
Seðlabankinn

Séríslenskar kvaðir á bankakerfið eru komnar „út fyrir öll velsæmismörk“
Það „blasir við“ að þörf er á meiri hagræðingu á fjármálamarkaði enda eru séríslenskar kvaðir, sem kosta heimili og fyrirtæki árlega yfir fimmtíu milljarða, komnar „út fyrir öll velsæmismörk“ og skaða samkeppnisstöðu íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum, fullyrðir forstjóri Stoða, stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku. Hann brýnir jafnframt nýja ríkisstjórn til að setja sérstök lög um nokkur lykilverkefni í virkjunarframkvæmdum til að vinna hratt upp orkuskortinn eftir langvarandi framtaksleysi í þeim efnum, að öðrum kosti muni innistæðulítil kaupamáttaraukning síðustu ára að lokum leiðréttast með gengisfalli og aukinni verðbólgu.

Fátt nýtt í skilaboðum bankans og ekki ástæðu til að endurmeta vaxtahorfurnar
Þrátt fyrir varfærinn tón í skilaboðum Seðlabankans þá hefur ekki orðið nein breyting á meginstefnu peningastefnunefndar um lækkun vaxta í takt við verðbólgu og verðbólguvæntingar, að sögn aðalhagfræðings Kviku, en miðað við þróttinn í hagkerfinu er samt ósennilegt að lokavextir lækkunarferlisins fari nálægt þeim gildum sem voru fyrir faraldur. Launakostnaður er að hækka talsvert umfram það sem samræmis verðstöðugleika og seðlabankastjóri segir að áhættan á vinnumarkaði, þar sem enn er ósamið við kennara, sé upp á við.

Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár
Rauð vaxtaviðvörun hefur verið í gildi á Íslandi í á þriðja ár. Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem fagnar því að Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti um fimmtíu punkta í gær en bendir þó á að stýrivextir standi í átta prósentum sem sé ansi mikið.

Arion tilkynnir um lækkun vaxta
Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær.

Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu
Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi.

Indó ríður á vaðið
Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki greint frá áformum sínum um vexti.

Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag
Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum.

Önnur stór vaxtalækkun í takt við væntingar en áfram þörf á þéttu aðhaldi
Meginvextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir í annað sinn í röð um fimmtíu punkta, sem er í samræmi við væntingar greinenda og markaðsaðila, en peningastefnunefnd segir útlit fyrir að verðbólga hjaðni áfram næstu mánuði og að spennan í þjóðarbúinu sé í „rénun.“ Nefndin undirstrikar hins vegar að áfram sé þörf á „þéttu“ taumhaldi peningastefnunnar og varkárni við næstu vaxtaákvarðanir.

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar
Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að lækka stýrivextina um 50 punkta á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30.

Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent.

Vanskil að lækka á flesta mælikvarða síðustu mánuði þrátt fyrir háa vexti
Eftir skarpa aukningu í alvarlegum vanskilum einstaklinga og fyrirtækja framan af árinu 2024 tók þróunin talsverðum breytingum þegar komið var á seinni hluta ársins og vanskilin fóru þá lækkandi á nýjan leik, samkvæmt gögnum frá Motus, á sama tíma vaxtalækkunarferlið var ekki enn hafið. Vanskilahlutföllin eru núna talsvert undir þeim viðmiðum sem þekktust á árunum fyrir faraldurinn.

Annað en 50 punkta lækkun myndi vekja áhyggjur af óskýrleika nefndarinnar
Mikill meirihluti markaðsaðila og hagfræðinga telur einboðið að Seðlabankinn lækki vextina á nýjan leik um fimmtíu punkta í vikunni enda myndi önnur ákvörðun „skjóta skökku við“ með hitastigið á raunstýrivöxtunum á nákvæmlega sama stað nú og þegar peningastefnunefndin kom síðast saman í nóvember. Á meðan sumir þátttakendur í könnun Innherja telja hægt að fara rök fyrir stærra skrefi, núna þegar verðbólgan er á undanhaldi og hátt raunvaxtastig mun halda áfram að bíta fast, þá benda aðrir á að það sé enn viðnámsþróttur víða í hagkerfinu og fátt sem „beinlínis hrópi“ á mikla losun aðhalds.

Verðbólgumælingin var ekki „jafn uppörvandi“ og lækkunin gaf til kynna
Ef ekki hefði komið til lækkunar húsnæðisliðarins og flugfargjalda umfram spár greinenda þá hefði mælda tólf mánaða verðbólgan hækkað í fimm prósent í janúar, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem óttast „vaxandi tregðu“ í þeirri verðbólgu sem eftir stendur. Þótt nýjasta verðbólgumælingin hafi ekki verið „jafn uppörvandi“ og hjöðnunin gaf til kynna þá ætti hún samt að „innsigla“ aðra fimmtíu punkta vaxtalækkun í næstu viku, meðal annars vegna þess að verðbólguvæntingar eru á hraðri niðurleið.

Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega
Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg.

Skörp hjöðnun verðbólgu greiðir leiðina fyrir aðra stóra vaxtalækkun
Með lækkun verðbólgunnar í janúar, sem var nokkuð á skjön við meðalspá sex greinenda, eru núna yfirgnæfandi líkur á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka meginvexti um fimmtíu punkta í annað sinn í röð þegar ákvörðunin verður kunngjörð í næstu viku. Verðbólguálagið lækkaði skarpt á markaði í dag, einkum á styttri endanum, og þá er hátt raunvaxtastig farið að hægja mjög á hækkunum á húsnæðismarkaði.

Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta
Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent.

Rannveig kjörin heiðursfélagi
Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur kosið Rannveigu Sigurðardóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóra peningastefnu, heiðursfélaga FVH.

Mun seðlabankastjóri standa við orð sín
Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað.

Markaðurinn væntir vaxtalækkana
Niðurstöður könnunar Seðlabankans meðal markaðsaðila gefa til kynna að verðbólguvæntingar þeirra til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember. Þeir vænti þess að stýrivextir verði orðnir 5,75 prósent eftir tvö ár.

Íbúðaverð gefur eftir samtímis háum raunvöxtum og stífum lánaskilyrðum
Fasteignamarkaðurinn er heilt yfir nokkuð kaldur um þessar mundir, sem birtist meðal annars í fækkun kaupsamninga og íbúðaverð staðið nánast í stað síðustu mánuði, og útlit er fyrir að raunverð geti gefið eftir á fyrri hluta ársins samtímis háum raunvöxtum og þröngum lánþegaskilyrðum, að mati hagfræðinga Arion. Á sama tíma og mjög hefur dregið úr verðhækkunum á fasteignamarkaði hefur framboð á íbúðum til sölu aukist talsvert, drifið áfram af fjölgun nýbygginga, og ekki verið meira um langt skeið.

Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn
Blikk er ný greiðslumiðlun sem starfrækt er á Íslandi. Framkvæmdastjóri segir greiðslumiðlunina uppfylla þau skilyrði sem þarf til að tryggja þjóðaröryggi en töluvert hefur undanfarið verið fjallað um hættuna sem stafar af því að greiðslumiðlun sé erlend á Íslandi. Í því samhengi hefur einnig verið talað um kostnað en áætlað er að það kosti Íslendinga um 54 milljarða árlega að vera bara með erlenda greiðslumiðlun.

Karen inn fyrir Þórarin
Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið sett aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á vef bankans.

Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert
Yfirtaka JBT á Marel hafði talsverð áhrif á gengi krónunnar árið 2024, sem hækkaði um fjögur prósent á árinu. Krónan hefur ekki verið stöðugri frá árinu 2015.

Útlit fyrir óbreyttan verðbólgutakt í aðdraganda næstu vaxtaákvörðunar
Fæstir hagfræðingar eiga von á því að verðbólgan muni hjaðna milli mánaða þegar mælingin fyrir janúar verður birt eftir tvær vikur, nokkrum dögum áður en peningastefnunefnd kemur saman, en miðað við meðalspá sex greinenda er útlit fyrir að tólf mánaða takturinn haldist óbreyttur annan mánuðinn í röð. Gangi bráðabirgðaspár eftir ætti verðbólgan hins vegar að taka nokkra dýfu í framhaldinu og vera komin undir fjögurra prósenta vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax í marsmánuði.

Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur skipað Þórarin G. Pétursson í embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu til fimm ára frá og með deginum í dag.

Raunvextir Seðlabankans orðnir hærri en þeir mældust við síðustu vaxtalækkun
Eftir skarpa lækkun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila stóðu raunstýrivextir, eins og Seðlabankinn metur þá, í hæstu hæðum í lok síðasta árs og eru þeir núna lítillega hærri en þegar peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti um fimmtíu punkta á fundi sínum í nóvember. Að óbreyttu ætti sú þróun að auka líkur á stórri vaxtalækkun í febrúar en á sama tíma hefur undirliggjandi verðbólga haldið áfram að lækka og mælist nú ekki minni, að sögn Seðlabankans, síðan í árslok 2021.

Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis
Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitstofnunin vekur athygli á því að þúsundir íslenskra viðskiptavina slóvakíska vátryggingafélaginu Novis geti orðið fyrir fjárhagslegu tjóni því skiptastjóri hafi ekki verið skipaður. Seðlabankinn varaði við því í apríl á síðasta ári

Lækkun verðbólguvæntinga aukið líkur á öðru „stóru skrefi“ hjá Seðlabankanum
Útlit er fyrir að hlé verði á hjöðnun verðbólgunnar í janúar og árstakturinn haldist óbreyttur í 4,8 prósent, að mati aðalhagfræðings Kviku banka, sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin en verðbólgan muni síðan lækka myndarlega næstu mánuði á eftir. Nýleg lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja ætti samt að vega sem „þung lóð á vogarskálar júmbólækkunar“ upp á 50 punkta þegar peningastefnunefndin kemur næst saman í upphafi febrúarmánaðar.

Áformar að auka vægi innlendra hlutabréfa ólíkt öðrum stærri lífeyrisjóðum
Ólíkt öðrum stærri lífeyrissjóðum landsins áformar Birta að auka nokkuð vægi sitt í innlendum hlutabréfaeignum á árinu 2025 frá því sem nú er á meðan sjóðurinn ætlar á sama tíma að halda hlutfalli erlendra fjárfestinga nánast óbreyttu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hyggst hins vegar stækka enn frekar hlutdeild erlendra hlutabréfa í eignasafninu samhliða því að minni áhersla verður sett á íslensk hlutabréf.

Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki
Prófessor í hagfræði leggur til fyrir nýja ríkisstjórn að veita fólki sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig og vertakafyrirtækjum í byggingargeiranum skattalegar ívilnanir til að ná enn frekari tökum á verðbólgunni og vöxtum.