Dagleg rútína að hefjast Bragi Bjarnason skrifar 30. ágúst 2023 10:31 Það hefur sannarlega verið líf og fjör í Sveitarfélaginu Árborg í sumar þar sem bæjarhátíðir, íþróttamót og aðrir viðburðir hafa verið um nánast hverja helgi fyrir okkur íbúa og gesti að njóta. Hin daglega rútína brestur síðan á nú þegar skólarnir hefjast með tilheyrandi viðbótartraffík á morgnana þegar allir þurfa að komast á sína staði. Það er einhver sjarmi við þennan tíma sem erfitt er að festa fingur á, kannski er það bara að við mannfólkið viljum flest í raun hafa ákveðna rútínu á hlutunum. Ég minni líka ökumenn á að gæta sín og taka tillit til gangandi vegfarenda, ekki síst okkar yngstu samborgara sem nú ganga til mennta. Umhverfið okkar í sumar Það má með sanni segja að þetta sumar hafi verið tvískipt. Eftir blauta og kalda mánuði kom sumarið með hvelli í júlí og varla sér fyrir endann á blíðunni sem hefur haft veruleg áhrif á allan gróður. Færri umsóknir um sumarstörf, verkföll, mikið viðhald á tækjum og skerðing vinnuskóla gerði vinnu umhverfisdeildar sveitarfélagsins erfitt fyrir í sumar en engu að síður hafa starfsmenn umhverfisdeildar unnið frábært starf við að halda flestum svæðum í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins vel hirtum, komið niður sumarblómum og skreytingum svo eftir er tekið. Það viðurkennist þó, án þess að á nokkurn sé hallað, að ekki tókst að halda áætlun um snyrtingu á öllum götum og svæðum eins og vonir stóðu til. Vil ég því þakka öllum þeim íbúum sem hafa af mikilli ósérhlífni tekið sig til og snyrt sitt nánasta umhverfi í sumar. Það er bæði gleðilegt og þakkarvert að sjá og heyra af því hvernig íbúar taka til hendinni og leggja fram aðstoð sína við að halda umhverfinu snyrtilegu. Breyttur opnunartími sundlauga Árborgar Sveitarfélagið hefur undanfarna mánuði staðið í erfiðum aðgerðum til hagræðingar í rekstri. Það hefur m.a. falið í sér skerðingu á þjónustu, frestun framkvæmda og því miður, uppsögnum starfsmanna. Markmið þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í er m.a. að lækka rekstrarkostnaðinn sem hefur vaxið of mikið undanfarin ár í hlutfalli við tekjur. Meðal þeirra þjónustuþátta sem verður fyrir skerðingu eru sundlaugarnar okkar og þrátt fyrir að rekstur þeirra sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga, telja flestir þær mikilvægan hluta af daglegu lífi samfélagsins. Undirritaður er í þeim hópi. Það er ekki sjálfsögð eða einföld aðgerð að skerða opnunartíma stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins en nauðsynleg við núverandi aðstæður. Þannig mun breyting á opnunartíma sundlauganna skila sparnaði upp á um 50 milljónir króna á ári, þar af um 20 milljónum vegna sundlaugarinnar á Stokkseyri og 30 milljónum í heildina í Sundhöll Selfoss. Það er langt því frá stefna okkar í bæjarstjórn að skerða framboð til heilsueflingar fólks og helst vildi undirritaður geta bætt í fremur en dregið úr. Aðstæður á þessum tímapunkti knýja okkur því miður til þeirra aðgerða. Það er mín einlæga trú og markmið að hægt verði að auka opnunartímann aftur í báðum sundlaugum fyrr en seinna enda tel ég að við séum öll sammála um að gott aðgengi að sundlaugum landsins sé til hagsbóta fyrir samfélagið. Að lokum hvet ég okkur öll til að líta björtum augum til haustsins og njóta útivistar sem kostur er í okkar fallega umhverfi. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur sannarlega verið líf og fjör í Sveitarfélaginu Árborg í sumar þar sem bæjarhátíðir, íþróttamót og aðrir viðburðir hafa verið um nánast hverja helgi fyrir okkur íbúa og gesti að njóta. Hin daglega rútína brestur síðan á nú þegar skólarnir hefjast með tilheyrandi viðbótartraffík á morgnana þegar allir þurfa að komast á sína staði. Það er einhver sjarmi við þennan tíma sem erfitt er að festa fingur á, kannski er það bara að við mannfólkið viljum flest í raun hafa ákveðna rútínu á hlutunum. Ég minni líka ökumenn á að gæta sín og taka tillit til gangandi vegfarenda, ekki síst okkar yngstu samborgara sem nú ganga til mennta. Umhverfið okkar í sumar Það má með sanni segja að þetta sumar hafi verið tvískipt. Eftir blauta og kalda mánuði kom sumarið með hvelli í júlí og varla sér fyrir endann á blíðunni sem hefur haft veruleg áhrif á allan gróður. Færri umsóknir um sumarstörf, verkföll, mikið viðhald á tækjum og skerðing vinnuskóla gerði vinnu umhverfisdeildar sveitarfélagsins erfitt fyrir í sumar en engu að síður hafa starfsmenn umhverfisdeildar unnið frábært starf við að halda flestum svæðum í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins vel hirtum, komið niður sumarblómum og skreytingum svo eftir er tekið. Það viðurkennist þó, án þess að á nokkurn sé hallað, að ekki tókst að halda áætlun um snyrtingu á öllum götum og svæðum eins og vonir stóðu til. Vil ég því þakka öllum þeim íbúum sem hafa af mikilli ósérhlífni tekið sig til og snyrt sitt nánasta umhverfi í sumar. Það er bæði gleðilegt og þakkarvert að sjá og heyra af því hvernig íbúar taka til hendinni og leggja fram aðstoð sína við að halda umhverfinu snyrtilegu. Breyttur opnunartími sundlauga Árborgar Sveitarfélagið hefur undanfarna mánuði staðið í erfiðum aðgerðum til hagræðingar í rekstri. Það hefur m.a. falið í sér skerðingu á þjónustu, frestun framkvæmda og því miður, uppsögnum starfsmanna. Markmið þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í er m.a. að lækka rekstrarkostnaðinn sem hefur vaxið of mikið undanfarin ár í hlutfalli við tekjur. Meðal þeirra þjónustuþátta sem verður fyrir skerðingu eru sundlaugarnar okkar og þrátt fyrir að rekstur þeirra sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga, telja flestir þær mikilvægan hluta af daglegu lífi samfélagsins. Undirritaður er í þeim hópi. Það er ekki sjálfsögð eða einföld aðgerð að skerða opnunartíma stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins en nauðsynleg við núverandi aðstæður. Þannig mun breyting á opnunartíma sundlauganna skila sparnaði upp á um 50 milljónir króna á ári, þar af um 20 milljónum vegna sundlaugarinnar á Stokkseyri og 30 milljónum í heildina í Sundhöll Selfoss. Það er langt því frá stefna okkar í bæjarstjórn að skerða framboð til heilsueflingar fólks og helst vildi undirritaður geta bætt í fremur en dregið úr. Aðstæður á þessum tímapunkti knýja okkur því miður til þeirra aðgerða. Það er mín einlæga trú og markmið að hægt verði að auka opnunartímann aftur í báðum sundlaugum fyrr en seinna enda tel ég að við séum öll sammála um að gott aðgengi að sundlaugum landsins sé til hagsbóta fyrir samfélagið. Að lokum hvet ég okkur öll til að líta björtum augum til haustsins og njóta útivistar sem kostur er í okkar fallega umhverfi. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun