Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 12:13 Tim Ballard nýtur mikillar frægðar þessa dagana vegna kvikmyndarinnar Sound of Freedom. Spear Fund Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð. Þetta kemur fram í frétt Vice, sem hefur lengi fjallað um Ballard og Operation Underground Railroad. Samkvæmt heimildum Vice sneri rannsóknin að hegðun Ballard í garð minnst sjö kvenna. Þessar konur tóku þátt í verkefnum sem munu hafa snúið að því að bjarga börnum úr ánauð en Ballard á að hafa sagt konunum að hegða sér eins og þær væru giftar honum. Þá á hann að hafa þvingað konurnar til að sofa í sama rúmi og hann til að fara í sturtu með honum, til að plata þrælahaldara. Vice segir hann einnig hafa sent minnst einni konu mynd af sér á nærfötunum og spurt aðra „hversu langt hún myndi ganga“ til að bjarga börnum. Talið er að hann hafi áreitt fleiri konur, þar sem þessar sjö voru starfsmenn OUR. Hann er einnig sagður hafa hagað sér með sama hætti við sjálfboðaliða samtakanna. Talsmaður OUR sagði í svari við fyrirspurn VICE að Ballard hefði hætt hjá samtökunum í júní og kæmi ekki lengur að þeim með nokkrum hætti. Hann sagði að kynferðisleg áreitni væri ekki liðin innan samtakanna og að utanaðkomandi lögfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka allar ásakanir. Hann sagði einnig að forsvarsmenn OUR væru sannfærðir um að samtökin yrðu áfram leiðandi á sviði þess að berjast gegn kynlífsþrælkun barna. Eftir að Ballard hætti hjá OUR stofnaði hann ný samtök sem heita The Spear fund og hann ætlar að nota að berjast gegn kynlífsþrælkun. Ballard er einnig talinn líklegur til að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Mitt Romney, núverandi öldungadeildarþingmaður frá Utah, er að hætta eftir þetta kjörtímabil og verður kosið um hver tekur við honum í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Fregnir hafa þó borist af því að Ballard eigi í deilum við æðstu menn Mormónakirkjunnar í Uhah. Ballard er sagður hafa notað nafn M. Russell Ballard, eins æðsta manns kirkjunnar, við viðskipti sín. Mennirnir eru ekkert skyldir, þó þeir beri sama eftirnafnið. Í yfirlýsingu sem á að vera frá talsmanni mormónakirkjunnar segir að Tim Balldard og M. Russell Ballard hafi verið vinir en sá fyrrnefndi hafi svikið þann vinskap, með því að nota nafn þess síðarnefnda í hagnaðartilgangi og við „óásættanlega hegðun“. Því hafi M. Russell Balldard slitið öll tengsl við Tim Ballard. Tim Ballard sendi þó frá sér yfirlýsingu í gær, í gegnum Spear Fund, þar sem hann segir „illa barnaníðinga“ og bandamenn þeirra innan opinbera geirans, fjölmiðla og fyrirtækja, ljúga um sig og reyna að eyðileggja orðspor sitt. Tengdi hann þessar fregnir við mögulegt framboð hans til öldungadeildarinnar. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Vice, sem hefur lengi fjallað um Ballard og Operation Underground Railroad. Samkvæmt heimildum Vice sneri rannsóknin að hegðun Ballard í garð minnst sjö kvenna. Þessar konur tóku þátt í verkefnum sem munu hafa snúið að því að bjarga börnum úr ánauð en Ballard á að hafa sagt konunum að hegða sér eins og þær væru giftar honum. Þá á hann að hafa þvingað konurnar til að sofa í sama rúmi og hann til að fara í sturtu með honum, til að plata þrælahaldara. Vice segir hann einnig hafa sent minnst einni konu mynd af sér á nærfötunum og spurt aðra „hversu langt hún myndi ganga“ til að bjarga börnum. Talið er að hann hafi áreitt fleiri konur, þar sem þessar sjö voru starfsmenn OUR. Hann er einnig sagður hafa hagað sér með sama hætti við sjálfboðaliða samtakanna. Talsmaður OUR sagði í svari við fyrirspurn VICE að Ballard hefði hætt hjá samtökunum í júní og kæmi ekki lengur að þeim með nokkrum hætti. Hann sagði að kynferðisleg áreitni væri ekki liðin innan samtakanna og að utanaðkomandi lögfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka allar ásakanir. Hann sagði einnig að forsvarsmenn OUR væru sannfærðir um að samtökin yrðu áfram leiðandi á sviði þess að berjast gegn kynlífsþrælkun barna. Eftir að Ballard hætti hjá OUR stofnaði hann ný samtök sem heita The Spear fund og hann ætlar að nota að berjast gegn kynlífsþrælkun. Ballard er einnig talinn líklegur til að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Mitt Romney, núverandi öldungadeildarþingmaður frá Utah, er að hætta eftir þetta kjörtímabil og verður kosið um hver tekur við honum í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Fregnir hafa þó borist af því að Ballard eigi í deilum við æðstu menn Mormónakirkjunnar í Uhah. Ballard er sagður hafa notað nafn M. Russell Ballard, eins æðsta manns kirkjunnar, við viðskipti sín. Mennirnir eru ekkert skyldir, þó þeir beri sama eftirnafnið. Í yfirlýsingu sem á að vera frá talsmanni mormónakirkjunnar segir að Tim Balldard og M. Russell Ballard hafi verið vinir en sá fyrrnefndi hafi svikið þann vinskap, með því að nota nafn þess síðarnefnda í hagnaðartilgangi og við „óásættanlega hegðun“. Því hafi M. Russell Balldard slitið öll tengsl við Tim Ballard. Tim Ballard sendi þó frá sér yfirlýsingu í gær, í gegnum Spear Fund, þar sem hann segir „illa barnaníðinga“ og bandamenn þeirra innan opinbera geirans, fjölmiðla og fyrirtækja, ljúga um sig og reyna að eyðileggja orðspor sitt. Tengdi hann þessar fregnir við mögulegt framboð hans til öldungadeildarinnar.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25