Gunnar Nelson: Ánægður með bardagann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2013 08:00 vígalegur Gunnar Nelson sækir hér að Jorge Santiago.Nordicphotos/getty Gunnar Nelson hélt sigurgöngu sinni áfram í UFC um helgina þegar hann vann Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega í Wembley Arena. „Ég er stálsleginn. Þetta var náttúrulega erfiður bardagi en ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann. Ég er aðeins aumur í þumlinum eftir að ég lenti eitthvað illa en annars er ég alveg ágætur," sagði Gunnar Nelson þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég er aðeins aumur í olnboganum en það var nú bara eftir andlitið á honum. Það er eiginlega það sama um þumallinn. Ég hef kýlt hann einu sinni og lent eitthvað skringilega á þumlinum. Það er það eina sem er að hamla mér," segir Gunnar. Hann hafði unnið tíu bardaga í röð þegar hann steig inn í hringinn á móti Jorge Santiago, þar af níu þeirra í fyrstu lotu. Nú náði Gunnar hins vegar ekki að klára mótherjann en sigurinn var öruggur. „Það kláraði enginn bardagann. Þó að ég hafi verið nálægt því nokkrum sinnum kláraðist hann ekki. Ég á eftir að horfa á bardagann aftur en þegar ég hugsa til baka var þetta nokkuð öruggt," sagði Gunnar. „Ég endaði ofan á honum í annarri lotu og þar náði ég að láta höggin dynja á honum. Hann er mjög reynslumikill og gerir mjög lítið af mistökum. Það var því erfitt að ná að opna hann mikið á gólfinu og tók sinn tíma. Ég er mjög ánægður með þennan bardaga. Það er mjög gott að vera búinn að fara í gegnum þrjár lotur og eyða miklum tíma standandi. Það er hægt að taka mikið frá þessu," sagði Gunnar. Hann segist ekki hafa fundið mikið fyrir höggunum frá Santiago. „Það var eitt högg og það var högg sem ég held að enginn hafi tekið eftir en það kom þegar hann var undir mér á gólfinu. Það högg hitti mig beint í kjálkann og hitti vel. Það var eina höggið sem ég man eftir sem mér fannst hafa gert eitthvað, ekki að ég hafi verið eitthvað ringlaður. Ég fann vel fyrir því en mér fannst öll önnur högg frá honum bara svona snerta mig. Kannski litu einhver þeirra illa út en ég hef yfirleitt verið að hreyfa mig með höggunum og það tekur rosalega mikið frá þeim," sagði Gunnar. En hvað tekur við? „Ég er að fara til Dublin og verð þar í viku til þess að styðja Árna og Bjarka. Síðan kem ég bara heim og fer aftur í salinn," sagði Gunnar sem þarf að laga eitthvað hjá sér. „Ég slaka á í smá stund en síðan ætla ég að vinna í ákveðnum hlutum standandi. Ég er miklu vanari að vera niðri í bardögunum þó að maður djöflist í öllu á æfingunum. Það er allt öðruvísi þegar maður kemur í bardaga því orkan er allt öðruvísi og skrokkurinn bregst öðruvísi við. Þetta var frábær bardagi fyrir mig," sagði Gunnar. Íþróttir Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Sjá meira
Gunnar Nelson hélt sigurgöngu sinni áfram í UFC um helgina þegar hann vann Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega í Wembley Arena. „Ég er stálsleginn. Þetta var náttúrulega erfiður bardagi en ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann. Ég er aðeins aumur í þumlinum eftir að ég lenti eitthvað illa en annars er ég alveg ágætur," sagði Gunnar Nelson þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég er aðeins aumur í olnboganum en það var nú bara eftir andlitið á honum. Það er eiginlega það sama um þumallinn. Ég hef kýlt hann einu sinni og lent eitthvað skringilega á þumlinum. Það er það eina sem er að hamla mér," segir Gunnar. Hann hafði unnið tíu bardaga í röð þegar hann steig inn í hringinn á móti Jorge Santiago, þar af níu þeirra í fyrstu lotu. Nú náði Gunnar hins vegar ekki að klára mótherjann en sigurinn var öruggur. „Það kláraði enginn bardagann. Þó að ég hafi verið nálægt því nokkrum sinnum kláraðist hann ekki. Ég á eftir að horfa á bardagann aftur en þegar ég hugsa til baka var þetta nokkuð öruggt," sagði Gunnar. „Ég endaði ofan á honum í annarri lotu og þar náði ég að láta höggin dynja á honum. Hann er mjög reynslumikill og gerir mjög lítið af mistökum. Það var því erfitt að ná að opna hann mikið á gólfinu og tók sinn tíma. Ég er mjög ánægður með þennan bardaga. Það er mjög gott að vera búinn að fara í gegnum þrjár lotur og eyða miklum tíma standandi. Það er hægt að taka mikið frá þessu," sagði Gunnar. Hann segist ekki hafa fundið mikið fyrir höggunum frá Santiago. „Það var eitt högg og það var högg sem ég held að enginn hafi tekið eftir en það kom þegar hann var undir mér á gólfinu. Það högg hitti mig beint í kjálkann og hitti vel. Það var eina höggið sem ég man eftir sem mér fannst hafa gert eitthvað, ekki að ég hafi verið eitthvað ringlaður. Ég fann vel fyrir því en mér fannst öll önnur högg frá honum bara svona snerta mig. Kannski litu einhver þeirra illa út en ég hef yfirleitt verið að hreyfa mig með höggunum og það tekur rosalega mikið frá þeim," sagði Gunnar. En hvað tekur við? „Ég er að fara til Dublin og verð þar í viku til þess að styðja Árna og Bjarka. Síðan kem ég bara heim og fer aftur í salinn," sagði Gunnar sem þarf að laga eitthvað hjá sér. „Ég slaka á í smá stund en síðan ætla ég að vinna í ákveðnum hlutum standandi. Ég er miklu vanari að vera niðri í bardögunum þó að maður djöflist í öllu á æfingunum. Það er allt öðruvísi þegar maður kemur í bardaga því orkan er allt öðruvísi og skrokkurinn bregst öðruvísi við. Þetta var frábær bardagi fyrir mig," sagði Gunnar.
Íþróttir Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Sjá meira