EM 2022 í Englandi

Belgía í átta liða úrslit
Belgía vann Ítalíu 1-0 í hinum leik D-riðils í kvöld. Hefði leikurinn endað með jafntefli hefði Ísland farið áfram en því miður vann Belgía og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum.

Mikil spenna á íslenska stuðningsmannasvæðinu fyrir leik dagsins
Það var steikjandi hiti á stuðningsmannasvæðinu í Rotherham þar sem íslensku stuðningsmennirnir komu saman í aðdraganda leiksins mikilvæga á móti Frökkum. Svava Kristín Grétarsdóttir tók út stemninguna.

Sex breytingar á byrjunarliði Frakklands
Byrjunarlið Frakklands fyrir leik kvöldsins í leiknum mikilvæga í D-riðli Evrópumóts kvenna er töluvert breytt liðinu sem hóf leikinn gegn Ítalíu á dögunum. Alls eru sex breytingar á byrjunarliði liðsins.

Liðið klárt fyrir leikinn erfiða gegn Frakklandi: Tvær breytingar á annars góðri vörn og ein í fremstu línu
Þorsteinn Halldórsson gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Frakklandi í D-riðli EM kvenna í fótbolta. Frakkland hefur unnið báða sína leiki til þessa og ljóst að stelpurnar okkar eiga ærið verkefni framundan.

Íslendingarnir elskuðu að láta sprauta yfir sig í hitanum í Rotherham: Myndir
Það var steikjandi hiti á stuðningsmannasvæðinu í Rotherham þar sem íslensku stuðningsmennirnir komu saman í aðdraganda leiksins mikilvæga á móti Frökkum.

Segir að stelpurnar verði að þora í kvöld
Landsliðsþjálfarinn biður um hugrekki frá sínum leikmönnum í leiknum mikilvæga á móti Frakklandi á EM í Englandi í kvöld en þar ræðst það hvort íslenska liðið komist í átta liða úrslit keppninnar.

Bara gerst einu sinni og það var fyrir 5.511 dögum
16. júní 2007 var merkilegur dagur fyrir íslenska kvennaknattspyrnu en þá vann landsliðið sigur á Frökkum í undankeppni EM.

„Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“
Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn.

Glódís Perla um rauða hitaviðvörun: Jafnheitt fyrir alla út á velli
Leikur Íslands og Frakklands í Evrópukeppninni í Englandi í kvöld fer ekki fram við eðlilega enskar aðstæður hvað þá íslenskar.

Leikur við Svía á heimavelli Manchester United í húfi
Það er bara eitt laust sæti eftir í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta og í kvöld skýrist hvort að Ísland, Belgía eða Ítalía hreppir það sæti.

Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu
Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins.

Dagný var hetjan þegar stelpurnar komust síðast áfram í átta liða úrslitin
Í annað skiptið í sögunni er íslenska kvennalandsliðið enn með á fullu baráttunni um sæti í átta liða úrslitum á Evrópumóti þegar aðeins einn leikur er eftir.

Þorsteinn lofaði að koma á óvart í leiknum í kvöld
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur farið mjög varlega í allar yfirlýsingar á Evrópumótinu i Englandi. Hann gefur lítið upp um breytingar og heldur spilunum nálægt sér.

Markastífla og gul spjöld gætu skilað Íslandi í 8-liða úrslit í kvöld
Það eru fleiri en ein leið til þess að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit á EM kvenna í fótbolta í Englandi í kvöld. Komist liðið þangað bíður þess leikur við Svía á föstudagskvöld.

„Þið elskið að spyrja út í þetta“
Fyrirliðastaðan hefur verið aðeins til umræðu í íslenskum fjölmiðlum á þessu Evrópumóti og þá sérstaklega af hverju að fyrirliði liðsins í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hafi ekki bara misst fyrirliðastöðuna til Söru heldur einnig varafyrirliðastöðuna til Glódísar Perlu Viggósdóttur.

„Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín“
Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við foreldra Hallberu Guðnýjar Gísladóttur og Elísu Viðarsdóttur í Manchester í gær, á meðan beðið er með óþreyju eftir leik Íslands og Frakklands á EM sem fram fer í Rotherham í kvöld.

Mikið hlegið, sungið og dansað á æfingu stelpnanna í kvöld: Myndasyrpa
Íslensku stelpurnar mættu greinilega endurnærðar á æfingu í Rotherham í kvöld eftir að hafa fengið frídag í gær. Þær voru augljóslega ánægðar með að komast aftur í smá fótbolta saman.

Stelpurnar dansandi og syngjandi á æfingu íslenska liðsins í kvöld
Stelpurnar okkar höfðu greinilega mjög gott af fríinu sínu í gær því þær voru í miklu stuði í kvöld þegar þær æfðu á keppnisvellinum í Rotherham.

Magnaður lokasprettur Hollands tryggði sæti í 8-liða úrslitum
Evrópumeistarar Hollands verða með í 8-liða úrslitum EM í Englandi eftir 4-1 sigur á Sviss í lokaumferð C-riðils.

Stórsigur Svía á Portúgal tryggði efsta sætið
Svíþjóð átti ekki í teljandi erfiðleikum með Portúgal þegar liðin mættust í C-riði Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag.

Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Frakklandsleikinn
Það styttist óðum í úrslitastund fyrir stelpurnar okkar úti í Englandi og í kvöld fengu þær að kynnast leikvellinum í fyrsta sinn auk þess að hitta fjölmiðlamenn á UEFA-blaðamannafundi.

Stelpurnar okkar fengu að gera það sem þær vildu í allan gærdag
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, gaf öllum leikmönnum frí í gær en þá voru mjög margir dagar síðan þær fengu heilan dag til að ráða sér sjálfar.

Markverðirnir sluppu loksins allar ómeiddar í gegnum æfingar liðsins
Það er mjög góð staða á leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins fyrir stóra prófið á móti Frökkum annað kvöld.

Hausinn þarf að vera í lagi líka
Dagný Brynjarsdóttir og félagar í íslenska landsliðinu tóku fagnandi möguleikanum á því að hitta sitt fólk í gær. Íslensku stelpurnar sóttu sér þar vonandi í þá andlegu orku sem þaf til að gera eitthvað í lokaleiknum mikilvæga á móti Frökkum.

Ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti
Ísland er einum leik frá átta liða úrslitunum en slæmu fréttirnar eru kannski að sá leikur er á móti einu besta liði heims. Frakkar hafa unnið tvo fyrstu leiki sina og hafa að engu að keppa annað kvöld.

Varað við ofsahita á EM
Bretar hafa lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna ofsahita sem verður þar til þriðjudags. Rauð veðurviðvörun er í gildi vegna hita.

Sjáðu markið sem tryggði Spánverjum sæti í 8-liða úrslitum
Spánverjar mæta Englendingum í 8-liða úrslitum á EM í Englandi eftir 1-0 sigur gegn Danmörku í gær.

Móðir Dagnýjar: Hún er svolítið svona excel-skjal
Sigrún Anna Ólafsdóttir, móðir Dagnýjar Brynjarsdóttur landsliðskonu, er vön því að fylgja sinni konu eftir þegar hún er að spila fótbolta. Sigrún Anna hefur séð Dagnýju spila á mörgum stöðum út í heimi og er nú mætt á sitt þriðja Evrópumót.

Franskur blaðamaður mjög áhugasamur um mömmurnar í íslenska landsliðinu
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú með sex mömmur í sínum hóp eða 26 prósent af leikmönnum sínum.

Danir úr leik á EM eftir tap gegn Spánverjum
Danir, sem fóru í úrslit á síðasta Evrópumóti, eru úr leik á EM í ár eftir tap gegn Spánverjum í lokaleik B-riðils gegn Spánverjum, 1-0. Ísland og Svíþjóð eru einu norðurlandaþjóðirnar eftir á EM.