæti á sterku móti í München
Skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur náði mjög flottum árangri á sterku móti í München en IWK-mótið er talið vera sterkasta mót sem er haldið utan mótaraða ISSF (Alþjóða Skotíþróttasambandsins) og ESC.