Braut á bestu vinkonu sinni meðan hún svaf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2023 10:58 Dómurinn féll þann 11. september í Héraðsdómi Reykjaness, tuttugu mánuðum eftir að brotið var kært til lögreglu. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á bestu vinkonu sinni í lok desember árið 2021. Karlmaðurinn „puttaði“ konuna og sleikti á henni kynfærin á meðan hún lá sofandi í sófanum og varð einskis vör vegna ölvunar og svefndrunga. Karlinn og konan voru bestu vinir í partýi í heimahúsi með tveimur til viðbótar. Þrjú þeirra sofnuðu á tungusófa þegar langt var liðið á nóttina. Vinkona þeirra varð vitni að því að karlmaðurinn var að putta brotaþola í málinu og spurði hann hvort hann vissi hvað hann væri að gera. Vísaði hún honum í framhaldinu úr húsi. Brotaþoli vaknaði og vissi ekkert hvað gengið hefði á. Í framhaldi krafði hún manninn um skýringar og voru þau meðal annars í miklum SMS-samskiptum. „Þetta er fokking messed up hvað ég gerði við fokking bestu vinkonu mína þess vegna er ég að leita mér hjálpar,“ sagði í einum skilaboðunum. Hann hafi vísað til þess að hafa puttað hana og „næstum riðið“ henni. Hún hafi bent honum á að það kallist nauðgun og fengið svarið: „og þetta var án leyfis auðvitað sé ég eftir þessu öllu“. Hann hafi sagt að hann hafi verið að þessu í 20-30 mínútur. Meðal gagna lögreglu eru 185 SMS skilaboð á milli þeirra næstu daga. Þar neitar hann að hafa nauðgað vinkonu sinni. Hún hafi gefið honum undir fótinn þar sem þau lágu á sófanum og hann svo hætt öllu saman þegar hún hafi sofnað. Héraðsdómur taldi framburð konunnar trúverðugan á meðan framburður karlmannsins tók breytingum. Þá studdi vitnisburður vinkonunnar sem var á svæðinu frásögn konunnar. Héraðsdómur tók tillit til þess að karlmaðurinn á ekki afbrotasögu. Hins vegar leit dómurinn einnig til alvarleika brotsins og taldi ekki tilefni til að skilorðsbinda hann. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar og því trausti sem hún bar til hans á grundvelli vináttu þeirra. Var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Karlinn og konan voru bestu vinir í partýi í heimahúsi með tveimur til viðbótar. Þrjú þeirra sofnuðu á tungusófa þegar langt var liðið á nóttina. Vinkona þeirra varð vitni að því að karlmaðurinn var að putta brotaþola í málinu og spurði hann hvort hann vissi hvað hann væri að gera. Vísaði hún honum í framhaldinu úr húsi. Brotaþoli vaknaði og vissi ekkert hvað gengið hefði á. Í framhaldi krafði hún manninn um skýringar og voru þau meðal annars í miklum SMS-samskiptum. „Þetta er fokking messed up hvað ég gerði við fokking bestu vinkonu mína þess vegna er ég að leita mér hjálpar,“ sagði í einum skilaboðunum. Hann hafi vísað til þess að hafa puttað hana og „næstum riðið“ henni. Hún hafi bent honum á að það kallist nauðgun og fengið svarið: „og þetta var án leyfis auðvitað sé ég eftir þessu öllu“. Hann hafi sagt að hann hafi verið að þessu í 20-30 mínútur. Meðal gagna lögreglu eru 185 SMS skilaboð á milli þeirra næstu daga. Þar neitar hann að hafa nauðgað vinkonu sinni. Hún hafi gefið honum undir fótinn þar sem þau lágu á sófanum og hann svo hætt öllu saman þegar hún hafi sofnað. Héraðsdómur taldi framburð konunnar trúverðugan á meðan framburður karlmannsins tók breytingum. Þá studdi vitnisburður vinkonunnar sem var á svæðinu frásögn konunnar. Héraðsdómur tók tillit til þess að karlmaðurinn á ekki afbrotasögu. Hins vegar leit dómurinn einnig til alvarleika brotsins og taldi ekki tilefni til að skilorðsbinda hann. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar og því trausti sem hún bar til hans á grundvelli vináttu þeirra. Var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira