Forseti UEFA ver reglur um fjárhagslega háttvísi í kjölfar ákvörðunar Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 09:30 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill heyra greinargóð rök fyrir því að PSG sé að brjóta reglur. EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, hefur varið FFP-reglur sambandsins (reglur um fjárhagslega háttvísi) eftir mikla gagnrýni á þær í kjölfars nýs samnings franska sóknarmannsins Kylian Mbappé við París Saint-Germain. „UEFA lætur ekki segja sér til verka,“ sagði Ceferin en nýr samningur Mbappé í París hefur verið á milli tannanna á fólki, þá sérstaklega á Spáni. La Liga, spænska úrvalsdeildin, ákvað að ganga svo langt að leggja fram formlega kvörtun vegna samningsins þar sem ekki var talið að PSG gæti boðið Mbappé nær því jafn há laun og Real gat sökum FFP-reglan UEFA. „Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi eru mjög strangar. Þau félög sem virða þær reglur fá að leika í keppnum á vegum sambandsins en þau sem gera það ekki fá ekki keppnisrétt,“ sagði forsetinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Hvorki Real Madríd né nokkur annar getur sagt UEFA til verka. Þeir sjá hlutina á sinn hátt og eru ósáttir. Eftir minni bestu vitneskju var samningsboð þeirra svipað og PSG.“ Javier Tebas, forseti La Liga, hefur sagt að samningsboð PSG sé „móðgun við fótboltann“ og þá setti hann inn færslu á Twitter-aðgangi sínum þar sem hann fór yfir fjárhagslegt tap PSG á undanförnum misserum. PSG er í eigu QSI (Qatar Sports Investments) sem er í eigu ríkisrekins fjármögnunarsjóðs í Katar. Ceferin, sem hefur verið í starfi síðan 2016, segist þreyttur á kvörtunum yfir því að aðilar eins og QSI eigi íþróttafélög. „Ég hef sagt það margoft og segi það aftur, færið ein rök fyrir því af hverju þeir ættu ekki að fá að vera eigendur fótboltafélags.“ Hann bendir á ensku úrvalsdeildina sem dæmi en eigendur þar koma frá öllum hornum heimsins, oftar en ekki Bandaríkjunum eða Mið-Austurlöndum. „Ég vil vita hver braut reglurnar og ef þú brýtur reglurnar verður þér refsað,“ sagði Ceferin að endingu. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn UEFA Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
„UEFA lætur ekki segja sér til verka,“ sagði Ceferin en nýr samningur Mbappé í París hefur verið á milli tannanna á fólki, þá sérstaklega á Spáni. La Liga, spænska úrvalsdeildin, ákvað að ganga svo langt að leggja fram formlega kvörtun vegna samningsins þar sem ekki var talið að PSG gæti boðið Mbappé nær því jafn há laun og Real gat sökum FFP-reglan UEFA. „Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi eru mjög strangar. Þau félög sem virða þær reglur fá að leika í keppnum á vegum sambandsins en þau sem gera það ekki fá ekki keppnisrétt,“ sagði forsetinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Hvorki Real Madríd né nokkur annar getur sagt UEFA til verka. Þeir sjá hlutina á sinn hátt og eru ósáttir. Eftir minni bestu vitneskju var samningsboð þeirra svipað og PSG.“ Javier Tebas, forseti La Liga, hefur sagt að samningsboð PSG sé „móðgun við fótboltann“ og þá setti hann inn færslu á Twitter-aðgangi sínum þar sem hann fór yfir fjárhagslegt tap PSG á undanförnum misserum. PSG er í eigu QSI (Qatar Sports Investments) sem er í eigu ríkisrekins fjármögnunarsjóðs í Katar. Ceferin, sem hefur verið í starfi síðan 2016, segist þreyttur á kvörtunum yfir því að aðilar eins og QSI eigi íþróttafélög. „Ég hef sagt það margoft og segi það aftur, færið ein rök fyrir því af hverju þeir ættu ekki að fá að vera eigendur fótboltafélags.“ Hann bendir á ensku úrvalsdeildina sem dæmi en eigendur þar koma frá öllum hornum heimsins, oftar en ekki Bandaríkjunum eða Mið-Austurlöndum. „Ég vil vita hver braut reglurnar og ef þú brýtur reglurnar verður þér refsað,“ sagði Ceferin að endingu.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn UEFA Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira