Hugsar til gamals félaga á tímamótum: „Hann endaði því miður á vondum stað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2023 09:11 Ari Freyr Skúlason eftir landsleik á móti Englandi á Wembley. Hann átti magnaðan feril með íslenska landsliðinu. Getty/Michael Regan Ari Freyr Skúlason spilaði í gær síðasta fótboltaleik sinn á ferlinum er lið hans Norrköping þurfti að þola tap fyrir Sirius í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Við tekur nýr kafli í nýju starfi hjá sænska félaginu. Hann er þakklátur fyrir að hafa annað starf strax og leikmannaferillinn klárast. Ari Freyr tók dæmisögu af fyrrum liðsfélaga sínum í Belgíu sem lenti á slæmum stað eftir að hans leikmannaferli lauk. Mýmargar sögur eru af fyrrum atvinnuíþróttamönnum sem glíma við þunglyndi, fíkn, fjárhagsörðugleika eftir að ferlinum lýkur og var Ari Freyr meðvitaður um það að hann þyrfti að hafa eitthvað fyrir stafni fyrst ákveðið var að skórnir færu upp í hillu. „Ég átti samtal við fyrrum fyrirliða minn í Belgíu fyrir ekkert svo löngu. Hann lenti mjög illa í því eftir að liðið féll og klúbburinn varð gjaldþrota. Hann varð félagslaus eftir það og í rauninni kúplaði sig frá öllum heiminum,“ „Hann sagði mér söguna sína hvað það væri mikilvægt að hafa eitthvað tilbúið þegar maður hættir. Hann vildi spila áfram en lítið bauðst og hann endaði því miður á vondum stað,“ segir Ari Freyr. Vegna þessa sé hann afar þakklátur fyrir það að fá starf hjá Norrköping og geta kúplað sig út úr því að spila leikinn á eigin forsendum og kynnst þjálfuninni í kunnuglegu umhverfi. „Ég hef oft rætt þetta við umboðsmann minn um þetta, hvað væri planið. Það eru nokkur ár síðan við byrjuðum að ræða hvað við ætluðum að gera. Mig langaði að taka þjálfaragráðuna til að hafa hana. En síðan ég flutti hingað og fór að vinna með ungum strákum hefur áhuginn á þjálfun bara aukist með hverjum deginum. Ég hikaði ekki við það að hoppa á þetta tækifæri, að hafa eitthvað klárt þegar ferilinn er búinn,“ segir Ari Freyr. Ari yfirgaf völlinn í síðasta skipti í gær og skórnir á leið upp í hillu.Getty Frekjukast leiddi næstum til skipta í Val Ari Freyr var ósáttur við stöðu sína hjá Norrköping fyrr á leiktíðinni þegar hann datt út úr hópnum þar sem reglur um hámarksfjölda útlendinga höfðu sitt að segja. Honum stóð til boða að koma heim eða að spila í næstefstu deild í Svíþjóð í stað þess að hætta en ákvað að setja fjölskylduna í fyrsta sæti og halda sig í Norrköping fyrst þjálfarastarf bauðst hjá félaginu. Hann hefur oftar en einu sinni verið orðaður við heimkomu í uppeldisfélag sitt, Val, og segist hafa verið hvað næst heimkomu þegar útlitið var hvað dekkst fyrr á þessu ári. „Nei, það var kannski helst í pirrings- og reiðikasti fyrr í ár sem ég reyndi að leita heim, til að fá að spila og njóta mín. Ég fékk neitun á það en staðan í dag er þannig að fjölskyldan gengur fyrir og ég held það sé það besta fyrir okkur núna líka,“ segir Ari Freyr. Heimkoma ekki í kortunum á næstunni Ari Freyr segist því ekki vera að leita heim. Fjölskylda hans hefur komið sér vel fyrir í Norrköping og líður vel. Vel má vera að hann flytji heim einn daginn en honum liggur ekki á. „Börnin hafa náttúrulega aldrei búið á Íslandi. Auðvitað getur verið þegar þau eru orðin aðeins eldri að maður setjist að heima. Maður veit aldrei hvað gerist. En þau hafa oft talað um það að þau langi að búa á Íslandi, enda finnst þeim frábært að koma heim í frí,“ „En það er aðeins annað að fara í skólann. Báðar fjölskyldurnar okkar konunnar eru á Íslandi og maður saknar Íslands alveg svakalega líka. Það var alveg frábært þegar maður var í landsliðinu að geta farið heim og hitt fjölskylduna en svo hef ég ekki búið á Íslandi síðan stutt hopp í eitt ár 2005 og 2006,“ segir Ari Freyr. „En það er aldrei að vita að maður verði gamall og feitur á hliðarlínunni á Íslandi eftir nokkur ár.“ segir Ari Freyr. Hluta viðtalsins sem birtur var í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Tengdar fréttir Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. 7. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Ari Freyr tók dæmisögu af fyrrum liðsfélaga sínum í Belgíu sem lenti á slæmum stað eftir að hans leikmannaferli lauk. Mýmargar sögur eru af fyrrum atvinnuíþróttamönnum sem glíma við þunglyndi, fíkn, fjárhagsörðugleika eftir að ferlinum lýkur og var Ari Freyr meðvitaður um það að hann þyrfti að hafa eitthvað fyrir stafni fyrst ákveðið var að skórnir færu upp í hillu. „Ég átti samtal við fyrrum fyrirliða minn í Belgíu fyrir ekkert svo löngu. Hann lenti mjög illa í því eftir að liðið féll og klúbburinn varð gjaldþrota. Hann varð félagslaus eftir það og í rauninni kúplaði sig frá öllum heiminum,“ „Hann sagði mér söguna sína hvað það væri mikilvægt að hafa eitthvað tilbúið þegar maður hættir. Hann vildi spila áfram en lítið bauðst og hann endaði því miður á vondum stað,“ segir Ari Freyr. Vegna þessa sé hann afar þakklátur fyrir það að fá starf hjá Norrköping og geta kúplað sig út úr því að spila leikinn á eigin forsendum og kynnst þjálfuninni í kunnuglegu umhverfi. „Ég hef oft rætt þetta við umboðsmann minn um þetta, hvað væri planið. Það eru nokkur ár síðan við byrjuðum að ræða hvað við ætluðum að gera. Mig langaði að taka þjálfaragráðuna til að hafa hana. En síðan ég flutti hingað og fór að vinna með ungum strákum hefur áhuginn á þjálfun bara aukist með hverjum deginum. Ég hikaði ekki við það að hoppa á þetta tækifæri, að hafa eitthvað klárt þegar ferilinn er búinn,“ segir Ari Freyr. Ari yfirgaf völlinn í síðasta skipti í gær og skórnir á leið upp í hillu.Getty Frekjukast leiddi næstum til skipta í Val Ari Freyr var ósáttur við stöðu sína hjá Norrköping fyrr á leiktíðinni þegar hann datt út úr hópnum þar sem reglur um hámarksfjölda útlendinga höfðu sitt að segja. Honum stóð til boða að koma heim eða að spila í næstefstu deild í Svíþjóð í stað þess að hætta en ákvað að setja fjölskylduna í fyrsta sæti og halda sig í Norrköping fyrst þjálfarastarf bauðst hjá félaginu. Hann hefur oftar en einu sinni verið orðaður við heimkomu í uppeldisfélag sitt, Val, og segist hafa verið hvað næst heimkomu þegar útlitið var hvað dekkst fyrr á þessu ári. „Nei, það var kannski helst í pirrings- og reiðikasti fyrr í ár sem ég reyndi að leita heim, til að fá að spila og njóta mín. Ég fékk neitun á það en staðan í dag er þannig að fjölskyldan gengur fyrir og ég held það sé það besta fyrir okkur núna líka,“ segir Ari Freyr. Heimkoma ekki í kortunum á næstunni Ari Freyr segist því ekki vera að leita heim. Fjölskylda hans hefur komið sér vel fyrir í Norrköping og líður vel. Vel má vera að hann flytji heim einn daginn en honum liggur ekki á. „Börnin hafa náttúrulega aldrei búið á Íslandi. Auðvitað getur verið þegar þau eru orðin aðeins eldri að maður setjist að heima. Maður veit aldrei hvað gerist. En þau hafa oft talað um það að þau langi að búa á Íslandi, enda finnst þeim frábært að koma heim í frí,“ „En það er aðeins annað að fara í skólann. Báðar fjölskyldurnar okkar konunnar eru á Íslandi og maður saknar Íslands alveg svakalega líka. Það var alveg frábært þegar maður var í landsliðinu að geta farið heim og hitt fjölskylduna en svo hef ég ekki búið á Íslandi síðan stutt hopp í eitt ár 2005 og 2006,“ segir Ari Freyr. „En það er aldrei að vita að maður verði gamall og feitur á hliðarlínunni á Íslandi eftir nokkur ár.“ segir Ari Freyr. Hluta viðtalsins sem birtur var í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. 7. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. 7. nóvember 2023 10:31