Árborg

Fréttamynd

Göngum lengra í lofts­lags­málum í Ár­borg

Íslendingar hafa sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Ýmsar efasemdaraddir eru á lofti um að það náist og telja það jafnvel óraunhæft markmið. Flestir eru þó orðnir sammála um að nú þurfi allir að leggjast á eitt til að uppfylla markmiðið og við náum að hægja á þessum hröðu loftslagsbreytingum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvort viltu eignast börn eða vinna?

Þetta eru ekki valkostir sem nokkur manneskja ætti að þurfa að velja á milli. Því miður er samt staðan þannig allt of víða í heiminum. Jafnvel á vesturlöndum svarar það víðast hvar ekki kostnaði fyrir foreldra að vera bæði útivinnandi áður en barnið fer í grunnskóla. Leikskólagjöld eru einfaldlega of há eða þjónustan ekki nóg aðgengileg.

Skoðun
Fréttamynd

Yfirlýsing formanns bæjarráðs í Sveitarfélaginu Árborg

Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ lét þau ummæli falla í Dagmálum Morgunblaðsins í gær að: „Allt væri á húrrandi hausnum í Árborg“. Í kjölfarið tók Morgunblaðið ummælin og notaði sem fyrirsögn á frétt. 

Skoðun
Fréttamynd

Margrét 83 ára á Selfossi leikur Bjarna durt

„Það er bara mjög gott og það klæðir mig bara virkilega vel að heita Bjarni og leika durt“, segir Margrét Óskarsdóttir, 83 ára leikari á Selfossi. Hún og félagar henni eru að æfa leikritið „Maður í mislitum sokkum“ sem sýnt verður í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Farsæld Árborgar

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi nú um áramót, farsældar lögin svokölluðu. Þau hafa það að markmiði að börn og fjölskyldur þeirra hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Skoðun
Fréttamynd

Ertu klikk?

Á síðustu árum hefur almenn umræða um andlega heilsu aukist og er það ekki að ástæðulausu. Lengi voru geðheilbrigðismál feimnismál og fólk sem var veikt á geði upplifði skömm. Vinstri græn í Árborg vilja stórauka fræðslu og forvarnir um geðheilbrigði í skólum sveitarfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Syndir í gegnum vandamálin

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Líf­æð fyrir heil­brigðis­þjónustu úti á lands­byggðinni

Mikil aukning hefur verið í fjölda sjúkraflutninga síðastliðinn áratug. Lítilsháttar fækkun átti sér þó stað á síðasta ári, sem er skiljanlegt þegar litið er til fækkunar á ferðamönnum í heimsfaraldrinum sem einkennt hefur líf okkar síðan í upphafi árs 2020.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt skipulag vegna samfélagsraskana í Árborg

Sveitarfélagið Árborg hefur tekið í gagnið nýtt skipulag vegna samfélagsraskana, sem gætu orðið, t.d. af völdum jarðskjálfta, eldgosa, flóði í Ölfusá, stórra bruna eða hryðjuverkaárásar.

Innlent
Fréttamynd

„Það er allt á hvolfi alls staðar hérna“

Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið hratt á síðustu fimm árum og hefur íbúum fjölgað um nær þriðjung á þessum tíma. Vaxtarverkir hafa fylgt þessu og því er frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninganna uppbygging á innviðum ofarlega í huga.

Innlent
Fréttamynd

Þátt­töku- og í­búa­lýð­ræði

Við hjá Áfram Árborg leggjum mikla áherslu á íbúalýðræði, virkt samtal og samráð við alla íbúa sveitarfélagsins. Lýðræði snýst um svo miklu meira en að kjósa fulltrúa á 4ja ára fresti. Virkt þátttöku- og íbúalýðræði er stöðugt samtal við íbúa í gegnum íbúafundi, íbúakosningar og einkasamtöl.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa fundað inni á klósetti vegna aðstöðuleysis

Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Deildarstjóri segir ástandið reyna á alla og að óvissa sé varðandi skólahaldið í haust.

Innlent
Fréttamynd

Eldri í­búar, eldri Ár-borgarar!

Þegar einstaklingur fagnar 67 aldursárum telst hann formlega til hóps ,,eldri borgara.” Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og það er langt frá því að einstaklingur falli sjálfkrafa inn í einsleitan hóp sem allir hafa sömu þarfir bara við það eitt að verða 67 ára.

Skoðun
Fréttamynd

Nemendagarðar

Árborg er framtíð námsmanna. Hér eigum við að geta skapað nærandi og hvetjandi umhverfi fyrir námsmenn á öllum skólastigum en hér verður horft til framhaldsskóla og háskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi

Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein.

Innlent
Fréttamynd

Velferðarþjónustan og samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Á árinu 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, gjarnan kölluð farsældarlögin, samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að tryggja að börn og foreldrar sem þurfa á stuðningi að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana og eru farsældarlögin afrakstur gríðarlega mikillar samstilltrar vinnu margra aðila og stofnana.

Skoðun
Fréttamynd

Er heita vatnið hjá Selfossveitum að klárast?

Stutta svarið við spurningunni er nei. Þó svo svarið við spurningunni sé nei, að þá er nú reynt að skapa hávaðaumræðu um stöðu orkuöflunar Selfossveitna og framboð á heitu vatni sem er í engum takti við raunveruleikann

Skoðun