Samgönguslys

Fréttamynd

Hafi mögu­lega reynt að lenda á ísi­lögðu vatninu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að flugmaður vélar TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni í febrúar 2022, hafi annað hvort reynt að fljúga í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda vélinni þar en ísinn ekki borið þunga hennar. Þannig hafi vélin hafnað í vatninu.

Innlent
Fréttamynd

„Lífið heldur á­fram eftir svona á­fall“

Líf Gíslunnar Hilmarsdóttur breyttist í einni svipan í júní árið 2017 þegar hún lenti í alvarlegu umferðarlysi á Norðurlandsvegi í Öxnadal. Slysvaldurinn, kona á níræðisaldri, lét lífið í kjölfarið. Líkamleg eftirköst Gíslunnar voru slík að hún var metin sem öryrki. Hún hefur þó aldrei borið kala til konunnar sem varð valdur að slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Langt í að þeir nái sér að fullu

Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Tveir létust í banaslysi í Eyja­firði

Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

Skemmti­ferða­skip um tíu metrum frá strandi við Við­ey

Litlu mátti muna að illa færi þegar skemmtiferðarskip lagði úr Sundahöfn í Reykjavík 26. maí árið 2023. Mikill vindhraði gerði það að verkum að stjórnendur misstu stjórn á skipinu. Um er að ræða skipið Norweigian Prima, sem siglir undir flaggi Bahamaeyja. Skipið er 140.000 tonn og um 300 metrar á lengd.

Innlent
Fréttamynd

Kín­versk ferða­skrif­stofa mátti sín lítils gegn TM

Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar.

Innlent
Fréttamynd

Tvö flutt á slysa­deild eftir bílveltu

Bílvelta varð við Reykjanesbraut í morgun við húsnæði Fyrstu Baptista kirkjunnar við Fitjar í Njarðvík. Við að Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um slysið klukkan 05:38. 

Innlent
Fréttamynd

Áttaði sig ekki á at­vikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna

Gangandi vegfarandi lést eftir umferðarslys á Akureyri í ágúst 2022. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt skýrslu um atvikið, en þar segir að megin ástæða slyssins hafi verið sú að ökumaðurinn hafi ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda, sem átti forgang. Þó er tekið fram að orsakir slyssins hafi verið fleiri, og að mögulega væri bíllinn sem ekið var á manninn þannig hannaður að illa hafi mátt sjá vegfarandann.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur í Ártúnsbrekkunni

Árekstur varð ofarlega í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en um minniháttar meiðsli er að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur á Siglufjarðarvegi

Tveir bílar rákust saman úr gagnstæðri átt á Siglufjarðarvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki voru alvarleg slys á fólki en bílarnir eru illa farnir.

Innlent
Fréttamynd

For­stjóri Boeing lætur af störfum fyrir árs­lok

Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Á­rekstur við Kapla­krika

Árekstur tveggja bíla var á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði á níunda tímanum í kvöld. Engin alvarleg slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Var í símanum undir stýri og fær kaskótryggingar ekki endur­greiddar

Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að endurgreiða manni kaskótryggingar, sem félagið hafði endurkrafið manninn um í kjölfar umferðarslyss sem hann olli. Maðurinn hafði ekið aftan á röð bifreiða á Reykjanesbraut á meðan hann var í símanum undir stýri og urðu fjórir bílar fyrir skemmdum. 

Innlent
Fréttamynd

Mótorhjólaslys í Heið­mörk

Mótorhjólaslys varð í Heiðmörk í kvöld. Þetta staðfestir Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Innlent