„Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. júlí 2022 13:32 Stelpurnar okkar voru í góðu stuði á æfingu í Rotherham í gær. Vísir/Vilhelm Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. Gert er ráð fyrir methita á Bretlandseyjum í dag en hitinn í Lundúnum gæti verið sá mesti í öllum heiminum og gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn, annað hvort í dag eða á morgun. Svava Kristín Grétarsdóttur íþróttafréttamaður okkar er í Rotherham þessa stundina með Stelpunum okkar. „Staðan í dag, akkúrat núna, hún er allt í lagi. Ég er svo vön að vera á Spáni, en það er auðvitað mjög heitt og það verður kannski fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu,“ segir Svava aðspurð um hvernig veðrið er þessa stundina. Ísland mætir Frakklandi í kvöld um sæti í átta liða úrslitum en yfirvöld í Bretlandi hafa varað fólk við að hitinn geti ógnað heilsu og lífi manna. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig gefið út viðvörun til stuðningsmanna og hvetur stuðningsmenn til að vökva sig vel, nota höfuðfat og bera á sig sólarvörn. Leikurinn fer þó engu að síður fram með ákveðnum ráðstöfunum. „Það er þegar búið að ákveða að það verði vatnspása, ein í fyrri hálfleik og ein í seinni hálfleik, og það virðist vera sem að mótshaldarar séu að hafa smá áhyggjur af þessum hita sem verður í dag,“ segir Svava. Leikurinn sé þó það seint að sólinn verði farin af vellinum sem sé gott. Hvað leikinn sjálfan varðar segir Svava að það sé til mikils að vinna. „Þetta verður erfitt, það verður að segjast, Frakkland er auðvitað með eitt besta liðið í heimi í dag og við erum litla Ísland, en íslenska geðveikin á eftir að koma okkur ansi langt,“ segir hún létt í bragði. Gætu farið áfram þrátt fyrir tap í kvöld Þá verði einnig fróðleikt að fylgjast með hvernig leikur Ítalíu og Belgíu fer, en það væri best fyrir íslenska liðið ef sá leikur endar með jafntefli. „Þó að við töpum á móti Frakklandi, og það verður jafntefli á milli Ítalíu og Belgíu, þá getum við enn þá farið áfram. Þannig þetta er svolítið flókin staða,“ segir hún enn fremur. „En ég hef fulla trú á stelpunum okkar til að sækja sigur í kvöld, ég sé það bara alveg gerast.“ Leikurinn byrjar klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma en stuðningsmenn munu koma fyrr saman á fan zone-inu til að undirbúa sig. Búist er við fimmtán hundruð Íslendingum á svæðinu, jafnvel fleirum. „Það verður mikil stemning,“ segir Svava en hún verður sjálf á svæðinu og í beinni útsendingu á Vísi síðar í dag. EM 2022 í Englandi Bretland Veður Landslið kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leikur við Svía á heimavelli Manchester United í húfi Það er bara eitt laust sæti eftir í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta og í kvöld skýrist hvort að Ísland, Belgía eða Ítalía hreppir það sæti. 18. júlí 2022 12:30 Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. 18. júlí 2022 11:30 Dagný var hetjan þegar stelpurnar komust síðast áfram í átta liða úrslitin Í annað skiptið í sögunni er íslenska kvennalandsliðið enn með á fullu baráttunni um sæti í átta liða úrslitum á Evrópumóti þegar aðeins einn leikur er eftir. 18. júlí 2022 10:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir methita á Bretlandseyjum í dag en hitinn í Lundúnum gæti verið sá mesti í öllum heiminum og gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn, annað hvort í dag eða á morgun. Svava Kristín Grétarsdóttur íþróttafréttamaður okkar er í Rotherham þessa stundina með Stelpunum okkar. „Staðan í dag, akkúrat núna, hún er allt í lagi. Ég er svo vön að vera á Spáni, en það er auðvitað mjög heitt og það verður kannski fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu,“ segir Svava aðspurð um hvernig veðrið er þessa stundina. Ísland mætir Frakklandi í kvöld um sæti í átta liða úrslitum en yfirvöld í Bretlandi hafa varað fólk við að hitinn geti ógnað heilsu og lífi manna. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig gefið út viðvörun til stuðningsmanna og hvetur stuðningsmenn til að vökva sig vel, nota höfuðfat og bera á sig sólarvörn. Leikurinn fer þó engu að síður fram með ákveðnum ráðstöfunum. „Það er þegar búið að ákveða að það verði vatnspása, ein í fyrri hálfleik og ein í seinni hálfleik, og það virðist vera sem að mótshaldarar séu að hafa smá áhyggjur af þessum hita sem verður í dag,“ segir Svava. Leikurinn sé þó það seint að sólinn verði farin af vellinum sem sé gott. Hvað leikinn sjálfan varðar segir Svava að það sé til mikils að vinna. „Þetta verður erfitt, það verður að segjast, Frakkland er auðvitað með eitt besta liðið í heimi í dag og við erum litla Ísland, en íslenska geðveikin á eftir að koma okkur ansi langt,“ segir hún létt í bragði. Gætu farið áfram þrátt fyrir tap í kvöld Þá verði einnig fróðleikt að fylgjast með hvernig leikur Ítalíu og Belgíu fer, en það væri best fyrir íslenska liðið ef sá leikur endar með jafntefli. „Þó að við töpum á móti Frakklandi, og það verður jafntefli á milli Ítalíu og Belgíu, þá getum við enn þá farið áfram. Þannig þetta er svolítið flókin staða,“ segir hún enn fremur. „En ég hef fulla trú á stelpunum okkar til að sækja sigur í kvöld, ég sé það bara alveg gerast.“ Leikurinn byrjar klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma en stuðningsmenn munu koma fyrr saman á fan zone-inu til að undirbúa sig. Búist er við fimmtán hundruð Íslendingum á svæðinu, jafnvel fleirum. „Það verður mikil stemning,“ segir Svava en hún verður sjálf á svæðinu og í beinni útsendingu á Vísi síðar í dag.
EM 2022 í Englandi Bretland Veður Landslið kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leikur við Svía á heimavelli Manchester United í húfi Það er bara eitt laust sæti eftir í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta og í kvöld skýrist hvort að Ísland, Belgía eða Ítalía hreppir það sæti. 18. júlí 2022 12:30 Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. 18. júlí 2022 11:30 Dagný var hetjan þegar stelpurnar komust síðast áfram í átta liða úrslitin Í annað skiptið í sögunni er íslenska kvennalandsliðið enn með á fullu baráttunni um sæti í átta liða úrslitum á Evrópumóti þegar aðeins einn leikur er eftir. 18. júlí 2022 10:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Leikur við Svía á heimavelli Manchester United í húfi Það er bara eitt laust sæti eftir í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta og í kvöld skýrist hvort að Ísland, Belgía eða Ítalía hreppir það sæti. 18. júlí 2022 12:30
Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins. 18. júlí 2022 11:30
Dagný var hetjan þegar stelpurnar komust síðast áfram í átta liða úrslitin Í annað skiptið í sögunni er íslenska kvennalandsliðið enn með á fullu baráttunni um sæti í átta liða úrslitum á Evrópumóti þegar aðeins einn leikur er eftir. 18. júlí 2022 10:30