Gunnar Nelson: Ánægður með bardagann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2013 08:00 vígalegur Gunnar Nelson sækir hér að Jorge Santiago.Nordicphotos/getty Gunnar Nelson hélt sigurgöngu sinni áfram í UFC um helgina þegar hann vann Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega í Wembley Arena. „Ég er stálsleginn. Þetta var náttúrulega erfiður bardagi en ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann. Ég er aðeins aumur í þumlinum eftir að ég lenti eitthvað illa en annars er ég alveg ágætur," sagði Gunnar Nelson þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég er aðeins aumur í olnboganum en það var nú bara eftir andlitið á honum. Það er eiginlega það sama um þumallinn. Ég hef kýlt hann einu sinni og lent eitthvað skringilega á þumlinum. Það er það eina sem er að hamla mér," segir Gunnar. Hann hafði unnið tíu bardaga í röð þegar hann steig inn í hringinn á móti Jorge Santiago, þar af níu þeirra í fyrstu lotu. Nú náði Gunnar hins vegar ekki að klára mótherjann en sigurinn var öruggur. „Það kláraði enginn bardagann. Þó að ég hafi verið nálægt því nokkrum sinnum kláraðist hann ekki. Ég á eftir að horfa á bardagann aftur en þegar ég hugsa til baka var þetta nokkuð öruggt," sagði Gunnar. „Ég endaði ofan á honum í annarri lotu og þar náði ég að láta höggin dynja á honum. Hann er mjög reynslumikill og gerir mjög lítið af mistökum. Það var því erfitt að ná að opna hann mikið á gólfinu og tók sinn tíma. Ég er mjög ánægður með þennan bardaga. Það er mjög gott að vera búinn að fara í gegnum þrjár lotur og eyða miklum tíma standandi. Það er hægt að taka mikið frá þessu," sagði Gunnar. Hann segist ekki hafa fundið mikið fyrir höggunum frá Santiago. „Það var eitt högg og það var högg sem ég held að enginn hafi tekið eftir en það kom þegar hann var undir mér á gólfinu. Það högg hitti mig beint í kjálkann og hitti vel. Það var eina höggið sem ég man eftir sem mér fannst hafa gert eitthvað, ekki að ég hafi verið eitthvað ringlaður. Ég fann vel fyrir því en mér fannst öll önnur högg frá honum bara svona snerta mig. Kannski litu einhver þeirra illa út en ég hef yfirleitt verið að hreyfa mig með höggunum og það tekur rosalega mikið frá þeim," sagði Gunnar. En hvað tekur við? „Ég er að fara til Dublin og verð þar í viku til þess að styðja Árna og Bjarka. Síðan kem ég bara heim og fer aftur í salinn," sagði Gunnar sem þarf að laga eitthvað hjá sér. „Ég slaka á í smá stund en síðan ætla ég að vinna í ákveðnum hlutum standandi. Ég er miklu vanari að vera niðri í bardögunum þó að maður djöflist í öllu á æfingunum. Það er allt öðruvísi þegar maður kemur í bardaga því orkan er allt öðruvísi og skrokkurinn bregst öðruvísi við. Þetta var frábær bardagi fyrir mig," sagði Gunnar. Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Sjá meira
Gunnar Nelson hélt sigurgöngu sinni áfram í UFC um helgina þegar hann vann Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega í Wembley Arena. „Ég er stálsleginn. Þetta var náttúrulega erfiður bardagi en ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann. Ég er aðeins aumur í þumlinum eftir að ég lenti eitthvað illa en annars er ég alveg ágætur," sagði Gunnar Nelson þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég er aðeins aumur í olnboganum en það var nú bara eftir andlitið á honum. Það er eiginlega það sama um þumallinn. Ég hef kýlt hann einu sinni og lent eitthvað skringilega á þumlinum. Það er það eina sem er að hamla mér," segir Gunnar. Hann hafði unnið tíu bardaga í röð þegar hann steig inn í hringinn á móti Jorge Santiago, þar af níu þeirra í fyrstu lotu. Nú náði Gunnar hins vegar ekki að klára mótherjann en sigurinn var öruggur. „Það kláraði enginn bardagann. Þó að ég hafi verið nálægt því nokkrum sinnum kláraðist hann ekki. Ég á eftir að horfa á bardagann aftur en þegar ég hugsa til baka var þetta nokkuð öruggt," sagði Gunnar. „Ég endaði ofan á honum í annarri lotu og þar náði ég að láta höggin dynja á honum. Hann er mjög reynslumikill og gerir mjög lítið af mistökum. Það var því erfitt að ná að opna hann mikið á gólfinu og tók sinn tíma. Ég er mjög ánægður með þennan bardaga. Það er mjög gott að vera búinn að fara í gegnum þrjár lotur og eyða miklum tíma standandi. Það er hægt að taka mikið frá þessu," sagði Gunnar. Hann segist ekki hafa fundið mikið fyrir höggunum frá Santiago. „Það var eitt högg og það var högg sem ég held að enginn hafi tekið eftir en það kom þegar hann var undir mér á gólfinu. Það högg hitti mig beint í kjálkann og hitti vel. Það var eina höggið sem ég man eftir sem mér fannst hafa gert eitthvað, ekki að ég hafi verið eitthvað ringlaður. Ég fann vel fyrir því en mér fannst öll önnur högg frá honum bara svona snerta mig. Kannski litu einhver þeirra illa út en ég hef yfirleitt verið að hreyfa mig með höggunum og það tekur rosalega mikið frá þeim," sagði Gunnar. En hvað tekur við? „Ég er að fara til Dublin og verð þar í viku til þess að styðja Árna og Bjarka. Síðan kem ég bara heim og fer aftur í salinn," sagði Gunnar sem þarf að laga eitthvað hjá sér. „Ég slaka á í smá stund en síðan ætla ég að vinna í ákveðnum hlutum standandi. Ég er miklu vanari að vera niðri í bardögunum þó að maður djöflist í öllu á æfingunum. Það er allt öðruvísi þegar maður kemur í bardaga því orkan er allt öðruvísi og skrokkurinn bregst öðruvísi við. Þetta var frábær bardagi fyrir mig," sagði Gunnar.
Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Sjá meira