Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Tekur sér leyfi en sver af sér á­sakanirnar

Sturla B. Johnsen, heimilislæknir og einn eigandi Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og félagsins Heilsuverndar, sver af sér ásakanir sem birtust í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu í síðustu viku. Hann segist aldrei hafa brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi.

Innlent
Fréttamynd

Upp­rætum kyn­ferðis­of­beldi og kyn­bundið of­beldi

Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert pláss fyrir of­beldi þegar stærsta ferða­helgi ársins fer fram

Það styttist í eina stærstu ferðahelgi ársins eftir rúm tvö ár af kórónuveirufaraldri. Eyjamenn eru byrjaðir að undirbúa sig en verða þó án forvarnarhópsins Bleika fílsins í ár. Þess í stað verður þjóðhátíð hluti af átaki lögreglu og Neyðarlínunnar, og er sömu sögu að segja víðar á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Druslu­gangan haldin á ný

Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00.

Skoðun
Fréttamynd

Að gangast við hinu ósanna - leiðin til ábyrgðar?

„Af hverju að skrifa núna?“ „Til hvers að segja frá og leiðrétta?“ „Nú þegar rykið er sest og umræðan fallin í gleymsku.“ Þetta sagði ég þegar ég var hvattur til að stíga fram og nota röddina sem við öll höfum. Svarið er þó ekki flókið. Á meðan árasir, ofbeldi, sögusagnir og lygar grassera í minn garð fæ ég ekki rými til að halda áfram með líf mitt. Og hingað erum við komin.

Skoðun
Fréttamynd

Gishlaine Maxwell áfrýjar fangelsisdómnum

Gishlaine Maxwell, sem var nýverið dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa aðstoðað Jeffrey Epstein, þáverandi kærasta sinn, við að finna og tæla unglingsstúlkur, hefur áfrýjað úrskurðinum. Bobbi Sternheim, lögmaður Maxwells, lagði fram ákæruna í dag.

Erlent
Fréttamynd

Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar

Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun.

Erlent
Fréttamynd

Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum

Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Biðst af­sökunar á að hafa brugðist þol­endum

Vítalía Lazareva segist hafa brugðist öðrum þolendum í Twitter-færslu í kvöld. Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson hafa kært hana og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins.

Innlent
Fréttamynd

R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi

Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt.

Erlent
Fréttamynd

Ghisla­ine Maxwell dæmd í tuttugu ára fangelsi

Ghislaine Maxwell var rétt í þessu dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa aðstoðað þáverandi kærasta sinn, Jeffrey Epstein, við að finna og tæla unglingsstúlkur. Fórnarlömb Epstein og Maxwell voru meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Segir Vítalíu ekki hafa kært þre­menningana

Lögmaður Þórðar Más Jóhannessonar, eins þeirra sem Vítalía Lazareva hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér, segir að engin kæra liggi fyrir í málinu, þvert á yfirlýsingar Vítalíu. Þeir þrír sem Vítalía sakaði um að hafa brotið gegn henni í sumarbústað í október 2020 hafa nú kært Vítalíu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. 

Innlent
Fréttamynd

Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi

Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast.

Erlent