Óánægðir eldri borgarar á Selfossi mótmæltu með vöfflukaffi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2023 13:31 Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum á Grænumarkarsvæðinu á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óánægðir eldri borgarar á Selfossi boðuðu til vöfflukaffis til að mótmæla skerðingu á þjónustu sveitarfélagsins Árborgar. Um 30 manna hópur í Grænumörk 1, 3 og 5 komu saman í gær í vöfflukaffi í Grænumörk 1 til að mótmæla skerðingu við þá í Grænumörk 5 þar sem félagsmiðstöð eldri borgara er meðal annars með sali undir allskonar starfsemi. Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum og veit um hvað málið snýst. „Það snýst um að fá að vera í salnum eins og við vorum áður en þessi breyting kom fyrst og fremst. Og þetta tíu kaffi þarf að vera liprara og opna fyrr finnst mér. Við erum fullorðið fólk og við vitum alveg að kaffið er frá 10:00 til 10:30 en við hljótum að mega setja niður og byrja að rabba saman áður en konan kemur með kaffið,“ segir Guðný. Þannig að það er ekkert opnað fyrr en klukkan 10? „Bara á mínútunni 10:00, alveg hreint. Svo sitjum við bara eins og á biðstofu hjá tannlækni með angistarsvip að bíða eftir kaffinu.“ Vöfflukaffið stóð í gær frá 14:00 til 16:00 þar sem fjöldi fólks kom saman á því tímabili til að fara yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný segir að fólki sé líka ósátt við að geta ekki farið í salinn utan hefðbundins opnunartíma til að halda vöfflukaffi eða aðrar samkomur án þess að borga leigu. Hún segir að það sé alltaf verið að hækka húsaleiguna á gamla fólkinu og skerða hlunnindin í leiðinni. „Þetta var allt opið og við gátum bara gengið þarna inn þegar það var vakt allan daginn og þá voru bara vaktkonurnar og þær samþykktu vöfflukaffið og tóku þátt í því og hjálpuðu okkur við það,“ segir Guðný. Margrét Elísa Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Árborg í Grænumörk segir mótmælahópinn bæta hressilega í sannleikann því að öll salarleiga kosti og hafi alltaf gert samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins en eldri borgarar fá afslátt þar á. Þá taki breytingarnar, sem tóku gildi 1. september mið af opnunartíma allra annarra félagsmiðstöðva eldri borgara í landinu, þar að segja að opnunartíminn á mánudögum til fimmtudags sé frá 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá 08:30 til 14:30. Félagsmiðstöð eldri borgara er í þessu húsi við Grænumörk 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú er Árborg á hausnum, er þetta bara ekki eðlilegt? „Er ekki hægt að hliðra til og leita einhvers staðar annars staðar af peningnum, þau geta bara svolítið minnkað launin sín,“ segir Guðný, sem er í forsvari fyrir mótmælunum og boðaði í vöfflukaffi í gær. Mótmæla vöfflukaffið fór fram í gær í Grænumörk 1.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Um 30 manna hópur í Grænumörk 1, 3 og 5 komu saman í gær í vöfflukaffi í Grænumörk 1 til að mótmæla skerðingu við þá í Grænumörk 5 þar sem félagsmiðstöð eldri borgara er meðal annars með sali undir allskonar starfsemi. Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum og veit um hvað málið snýst. „Það snýst um að fá að vera í salnum eins og við vorum áður en þessi breyting kom fyrst og fremst. Og þetta tíu kaffi þarf að vera liprara og opna fyrr finnst mér. Við erum fullorðið fólk og við vitum alveg að kaffið er frá 10:00 til 10:30 en við hljótum að mega setja niður og byrja að rabba saman áður en konan kemur með kaffið,“ segir Guðný. Þannig að það er ekkert opnað fyrr en klukkan 10? „Bara á mínútunni 10:00, alveg hreint. Svo sitjum við bara eins og á biðstofu hjá tannlækni með angistarsvip að bíða eftir kaffinu.“ Vöfflukaffið stóð í gær frá 14:00 til 16:00 þar sem fjöldi fólks kom saman á því tímabili til að fara yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný segir að fólki sé líka ósátt við að geta ekki farið í salinn utan hefðbundins opnunartíma til að halda vöfflukaffi eða aðrar samkomur án þess að borga leigu. Hún segir að það sé alltaf verið að hækka húsaleiguna á gamla fólkinu og skerða hlunnindin í leiðinni. „Þetta var allt opið og við gátum bara gengið þarna inn þegar það var vakt allan daginn og þá voru bara vaktkonurnar og þær samþykktu vöfflukaffið og tóku þátt í því og hjálpuðu okkur við það,“ segir Guðný. Margrét Elísa Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Árborg í Grænumörk segir mótmælahópinn bæta hressilega í sannleikann því að öll salarleiga kosti og hafi alltaf gert samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins en eldri borgarar fá afslátt þar á. Þá taki breytingarnar, sem tóku gildi 1. september mið af opnunartíma allra annarra félagsmiðstöðva eldri borgara í landinu, þar að segja að opnunartíminn á mánudögum til fimmtudags sé frá 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá 08:30 til 14:30. Félagsmiðstöð eldri borgara er í þessu húsi við Grænumörk 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú er Árborg á hausnum, er þetta bara ekki eðlilegt? „Er ekki hægt að hliðra til og leita einhvers staðar annars staðar af peningnum, þau geta bara svolítið minnkað launin sín,“ segir Guðný, sem er í forsvari fyrir mótmælunum og boðaði í vöfflukaffi í gær. Mótmæla vöfflukaffið fór fram í gær í Grænumörk 1.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira