83 ára með stórglæsilegan garð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2023 20:06 Alpaþyrnir er uppáhalds planta Sigríðar í garðinum, enda einstaklega falleg planta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn fallegasti garðurinn á Selfossi, sem er meira og minna með fjölærum plöntum fær mikla natni og umhirðu frá eiganda sínum en það er 83 ára gömul kona, sem eyðir meira og minna öllum sínum stundum í garðinum. Garðurinn við Sunnuveg 16 er í eigu hjónanna Guðmundar Halldórssonar og Sigríðar Tómasdóttur en hún á þó meira og minna allan heiðurinn af garðinum enda með einstaka græna fingur. Sigríður fær oft gesti í heimsókn til sín og nýtur þá þess að ganga um garðinn með fólki og sýna því plönturnar, segja frá þeim og svara allskonar spurningum. Hjónin hafa búið á Sunnuveginum nánast alla sína búskapartíð. „Það var byrjað á garðinum ekki alveg strax en nokkuð fljótt að setja niður nokkrar plöntur og svo bara jóx það alltaf meira og meira og í dag er það þetta en ég er hætt að stækka beðin, það er liðin tíð,” segir Sigríður. Sigríður fær mikið af gestum í heimsókn í garðinn og hefur alltaf jafn gaman að því að segja frá honum og plöntunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvers konar plöntur eru þetta aðallega? „Allt fjölærar og úrvalsplöntur, það ræðir ekkert um annað. Og það er erfitt að fara í blómabúðirnar hjá þeim og kaupa sér eitthvað því það er ekki til það sem mig vantar. Ég ætlaði bara að kaupa mér þrjár núna í vor en þær voru ekki til, sama hvar ég leitaði. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er með margar tegundir, ég er steinhætt að reyna að telja,” segir Sigríður hlæjandi. Garðurinn er einstaklega fallegur.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er skemmtilegast við garðyrkjuna? „Það er útiveran og hreyfingin við þetta og að sjá það allt dafna og hvað þetta verður fallegt og flott, það er meiriháttar.” Sigríður umvafinn nokkrum kátum og hressum körlum á Selfoss, sem skoðuðu nýlega garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Garðyrkja Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Garðurinn við Sunnuveg 16 er í eigu hjónanna Guðmundar Halldórssonar og Sigríðar Tómasdóttur en hún á þó meira og minna allan heiðurinn af garðinum enda með einstaka græna fingur. Sigríður fær oft gesti í heimsókn til sín og nýtur þá þess að ganga um garðinn með fólki og sýna því plönturnar, segja frá þeim og svara allskonar spurningum. Hjónin hafa búið á Sunnuveginum nánast alla sína búskapartíð. „Það var byrjað á garðinum ekki alveg strax en nokkuð fljótt að setja niður nokkrar plöntur og svo bara jóx það alltaf meira og meira og í dag er það þetta en ég er hætt að stækka beðin, það er liðin tíð,” segir Sigríður. Sigríður fær mikið af gestum í heimsókn í garðinn og hefur alltaf jafn gaman að því að segja frá honum og plöntunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvers konar plöntur eru þetta aðallega? „Allt fjölærar og úrvalsplöntur, það ræðir ekkert um annað. Og það er erfitt að fara í blómabúðirnar hjá þeim og kaupa sér eitthvað því það er ekki til það sem mig vantar. Ég ætlaði bara að kaupa mér þrjár núna í vor en þær voru ekki til, sama hvar ég leitaði. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er með margar tegundir, ég er steinhætt að reyna að telja,” segir Sigríður hlæjandi. Garðurinn er einstaklega fallegur.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er skemmtilegast við garðyrkjuna? „Það er útiveran og hreyfingin við þetta og að sjá það allt dafna og hvað þetta verður fallegt og flott, það er meiriháttar.” Sigríður umvafinn nokkrum kátum og hressum körlum á Selfoss, sem skoðuðu nýlega garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Garðyrkja Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira