Í keppnunum 2009 og 2017 tapað íslenska liðið öllum leikjum sínum en fyrir níu árum síðan þá áttu þær enn ágætis möguleika fyrir lokaumferð riðilsins.
Íslenska liðið mætti þá Hollandi í lokaumferðinni eftir að íslensku stelpurnar höfðu náð í eitt stig út úr tveimur fyrstu leikjunum á móti Noregi og Þýskalandi.
Noregur og Þýskaland voru þá bæði með fjögur stig en hollenska liðið var með jafnmörg stig og það íslenska.
Á þessum tíma voru það ekki bara tvö efstu liðin sem komust upp úr riðlinum heldur einnig tvö af þremur sem enduðu í þriðja sæti.
Dagný Brynjarsdóttir tryggði íslenska liðinu 1-0 sigur í leiknum með skallamarki eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur og íslensku stelpurnar sendu þær hollensku heim.