Messi skilur baulið og ætlar að gera betur Atli Arason skrifar 2. júní 2022 07:30 Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain. Getty Images Lionel Messi segist skilja baulið sem hann og aðrir leikmenn PSG urðu fyrir af stuðningsmönnum liðsins eftir að félagið datt úr Meistaradeild Evrópu fyrr á tímabilinu. Hann segist staðráðinn í að gera betur á næsta tímabili. „Þetta var alveg nýtt fyrir mér, þetta kom aldrei fyrir mig hjá Barcelona heldur þvert á móti. Þetta er samt skiljanlegt, þessi reiði stuðningsmanna, vegna þeirra leikmanna sem við erum með og af því að liðið datt út annað árið í röð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem þetta skeði í París, að vera slegin út í Meistaradeildinni með þessum hætti. Reiði fólks var skiljanleg,“ sagði Lionel Messi, leikmaður PSG, í löngu einkaviðtali við TyC Sports. Messi hafði áhyggjur af fjölskyldunni sinni eftir að stuðningsmennirnir bauluðu á hann, hvaða áhrif þetta gæti haft á þau. „Um leið og þessu var lokið þá spurði ég hvað krakkar mínir sögðu, hvort þau höfðu séð þetta. Mér fannst ekki gaman að fjölskylda mín var þarna og heyrði stuðningsmennina baula á mig. Börnin mín voru þarna og upplifðu þetta. Þau sögðu ekki neitt við mig, þau skildu ekki neitt í þessu af því þau skildu ekki afhverju var verið að baula. Ég veit samt að þau fundu fyrir einhverju.“ Lionel Messi er handhafi Ballon d'Or styttunnar, sem besti leikmaður heims fær ár hvert. Messi varar alla andstæðinga sína við að hann og PSG verða betri á næsta tímabili. „Þegar ég hugsa um sjálfan mig frá þessu tímabili þá vil ég gera betur. Ég vill snúa gengi liðsins við, hætta að hafa þessa tilfinningu að hafa skipt um félag og hafa ekki gert vel. Ég veit að næsta ár verður öðruvísi og ég er tilbúinn fyrir það sem koma skal. Núna þekki ég klúbbinn, ég þekki borgina. Mér líður betur í búningsklefanum og með liðsfélögum mínum. Næsta tímabil verður öðruvísi,“ sagði Lionel Messi, leikmaður PSG. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
„Þetta var alveg nýtt fyrir mér, þetta kom aldrei fyrir mig hjá Barcelona heldur þvert á móti. Þetta er samt skiljanlegt, þessi reiði stuðningsmanna, vegna þeirra leikmanna sem við erum með og af því að liðið datt út annað árið í röð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem þetta skeði í París, að vera slegin út í Meistaradeildinni með þessum hætti. Reiði fólks var skiljanleg,“ sagði Lionel Messi, leikmaður PSG, í löngu einkaviðtali við TyC Sports. Messi hafði áhyggjur af fjölskyldunni sinni eftir að stuðningsmennirnir bauluðu á hann, hvaða áhrif þetta gæti haft á þau. „Um leið og þessu var lokið þá spurði ég hvað krakkar mínir sögðu, hvort þau höfðu séð þetta. Mér fannst ekki gaman að fjölskylda mín var þarna og heyrði stuðningsmennina baula á mig. Börnin mín voru þarna og upplifðu þetta. Þau sögðu ekki neitt við mig, þau skildu ekki neitt í þessu af því þau skildu ekki afhverju var verið að baula. Ég veit samt að þau fundu fyrir einhverju.“ Lionel Messi er handhafi Ballon d'Or styttunnar, sem besti leikmaður heims fær ár hvert. Messi varar alla andstæðinga sína við að hann og PSG verða betri á næsta tímabili. „Þegar ég hugsa um sjálfan mig frá þessu tímabili þá vil ég gera betur. Ég vill snúa gengi liðsins við, hætta að hafa þessa tilfinningu að hafa skipt um félag og hafa ekki gert vel. Ég veit að næsta ár verður öðruvísi og ég er tilbúinn fyrir það sem koma skal. Núna þekki ég klúbbinn, ég þekki borgina. Mér líður betur í búningsklefanum og með liðsfélögum mínum. Næsta tímabil verður öðruvísi,“ sagði Lionel Messi, leikmaður PSG.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira