
Sænski boltinn

Arnór búinn að skrifa undir hjá Blackburn
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur gengið til liðs við Blackburn í ensku Championship deildinni. Hann skrifar undir eins árs samning við félagið.

Guðrún skoraði í stórsigri Rosengård
Rosengård vann 5-2 sigur á IK Uppsala í sænsku úrvalsdeildinni í dag en íslenska landsliðskonan og varnarjaxlinn Guðrún Arnardóttir kom sínu liði í 3-1 á 59. mínútu.

Kristianstad fikrar sig nær Meistaradeildarsæti
Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur unnu góðan 3-1 sigur á Vaxjo í sænsku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Þegar deildin er hálfnuð er Kristianstad í 4. sæti, einu stigi á eftir Pitea, en þrjú efstu sætin veita keppnisrétt í umspili Meistaradeildar Evrópu.

Guðrún Arnardóttir hélt hreinu í stórsigri Rosengård
Guðrún Arnardóttir, landsliðskona Íslands, stóð í hjarta varnarinnar í liði Rosengård sem vann stórsigur á Kalmar í Damallsvenskan, efstu deild í Svíþjóð.

Leikmaður Malmö fékk dóm fyrir ölvunarakstur
Leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Malmö hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir akstur undir áhrifum áfengis.

Sjáðu markið: Afmælisbarnið Hlín áfram á skotskónum
Hlín Eiríksdóttir hélt upp á 23 ára afmæli sitt með því að skorað annað mark Kristianstad í 2-0 útisigri liðsins á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var hennar þriðja mark í síðustu fjórum leikjum.

Andri Lucas skoraði sjálfsmark þegar Norrköping missti niður tveggja marka forystu
Andri Lucas Guðjohnsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Norrköping gerði 2-2 jafntefli við Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leikmaður í sænsku kvennadeildinni dæmdur í langt bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi
Leikmaður í sænsku kvennadeildinni í fótbolta hefur verið dæmdur í langt bann fyrir ólöglega lyfjanotkun.

Daníel Tristan fékk sínar fyrstu mínútur er Malmö tyllti sér á toppinn
Malmö er komið á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 5-0 sigur á Degerfoss. Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen spilaði sína fyrstu mínútur á tímabilinu. Valgeir Lunddal Friðriksson var á sínum stað í meistaraliði Häcken þegar liðið vann Varberg.

Sjáðu frábært mark Arons í sigri Sirius
Aron Bjarnason var á skotskónum hjá Sirius sem vann góðan heimasigur á Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá komu tveir Íslendingar við sögu í toppslag.

Guðrún spilaði í stórsigri Rosengard
Guðrún Arnardóttir, leikmaður Rosengard og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, spilaði í stórsigri sænska liðsins á Växjö í dag

Arnór hefur leikið sinn síðasta leik í Svíþjóð í bili
Arnór Sigurðsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir IFK Norrköping, í það minnsta í bili, en gult spjald sem hann fékk í tapi á heimavelli gegn Brommapojkarna í dag sér til þess að hann verður í leikbanni í síðasta leik Norrköping fyrir sumarfrí í sænsku deildinni.

Rúnar Þór lagði upp þegar Östers fór upp í annað sætið
Rúnar Þór Sigurgeirsson og Alex Þór Hauksson voru báðir í byrjunarliði Östers þegar liðið vann góðan 3-2 sigur á Jönköping í sænska boltanum í dag.

Arnór Sigurðsson yfirgefur Norrköping í sumar
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson mun yfirgefa sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping í sumar þegar lánssamningur hans við félagið rennur út. Þetta staðfesti félagið fyrr í dag.

Hlín bjargaði stigi fyrir Kristianstad | Birkir spilaði loks fyrir Viking
Hlín Eiríksdóttir skoraði eina mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Hammarby í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Birkir Bjarnason spilaði loks fyrir Viking í norsku úrvalsdeildinni þegar liðið steinlá gegn Bodö/Glimt.

Sveinn Aron á skotskónum í toppslagnum
Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Elfsborg er liðið vann mikilvægan 3-0 sigur gegn Malmö í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Sjáðu markið: Valgeir með gullfallegt mark gegn Helsingborg
Valgeir Valgeirsson skoraði eina mark Örebro í 1-1 jafntefli liðsins við Helsingborg í næstefstu deild Svíþjóðar í dag og í sænsku úrvalsdeildinni vann Kalmar Íslendingaslaginn gegn Norrköping.

Lið Tryggva tryggði sér oddaleik um titilinn
Tryggvi Þórisson og liðsfélagar hans í sænska handboltaliðinu Savehof unnu í dag afar mikilvægan sigur á Kristianstad í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi sænsku úrvalsdeildarinnar.

Aron lagði upp sigurmark Sirius
Aron Bjarnason, leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Sirius, lagði upp sigurmark liðsins í leik gegn Brommapojkarna í dag.

Alex og félagar aftur á sigurbraut
Eftir fjóra leiki í röð án sigurs eru Alex Þór Hauksson og félagar hans í Öster komnir aftur á sigurbraut í sænsku B-deildinni í knattspyrnu eftir 2-1 sigur gegn Landskrona í kvöld.

Valgeir algjörlega í öngum sínum og þjálfarinn vill VAR
Valgeir Lunddal Friðriksson reyndist ákveðinn örlagavaldur, á slæman hátt, þegar lið hans Häcken varð að sætta sig við 1-0 tap gegn Djurgården í Stokkhólmi, í mikilvægum slag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sjáðu atvikið: Hitnaði í kolunum er Sveinn Aron braut á Arnóri í Svíþjóð
Íslendingaslagur gærdagsins í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á milli IFK Norrköping og Elfsborg, bauð upp á allt sem góður Íslendingaslagur ætti að bjóða upp á.

Mikill áhugi á kröftum Arnórs sem hefur farið á kostum
Næstu vikur hjá Arnóri Sigurðssyni verða fróðlegar. Mikill áhugi er á leikmanninum, sem hefur farið á kostum með IFK Norrköping í Svíþjóð á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskvu í Rússlandi.

Sjálfsmark Arnórs Ingva gaf Elfsborg sigur gegn Norrköping
Arnór Sigurðsson kom Norrköping yfir í Íslendingslag gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það dugði hins vegar ekki þar sem Elfsborg kom til baka og vann 2-1 sigur þar sem Arnór Ingvi Traustason setti boltann í eigið net. Þá vann Kalmar 1-0 útisigur.

Þjálfari Valgeirs allt annað en sáttur: „Þetta er skandall“
Valgeir Lunddal var í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara BK Hacken í leik liðsins gegn Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Häcken fyrst liða til að taka stig af Malmö
Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Häcken sem gerði jafntefli við Malmö FF í stórleik sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Diljá með stoðsendingu í tapi Norrköping
Diljá Ýr Zomers lagði upp mark Norrköping sem tapaði 2-1 á heimavelli gegn Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Tap hjá Íslendingaliði Örebro
Axel Óskar Andrésson og Valgeir Valgeirsson komu báðir við sögu hjá Örebro sem mætti Landskrona í næst efstu deild sænska boltans í dag.

Milos ekki áfram hjá Rauðu Stjörnunni | Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik
Milos Milojevic fær ekki áframhaldandi samning sem þjáfari Rauðu Stjörnunnar í Serbíu þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til meistaratitils í ár. Milos gæti tekið við liði í Svíþjóð á nýjan leik.

Hlín rak endahnútinn í öruggum sigri Kristianstad
Kristianstad vann í dag öruggan sigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Kristianstad í leiknum og skoraði eitt marka liðsins.