
Franski boltinn

Minnir á mál Tonyu og Nancy Kerrigan: Myndaðar saman á Kópavogsvelli
Það er óhætt að segja að mál frönsku landsliðskvennanna hjá Paris Saint Germain minnir mikið á mál bandarísku skautadansaranna Tonyu Harding og Nancy Kerrigan.

Handtekin fyrir að fá grímuklædda menn til að meiða liðsfélaga sinn
Paris Saint-Germain hefur staðfest það að lögreglan hafi handtekið leikmann kvennaliðs félagsins í dag.

Messi of mikið meiddur fyrir PSG en ekki of meiddur fyrir argentínska landsliðið
Lionel Messi sagður hafa sett argentínska landsliðið í fyrsta sætið í samningnum við PSG og nýtti sér það þegar hann flaug heim í nótt.

„Sé mig fyrir mér fá barnið í fangið eftir leik á EM“
Sara Björk Gunnarsdóttir stefnir ótrauð á að spila með íslenska landsliðinu á EM á Englandi næsta sumar. Hún á von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði.

Messi getur ekki svarað Cristiano Ronaldo í kvöld
Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er meiddur og missir af þeim sökum af Meistaradeildarleik PSG í kvöld.

PSG íhugar að láta Ramos fara áður en hann spilar fyrir félagið
Sergio Ramos gæti yfirgefið Paris Saint-Germain áður en hann spilar leik fyrir félagið.

Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora
Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar.

Di Maria reyndist hetja PSG
Franska stórveldið Paris Saint-Germain bjargaði sér fyrir horn er liðið vann 2-1 sigur gegn Lille í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Angel Di Maria tryggði sigur PSG með marki undir lokin.

L’Equipe segir að gamli Liverpool maðurinn sé að upplifa klíkuskap og erfiða tíma hjá PSG
Georginio Wijnaldum vildi ekki framlengja samning sinn við Liverpool og yfirgaf félagið í sumar og samdi við Paris Saint Germain. Tími hans í París hefur síðan verið langt frá því að vera dans á rósum.

Neymar segir að djammið bitni ekki á fótboltaferlinum
Neymar segir að tíðar ferðir hans á djammið komi ekki niður á ferli hans sem fótboltamaður.

Óheppnin eltir Verratti á röndum: Frá næstu vikurnar vegna meiðsla
Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti hefur lítið náð að spila með París Saint-Germain á leiktíðinni vegna meiðsla. Nú er ljóst að hann verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla á mjöðm.

Icardi-sápuóperan heldur áfram: Sundur, saman, aftur sundur og nú aftur saman
Sápuóperan með Icardi-hjónunum í aðalhlutverki heldur áfram. Síðustu daga hafa þau hætt saman og tekið saman á víxl og allt fyrir opnum tjöldum. Miðað við nýjustu fréttir eru þau enn hjón.

Svava í franskri frystikistu: „Hann vildi strax ekkert með mig hafa“
„Ég veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda þetta. Ég er gjörsamlega í frystikistunni og tel mjög ólíklegt að ég fái eitthvað að spila,“ segir landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttur um leiðindastöðu sína hjá franska knattspyrnufélaginu Bordeaux.

Markalaust í stórleiknum í Frakklandi
Tvö af stærstu liðum Frakklands, Marseille og PSG, leiddu saman hesta sína í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Elías Már og félagar færast nær fallsvæðinu
Elías Már Ómarsson lék tæplega hálftíma fyrir Nimes gegn Guingamp í frönsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Messi vill Agüero til Parísar í stað Icardi
Mauro Icardi virðist vera í vandræðum á fleiri stöðum en heima hjá sér þessa dagana. Lionel Messi vill losna við kauða og fá góðvin sinn Sergio Agüero til félagsins í staðinn.

Nara búin að fyrirgefa Icardi og segir áhugasömum konum að halda sig fjarri
Sápuóperan í kringum Mauro Icardi og Wöndu Nöru virðist hafa endað vel. Svo virðist sem þau séu tekin saman á ný og Nara ætlar að verja eiginmanninn fyrir ásælnum konum.

Hótar að hætta hjá PSG ef eiginkonan kemur ekki aftur
Vandræði í einkalífinu gætu orðið til að Mauro Icardi yfirgefi franska stórliðið Paris Saint-Germain.

Hriktir í stoðum Icardi-hjónanna
Það hriktir í stoðum hjónabands þeirra Mauros Icardi og Wöndu Nara miðað við færslur hennar á samfélagsmiðlum um helgina.

Mbappé reyndist hetja PSG
Franska stórveldið Paris Saint-Germain vann 2-1 sigur þegar að liðið tók á móti Angers í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Kylian Mbappé skoraði sigurmark PSG af vítapunktinum undir lok leiks.

„Ég hélt að þetta væri grín“
Mauricio Pochettino hélt að það væri verið að grínast í sér þegar honum var tjáð að hann myndi mögulega stýra Lionel Messi í liði PSG í vetur.

Laporta vonaðist til að Messi mynda spila launalaust
Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, vonaðist til þess að Lionel Messi myndi spila fyrir félagið launalaust í vetur. Allt kom fyrir ekki og Messi samdi við París Saint-Germain.

Mamma Mbappe „lekur“ fréttum af stráknum sínum í fjölmiðla
Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappe er kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um nýjan samning samkvæmt heimildum innst úr fjölskylduhringnum hans.

Leikmaður Palace borgar manni sem hann gerði heyrnarlausan bætur
Odsonne Édouard, leikmaður Crystal Palace, hefur greitt manni bætur sem missti heyrnina á öðru eyranu eftir viðskipti við leikmanninn.

Mbappé óskaði eftir sölu frá PSG í sumar
Franski landsliðsmaðurinn Kylian Mbappé óskaði eftir því að vera seldur frá Paris Saint-Germain í sumar.

Einn þekktasti auðjöfur Frakklands er dáinn
Bernard Tapie, einn af þekktustu auðjöfrum Frakklands og fyrrverandi ráðherra, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og hafði barist við krabbamein undanfarin ár.

Stjörnuprýtt lið PSG tapaði sínum fyrsta leik
Paris Saint-Germaintapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar að liðið heimsótti Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé voru allir í byrjunarliði Parísarliðsins, en það kom ekki í veg fyrir 2-0 sigur heimamanna.

Virðingarleysi við Leo Messi að láta hann liggja þarna
Ein nýjasta tískan í fótboltanum er að láta menn liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum mótherjanna. Það áttu þó fáir að sjá einn besta fótboltamann sögunnar í því hlutverki.

Messi: Því meira sem við Neymar og Mbappe spilum saman því betri verðum við
Lionel Messi var kátur eftir markið og sigurinn á Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi og mótherjar Paris Saint Germain geta byrjað að hafa áhyggjur því argentínski snillingurinn segir að PSG liðið eigi bara eftir að verða betra.

Enginn Messi þegar PSG vann áttunda leikinn í röð
Paris Saint-Germain er enn með fullt hús stiga í frönsku úrvalsdeildinni eftir 1-0 sigur gegn Montpellier í kvöld. Lionel Messi var ekki með liðinu í kvöld frekar en í síðasta leik.