Innherji
Látið ekki blekkjast, heimshagkerfið er gjörbreytt
Árið 2025 breyttist allt, en samt gerðist einhvern veginn ekkert. Bandaríkin hækkuðu tolla í hæsta stig í næstum heila öld, Kína svaraði í sömu mynt og óvissa um þróun alþjóðamála jókst. Samt sem áður er spáð 3,2% hagvexti í heiminum, nákvæmlega það sem búist var við ári áður en óvissan raungerðist. Það væru þó mistök að halda að heimshagkerfið muni ekki líði fyrir tollatogstreitu og stefnuóreiðu.
Vísaði frá máli flugmanna gegn Icelandair vegna starfslokagreiðslna
Máli sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna höfðaði gegn Icelandair þar sem deilt var um rétt flugmanna til sérstakra starfslokagreiðslna við sextugt hefur verið vísað frá en vegna málsins hafði stéttarfélagið gert hlé á kjaraviðræðum við flugfélagið síðasta haust. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfslokaákvæðið, sem flugmenn byggðu kröfur sínar á, teldist ekki hluti af gildandi kjarasamningi og félli ágreiningurinn því utan valdsviðs dómsins.
Gæti þurft sex prósenta nafnverðslækkun til að ná jafnvægi á fasteignamarkaði
Eigi að takast að leiðrétta það ójafnvægi sem myndaðist á fasteignamarkaði á tímum heimsfaraldurs og lágra vaxta, þegar íbúðaverð hækkaði langt umfram launþróun, þá gæti þurft til um sex prósenta nafnverðslækkun á næstu tveimur árum, að mati sérfræðings.
Trumpaður heimur II: Þegar orðræða verður að veruleika
Trump hefur mótað heim þar sem sannfæring vegur þyngra en sannprófun og ímynd gengur fyrir innviðum. Slíkur heimur getur haldið velli lengi, svo framarlega sem trúverðugleikinn helst óskoraður. En þegar ethos brestur — þegar frásögnin hættir að virka og raunveruleikinn verður óumflýjanlegur — verður hrunið skyndilegt og ófyrirsjáanlegt.
Lífeyrissjóðir og einkafjárfestar leggja EpiEndo til níu milljónir evra
Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals hefur lokið útgáfu á breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð níu milljónir evra, einkum með þátttöku einkafjárfesta og lífeyrissjóða, en fjármögnuninni er ætlað að gera félaginu kleift að halda áfram þróun á frumlyfi sínu. Það hefur möguleika á að verða fyrsta bólgueyðandi lyfið í töfluformi sem hægt er að nota meðal annars til langtímameðferðar við langvinnri lungnaþembu.
Hampiðjan ætti að styrkja stöðu sína í fiskeldi með frekari yfirtökum
Hampiðjan ætti að horfa til þess að styrkja enn stöðu sína í fiskeldi og á heimasvæðinu í Norður-Atlantshafi með frekari yfirtökum, að mati hlutabréfagreinenda sem telja að félagið sé verulega undirverðlagt á markaði, og þar væri meðal annars veiðarfæraframleiðandinn Egersund tilvalið skotmark. Þá eru stjórnendur hvattir til að skoða tvískráningu Hampiðjunnar í Noregi í því skyni að laða erlenda fjárfesta að félaginu og bæta verðmyndun.
Öryggi Íslands hefur aldrei hvílt á alþjóðalögum einum saman
Smáríki eiga vissulega mikið undir því að reglur séu virtar – en þau eiga ekki allt undir því. Smáríki eiga einnig mikið undir bandalögum við önnur ríki, eigin trúverðugleika, fyrirsjáanlegri hegðun, vel ígrunduðum yfirlýsingum ráðamanna og skýrri stefnumörkun.
Fjárfestar halda áfram að færa sig yfir í skuldabréfasjóði
Talsvert var um innlausnir fjárfesta úr bæði hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum í nóvember á sama tíma og hreint innflæði í skuldabréfasjóði jókst um milljarða.
Venesúela og sögulegu fordæmin
Trump og ráðgjafar hans virðast vilja pólitískan ávinning stríðs án þess að þurfa í raun að heyja það. Þeir vilja stuttu leiðina að fasísku stjórnarfari – lýsa strax yfir miklum sigri og nota samfélagsmiðla til að ráðast gegn óvinum heima fyrir. En fasismi krefst ekki skyndiaðgerða, heldur raunverulegra átaka sem setja almenning í hættu og draga hann þannig inn í ofbeldið.
Raunhagnaður félaga í Úrvalsvísitölunni jókst í fyrra og verðlagning þeirra lækkaði
Mismunurinn á CAPE-hlutföllum OMXI15 og S&P 500 er talsverður, sérstaklega í ljósi þess að nafnávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa til lengri tíma er um 3,8% samkvæmt Bloomberg en um 6,6% hér á landi.
Hvernig fór Warren Buffett að þessu?
Warren Buffett hefur lengi verið þekktur og dáður um allan heim fyrir að gera eitthvað sem er í meginatriðum hversdagslegt. Hann er ekki frábær listamaður, uppfinningamaður né methafi í íþróttum. Þess í stað fann hann snilligáfu sinni farveg í þeirri einföldu list að kaupa tiltekin hlutabréf og forðast önnur.
Ár uppbyggingar orku- og veituinnviða
Núverandi umgjörð orkuframkvæmda hefur leitt til óboðlegs rekstrarumhverfis sem er ófyrirsjáanlegt og vinnur gegn samkeppnishæfni landsins. Þetta birtist bæði í ómarkvissri og óskýrri stjórnsýslulegri meðferð verkefna á fyrstu stigum, til að mynda á vettvangi rammaáætlunar.
Árið sem er að líða
Þó stjórnin hafi stígið skref í átt að hagræðingu í ríkisrekstri má þó segja að fyrsta ár hennar hafi haft sterkan svip varðstöðu um tekjustofna og tekjumöguleika. Samskipti við stjórnmálamenn voru önnur en verið hafði en þeim má helst lýsa þannig að ráðherrar eigi í flestum tilvikum síðasta orðið en ekki Alþingi.
Íslandsbankaútboðið varðar leiðina
Heimilin eiga nú yfir 1.800 milljarða á bankareikningum. Slagkraftur þeirra til fjárfestinga er því mikill og varla sást högg á vatni eftir Íslandsbankaútboðið. Tækifærin í ofangreindum aðgerðum til aukinna fjárfestinga, bættrar ávöxtunar og betri lífskjara eru því umtalsverð.
Er þetta bóla?
Miðað við þá mikla möguleika sem gervigreindinni fylgir en einnig gífurlegum fjölda óþekktra stærða, getur nánast enginn sagt með vissu hvort fjárfestar hegða sér óskynsamlega. Ég ráðlegg því engum að setja allt sitt á gervigreindina nema þeir séu tilbúnir að tapa öllu ef illa fer.
Sköpum verðmæti og drögum úr flækjum – ekki öfugt
Aðgengilegar, samræmdar og skýrar leikreglur á Evrópskum fjármálamarkaði eru forsenda fyrir auknum vexti og framleiðni. Þrátt fyrir að mikið hafi verið sagt þá hefur í dag einungis 11% tillagna úr Draghi-skýrslunni verið hrint í framkvæmd. Mögulega meira talað en gert?
Framvirk gjaldeyrisstaða fjárfesta tók stökk þegar gengi krónunnar veiktist
Fjárfestar og fyrirtæki fóru að bæta verulega í framvirka gjaldeyrisstöðu sína núna seint á haustmánuðum samtímis því að gengi krónunnar fór loksins að gefa nokkuð eftir. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi á nýjan leik aukið umsvif sín á gjaldeyrismarkaði á síðustu mánuðum er útlit fyrir að heildarkaup ársins verði aðeins í líkingu við það sem þekktist á tímum faraldursins.
Lykilatriði að efla skuldabréfamarkaðinn til að ná niður vöxtum á íbúðalánum
Ef það á að takast að ná niður vaxtakjörum á íbúðalánum á Íslandi er „lykilatriði“ að auka aðgengi almennings að skuldabréfamarkaði, sem er núna nánast einokaður af lífeyrissjóðum, og þannig skapa forsendur fyrir því að hægt sé að bjóða upp á langtímafjármögnun, samkvæmt nýrri greiningu. Hlutur einstaklinga á skuldabréfamarkaði er hverfandi, sem er meðal annars afleiðings íþyngjandi regluverks, en þeir beina fjármagni sínu fremur í innlán vegna skorts á öðrum áhættulitlum fjárfestingarkostum.
Markaðsvextir rjúka upp þegar verðbólgan mældist vel yfir spám
Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur rokið upp í morgun eftir að nýjar verðbólgutölur sýndu að hún hækkaði langt umfram spár greinenda og mælist núna 4,5 prósent. Tólf mánaða verðbólgan er komin á nánast sama stað og hún var í byrjun ársins.
Minnkar vægi erlendra hlutabréfa og býst við „mun minni uppskeru“ vestanhafs
Ólíkt öðrum stærstu lífeyrissjóðum landsins þá hefur Birta sett sér það markmið fyrir komandi ár að minnka áfram vægi erlendra hlutabréfa í eignasafninu. Stjórnendur sjóðsins benda á að með hliðsjón af efnahagshorfum og verðlagningu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum, einkum í Bandaríkjunum, þá ættu fjárfestar að „vonast eftir hinu besta en undirbúa sig fyrir eitthvað minna.“
Vogunarsjóðirnir sem eru með stærstu skortstöðurnar í bréfum Alvotech
Tveir erlendir vogunarsjóðir eru með hvað stærstu hreinu skortstöðurnar í hlutabréfum Alvotech, sem hafa hríðfallið í verði undanfarnar vikur og mánuði, og er samanlagt umfang þeirra sem nemur meira en einu prósenti af útgefnu hlutafé líftæknilyfjafélagsins.
Lengsta sjálfsvígsbréf í sögu Bandaríkjanna
Ef þær hugmyndir sem birtast í nýútkominni þjóðaröryggisstefnu verða lagðar til grundvallar raunverulegri stefnumótun mun áhrifavald Bandaríkjanna í heiminum dvína hratt og geta landsins til að verja sig sjálft og bandamenn sína minnka verulega. Afleiðingarnar verða bæði pólitískar og efnahagslegar – og þær munu snerta alla Bandaríkjamenn.
Síminn klárar kaup á OK og Öryggismiðstöðinni fyrir nærri fjórtán milljarða
Með kaupum Símans á öllu hlutafé í Opnum Kerfum og Öryggismiðstöð Íslands, sem eru að stórum hluta bæði í eigu framtakssjóðs í rekstri VEX, þá er áætlað að árlegur rekstrarhagnaður Símans muni aukast um 2,3 milljarða þegar samlegðaráhrifin vegna viðskiptanna eru að fullu komin fram. Seljendur félaganna munu meðal annars fá greitt með sem nemur fimmtán prósenta hlut í Símanum en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað lítillega eftir tilkynninguna.
Viðbótarlífeyrissparnaður og kostnaður við hann
Einhver besti sparnaður sem völ er á er viðbótarlífeyrissparnaðurinn. Það skiptir hins vegar máli hvernig hann er ávaxtaður og þar er kostnaðurinn lykilatriði.
Einkafjárfestarnir sem vilja leiða Heiðar til forystu í stjórn Íslandsbanka
Heiðar Guðjónsson, sem fer fyrir hópi sem telur á annan tug einkafjárfesta, hélt áfram að stækka stöðu sína í Íslandsbanka nokkrum dögum áður en hann fór fram á að boðað yrði til hluthafafundar þar sem hann ætlar að sækjast eftir stjórnarformennsku núna þegar félagið er í samrunaviðræðum við Skaga. Þótt beinn stuðningur við Heiðar komi einkum úr röðum umsvifameiri einkafjárfesta, sumir hverjir sem tengjast honum nánum böndum eins og Andri Sveinsson, þá eru einnig ýmsir lífeyrissjóðir sagðir áfram um að hann geri sig gildandi í stjórn bankans.
Framvinda fimm kerfislægra breytinga gæti umbreytt heimshagkerfinu
Vaxandi óstöðugleiki og öflug lýðfræðileg, tæknileg og fjárhagsleg öfl stýra heimshagkerfinu í átt að meiri óvissu. Þeir sem undirbúa sig best verða þeir sem bera kennsl á áhættuna snemma og aðlaga sig í samræmi við það.
„Mikil umframeftirspurn“ þegar Alvotech seldi breytanleg bréf fyrir 14 milljarða
Alvotech hefur gengið frá sölu á breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð rúmlega 100 milljónir dala, sem kemur til nú þegar ljóst er að seinkun verður á sölu nýrra lyfja félagsins á Bandaríkjamarkað, til hóps um tuttugu alþjóðlegra fjárfesta en „mikil“ umframeftirspurn var sögð vera í útboðinu. Til að verjast markaðsáhættu lánar dótturfélag Alvotech kaupendum bréfanna jafnframt almenn hlutabréf í líftæknilyfjafélaginu sem selja þau síðan með tíu prósenta „afslætti“ miðað við dagslokagengið í gær.
Bölvun Trumps 2.0
Kjarni málsins er sá að annað kjörtímabil Trumps er æfing í pólitískri óskhyggju. Í þetta sinn ætlar hann ekki að láta lögfræðilegar athugasemdir eða eigin fyrri gjörðir standa í vegi. Listinn yfir öfgastefnur sem hann ræddi á fyrra kjörtímabili en hefur fyrst nú framfylgt er langur.
Sjóðir Stefnis stækka hratt stöðu sína í Skaga
Hlutabréfaverð Skaga hefur fallið um liðlega fimmtán prósent frá því að hópur fjárfesta, leiddur af Heiðari Guðjónssyni, fór fram á það í byrjun síðustu viku að efnt yrði til stjórnarkjörs hjá Íslandsbanka en fjármálafyrirtækin tvö eiga í formlegum samrunaviðræðum. Hlutabréfasjóðir Stefnis hafa bætt talsvert við stöðu sína í Skaga í þessum mánuði og stærsti einkafjárfestirinn hefur síðustu daga einnig haldið áfram að kaupa í félaginu.
Síminn að ganga frá kaupum á öllu hlutafé Opinna Kerfa
Stjórnendur Símans halda áfram að leita tækifæra til frekari vaxtar samstæðunnar og eru núna langt komnir með að ganga frá kaupum á upplýsingatæknifyrirtækinu Opnum Kerfum sem er að meirihluta í eigu framtakssjóðs hjá VEX.