Í lífshættu eftir slys á X Games Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2013 10:15 Caleb Moore liggur hér í brekkunni eftir að hafa fengið sleðann yfir sig. Mynd/AP Þrír keppendur, þar af tveir bræður, slösuðust í snjósleðakeppnum á X Games-leikunum í Bandaríkjunum um helgina. Annar bróðurinn, Caleb Moore, er í lífshættu. Moore, sem er 25 ára gamall, lenti illa eftir stökk á fimmtudaginn. Hann lenti harkalega með andlitið í snjóinn og fékk svo sleðann yfir sig. Í fyrstu virtist hann ekki hafa slasast illa þar sem að hann gat gengið í burtu. Hann var fluttur upp á sjúkrahús þar sem hann var greindur með heilahristing. En stuttu síðar blæddi inn á hjarta Moore og sagði fjölskylda hans að höfuðmeiðsli hans væru verri en í fyrstu var talið. Og nú segir afi hans, Charles Moore, að líðan hans sé slæm. „Batahorfur eru alls ekki góðar. Ég er nánast viss um að hann muni ekki hafa það af," hafði AP-fréttastofan eftir Moore. Talsmaður fjölskyldunnar vildi ekki tjá sig um líðan Caleb í yfirlýsingu í gær, en þakkaði bataóskir og kveðjur. Colten Moore, yngri bróðir Caleb, slasaðist einnig illa á mjöðm í keppninni um helgina. Þá átti sér stað atvik á sunnudag þar sem að snjósleðakappi lenti illa en eftir stökkið festist bensíngjöfin í sleðanum sem ók mannlaus inn í hóp áhorfenda. Forráðamenn X Games-leikanna segjast gera eins miklar öryggisráðstafanir og mögulegt er en að slysahættan sé og muni ávallt vera til staðar. „Á X Games eru mestu öfgahliðar íþróttarinnar okkar til sýnis," sagði Tucker Hibbert, margfaldur sigurvegari í snjósleðakeppnum á X Games. Fleiri slys hafa átt sér stað á X Games og í fleiri greinum en í snjósleðakeppnum. Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Akureyri fékk heilahristing eftir slæma lendingu í Big Air-stökkkeppninni á aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á sjúkrahús og þarf að taka því rólega næstu tvær vikurnar. Íþróttir Tengdar fréttir Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20 Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28 "Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26 Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Þrír keppendur, þar af tveir bræður, slösuðust í snjósleðakeppnum á X Games-leikunum í Bandaríkjunum um helgina. Annar bróðurinn, Caleb Moore, er í lífshættu. Moore, sem er 25 ára gamall, lenti illa eftir stökk á fimmtudaginn. Hann lenti harkalega með andlitið í snjóinn og fékk svo sleðann yfir sig. Í fyrstu virtist hann ekki hafa slasast illa þar sem að hann gat gengið í burtu. Hann var fluttur upp á sjúkrahús þar sem hann var greindur með heilahristing. En stuttu síðar blæddi inn á hjarta Moore og sagði fjölskylda hans að höfuðmeiðsli hans væru verri en í fyrstu var talið. Og nú segir afi hans, Charles Moore, að líðan hans sé slæm. „Batahorfur eru alls ekki góðar. Ég er nánast viss um að hann muni ekki hafa það af," hafði AP-fréttastofan eftir Moore. Talsmaður fjölskyldunnar vildi ekki tjá sig um líðan Caleb í yfirlýsingu í gær, en þakkaði bataóskir og kveðjur. Colten Moore, yngri bróðir Caleb, slasaðist einnig illa á mjöðm í keppninni um helgina. Þá átti sér stað atvik á sunnudag þar sem að snjósleðakappi lenti illa en eftir stökkið festist bensíngjöfin í sleðanum sem ók mannlaus inn í hóp áhorfenda. Forráðamenn X Games-leikanna segjast gera eins miklar öryggisráðstafanir og mögulegt er en að slysahættan sé og muni ávallt vera til staðar. „Á X Games eru mestu öfgahliðar íþróttarinnar okkar til sýnis," sagði Tucker Hibbert, margfaldur sigurvegari í snjósleðakeppnum á X Games. Fleiri slys hafa átt sér stað á X Games og í fleiri greinum en í snjósleðakeppnum. Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Akureyri fékk heilahristing eftir slæma lendingu í Big Air-stökkkeppninni á aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á sjúkrahús og þarf að taka því rólega næstu tvær vikurnar.
Íþróttir Tengdar fréttir Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20 Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28 "Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26 Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53
Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28
"Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26
Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00