Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 12:13 Tim Ballard nýtur mikillar frægðar þessa dagana vegna kvikmyndarinnar Sound of Freedom. Spear Fund Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð. Þetta kemur fram í frétt Vice, sem hefur lengi fjallað um Ballard og Operation Underground Railroad. Samkvæmt heimildum Vice sneri rannsóknin að hegðun Ballard í garð minnst sjö kvenna. Þessar konur tóku þátt í verkefnum sem munu hafa snúið að því að bjarga börnum úr ánauð en Ballard á að hafa sagt konunum að hegða sér eins og þær væru giftar honum. Þá á hann að hafa þvingað konurnar til að sofa í sama rúmi og hann til að fara í sturtu með honum, til að plata þrælahaldara. Vice segir hann einnig hafa sent minnst einni konu mynd af sér á nærfötunum og spurt aðra „hversu langt hún myndi ganga“ til að bjarga börnum. Talið er að hann hafi áreitt fleiri konur, þar sem þessar sjö voru starfsmenn OUR. Hann er einnig sagður hafa hagað sér með sama hætti við sjálfboðaliða samtakanna. Talsmaður OUR sagði í svari við fyrirspurn VICE að Ballard hefði hætt hjá samtökunum í júní og kæmi ekki lengur að þeim með nokkrum hætti. Hann sagði að kynferðisleg áreitni væri ekki liðin innan samtakanna og að utanaðkomandi lögfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka allar ásakanir. Hann sagði einnig að forsvarsmenn OUR væru sannfærðir um að samtökin yrðu áfram leiðandi á sviði þess að berjast gegn kynlífsþrælkun barna. Eftir að Ballard hætti hjá OUR stofnaði hann ný samtök sem heita The Spear fund og hann ætlar að nota að berjast gegn kynlífsþrælkun. Ballard er einnig talinn líklegur til að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Mitt Romney, núverandi öldungadeildarþingmaður frá Utah, er að hætta eftir þetta kjörtímabil og verður kosið um hver tekur við honum í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Fregnir hafa þó borist af því að Ballard eigi í deilum við æðstu menn Mormónakirkjunnar í Uhah. Ballard er sagður hafa notað nafn M. Russell Ballard, eins æðsta manns kirkjunnar, við viðskipti sín. Mennirnir eru ekkert skyldir, þó þeir beri sama eftirnafnið. Í yfirlýsingu sem á að vera frá talsmanni mormónakirkjunnar segir að Tim Balldard og M. Russell Ballard hafi verið vinir en sá fyrrnefndi hafi svikið þann vinskap, með því að nota nafn þess síðarnefnda í hagnaðartilgangi og við „óásættanlega hegðun“. Því hafi M. Russell Balldard slitið öll tengsl við Tim Ballard. Tim Ballard sendi þó frá sér yfirlýsingu í gær, í gegnum Spear Fund, þar sem hann segir „illa barnaníðinga“ og bandamenn þeirra innan opinbera geirans, fjölmiðla og fyrirtækja, ljúga um sig og reyna að eyðileggja orðspor sitt. Tengdi hann þessar fregnir við mögulegt framboð hans til öldungadeildarinnar. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Vice, sem hefur lengi fjallað um Ballard og Operation Underground Railroad. Samkvæmt heimildum Vice sneri rannsóknin að hegðun Ballard í garð minnst sjö kvenna. Þessar konur tóku þátt í verkefnum sem munu hafa snúið að því að bjarga börnum úr ánauð en Ballard á að hafa sagt konunum að hegða sér eins og þær væru giftar honum. Þá á hann að hafa þvingað konurnar til að sofa í sama rúmi og hann til að fara í sturtu með honum, til að plata þrælahaldara. Vice segir hann einnig hafa sent minnst einni konu mynd af sér á nærfötunum og spurt aðra „hversu langt hún myndi ganga“ til að bjarga börnum. Talið er að hann hafi áreitt fleiri konur, þar sem þessar sjö voru starfsmenn OUR. Hann er einnig sagður hafa hagað sér með sama hætti við sjálfboðaliða samtakanna. Talsmaður OUR sagði í svari við fyrirspurn VICE að Ballard hefði hætt hjá samtökunum í júní og kæmi ekki lengur að þeim með nokkrum hætti. Hann sagði að kynferðisleg áreitni væri ekki liðin innan samtakanna og að utanaðkomandi lögfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka allar ásakanir. Hann sagði einnig að forsvarsmenn OUR væru sannfærðir um að samtökin yrðu áfram leiðandi á sviði þess að berjast gegn kynlífsþrælkun barna. Eftir að Ballard hætti hjá OUR stofnaði hann ný samtök sem heita The Spear fund og hann ætlar að nota að berjast gegn kynlífsþrælkun. Ballard er einnig talinn líklegur til að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Mitt Romney, núverandi öldungadeildarþingmaður frá Utah, er að hætta eftir þetta kjörtímabil og verður kosið um hver tekur við honum í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Fregnir hafa þó borist af því að Ballard eigi í deilum við æðstu menn Mormónakirkjunnar í Uhah. Ballard er sagður hafa notað nafn M. Russell Ballard, eins æðsta manns kirkjunnar, við viðskipti sín. Mennirnir eru ekkert skyldir, þó þeir beri sama eftirnafnið. Í yfirlýsingu sem á að vera frá talsmanni mormónakirkjunnar segir að Tim Balldard og M. Russell Ballard hafi verið vinir en sá fyrrnefndi hafi svikið þann vinskap, með því að nota nafn þess síðarnefnda í hagnaðartilgangi og við „óásættanlega hegðun“. Því hafi M. Russell Balldard slitið öll tengsl við Tim Ballard. Tim Ballard sendi þó frá sér yfirlýsingu í gær, í gegnum Spear Fund, þar sem hann segir „illa barnaníðinga“ og bandamenn þeirra innan opinbera geirans, fjölmiðla og fyrirtækja, ljúga um sig og reyna að eyðileggja orðspor sitt. Tengdi hann þessar fregnir við mögulegt framboð hans til öldungadeildarinnar.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25