Innherji

Fram­virk gjald­eyris­staða fjár­festa tók stökk þegar gengi krónunnar veiktist

Hörður Ægisson skrifar
Framvirk gjaldeyrisstaða bankanna sveiflast eftir því hversu mikið viðskiptavinir þeirra, eins og meðal annars sjávarútvegsfélögin, eru að selja af væntu gjaldeyrisflæði sínu fram í tímann.
Framvirk gjaldeyrisstaða bankanna sveiflast eftir því hversu mikið viðskiptavinir þeirra, eins og meðal annars sjávarútvegsfélögin, eru að selja af væntu gjaldeyrisflæði sínu fram í tímann. Vísir/Vilhelm

Fjárfestar og fyrirtæki fóru að bæta verulega í framvirka gjaldeyrisstöðu sína núna seint á haustmánuðum samtímis því að gengi krónunnar fór loksins að gefa nokkuð eftir. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi á nýjan leik aukið umsvif sín á gjaldeyrismarkaði á síðustu mánuðum er útlit fyrir að heildarkaup ársins verði aðeins í líkingu við það sem þekktist á tímum faraldursins.


Tengdar fréttir

Erum nánast háð því að líf­eyris­sjóðirnir fari út með um hundrað milljarða á ári

Þegar það fer að róast um hjá ferðaþjónustunni og lífeyrissjóðirnir fara á nýjan leik að bæta í gjaldeyriskaupin mun raungengi krónunnar, sem eru sögulega hátt um þessar mundir, án vafa leiðréttast en spurningin er hins vegar aðeins hversu mikið, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Framan af ári hafa lífeyrissjóðirnir keypt minna af gjaldeyri en á tímum faraldursins og mögulega er gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins það sterk að við erum háð því að sjóðirnir fari út með hátt í hundrað milljarða á ári eigi koma í veg fyrir „ósjálfbært“ raungengi.

Raun­gengi krónunnar lítil­lega yfir­verðlagt að mati AGS og Seðla­bankans

Þótt raungengi krónunnar sé búið að rísa hratt að undanförnu, sem hefur þrengt nokkuð að samkeppnishæfni margra útflutningsfyrirtækja, þá er það aðeins nokkrum prósentum hærra en nemur nýlegi mati Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á jafnvægisraungenginu. Með hliðsjón af því er ekki endilega líklegt að mikil leiðrétting verði á genginu á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×