
Norski boltinn

Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool
Segja má að stjórnartíð Freys Alexanderssonar sem þjálfari norska liðsins Brann hefjist formlega á morgun með fyrsta keppnisleik liðsins undir hans stjórn í norsku úrvalsdeildinni. Sérfræðingar TV 2 spyrja sig hvort Freyr geti haft viðlíka áhrif á Brann og Arne Slot hefur haft á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool.

Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum
Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði og lagði upp mark í 6-0 sigri Vålerenga gegn Kolbotn í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar.

Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Hinrik Harðarson er genginn til liðs við norska félagið Odds BK frá ÍA.

Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu
FH og Vålerenga gerðu 1-1 jafntefli í dag í æfingarleik á Marbella á Spáni þar sem liðin eru í æfingarbúðum fyrir komandi tímabil.

Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári
Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, er komin inn í framkvæmdastjórn UEFA og það þýðir væna peningagreiðslu inn á bankareikninginn.

Allt annað en sáttur með Frey
Jørgen Isnes, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Strømsgodset, er ekki ánægður með yfirlýsingar Freys Alexanderssonar, þjálfara Brann sem vill ólmur fá íslenska landsliðsmanninn Loga Tómasson frá Strømsgodset.

Sædís mætir Palestínu
Norsku meistararnir í Vålerenga, með landsliðsbakvörðinn Sædísi Rún Heiðarsdóttur innanborðs, spila vináttuleik við landslið Palestínu á heimavelli sínum í Osló þann 6. apríl næstkomandi.

Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars
Íslendingaliðið HamKam undirbýr sig fyrir komandi tímabil með æfingarleik á móti enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace.

Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei
Freyr Alexandersson er sagður áhugasamur um að fá Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliða Breiðabliks, til Brann í Noregi. Blikar hafi hafnað tilboði Brann.

„Þetta var alveg pínu óþægilegt“
Eggerti Aroni Guðmundssyni brá heldur betur þegar hann lenti í Málaga á Spáni og norskir blaðamenn tóku á móti honum. Eggert skrifaði undir við Brann um helgina.

Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott
Eggert Aron Guðmundsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður norska knattspyrnufélagsins Brann og hann mun því leika undir stjórn Freys Alexanderssonar. Samningur hans við Brann gildir til 2028.

Hætta við leikinn í miðnætursólinni
Norska knattspyrnusambandið hefur fært til fyrir fram planaðan miðnætursólarleik Tromsö og Vålerenga sem verður í framhaldinu af afsala sér því nafni.

Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann
Freyr Alexandersson byrjaði vel sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Brann. Liðið spilaði fyrsta leikinn undir hans stjórn þegar Åsane mætti liðinu í æfingarleik.

Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi
Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt ætlar að gefa allar tekjur sínar af Evrópudeildarleik sínum á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv.

Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum
Norsku félögin kusu það að hætta að nota myndbandsdómgæslu í norska fótboltanum en norska knattspyrnusambandið ætlar ekki að hlusta á félögin. Þetta hefur auðvitað kallað á hörð viðbrögð.

Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann
Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari norska knattspyrnufélagsins Brann, er sagður vilja fá sinn fyrrum lærisvein Sævar Atla Magnússon til liðs við sig.

Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann
Það voru ekki góðar fréttir sem komu af einni af fyrstu æfingum norska félagsins Brann undir stjórn Freys Alexanderssonar.

Vill ekki halda áfram eftir komu Freys
Freyr Alexandersson er tekinn við sem þjálfari Brann en hann hefur nú misst öflugan aðstoðarþjálfara frá félaginu.

Kusu að henda út myndbandsdómgæslu
Varsjáin er ekki vinsæl meðal margra stuðningsmanna knattspyrnufélaga í Noregi og nú virðist sem örlög myndbandsdómgæslu í norskum fótbolta séu ráðin.

Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“
Jonathan Hartmann, aðstoðarþjálfari Freys Alexanderssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Brann, hrósar Íslendingnum í hástert. Freyr veiti honum mikinn innblástur og er að hans mati einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna.

Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“
Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, er yfir sig stoltur af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau hafa tæklað bröltið sem hefur ríkjandi vegna ferils Freys sem þjálfari í atvinnumennskunni í fótboltanum.

„Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“
Freyr Alexandersson er spenntur fyrir því að reyna við toppbaráttu með einu stærsta liði Norðurlandanna, norska liðinu Brann. Þar eru kröfurnar hins vegar miklar og lítið svigrúm fyrir slæm úrslit.

Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“
Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs.

Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“
Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann.

Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki
Norskir fjölmiðlar fjölmenntu á blaðamannafund í Bergen í gærkvöld þegar Freyr Alexandersson var kynntur sem nýr aðalþjálfari fótboltaliðs Brann. Hann skrifaði undir samning sem gildir til næstu þriggja ára.

Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking
Hinn efnilegi Áki Samuelsen, leikmaður HB Þórshafnar í Færeyjum, var orðaður við Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum en hann hefur nú ákveðið að semja við B-deildarlið í Noregi.

„Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“
Freyr Alexandersson lenti í Bergen í Noregi nú undir kvöld og verður innan skamms staðfestur sem nýr þjálfari Brann.

Freyr sagði já við Brann
Freyr Alexandersson hefur samþykkt að verða næsti þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann.

Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana
Íslenski framherjinn Hilmir Rafn Mikaelsson hefur gengið frá nýjum samning við norska úrvalsdeildarfélagið Viking.

Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann
Allt lítur út fyrir að Freyr Alexandersson verði næsti þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Brann.