Reykjavík

Fréttamynd

Magnús hjá Blue Car kaupir glæsiíbúð Bjögga Thors

Magnús Sverrir Þorsteinsson, forstjóri bílaleigunnar Blue Car Rental, hefur fest kaup á tæplega 200 fermetra glæsiíbúð við Bryggjugötu í Reykjavík. Íbúðin var áður í eigu félagsins Novator F11 ehf. sem er í eigu athafnamannsins Björgólfs Thors Björgúlfssonar. 

Lífið
Fréttamynd

Kanadískt svif­ryk hrellir borgar­búa

Styrkur fíns svifryk hefur hækkað á nokkrum mælistöðvum í borginni yfir helgina og í dag. Sennilega er hér um að ræða mengun frá skógareldum í Kanada en samkvæmt kanadísku veðurstofunni hefur mengunarský frá eldunum dreifst um Kanada, Bandaríkin og til Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Lág­marks lokanir í kringum Austur­völl á 17. júní

„Austurvöllur verður mun minna girtur af heldur en hefur verið undanfarin ár,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavikurborg. Lögregla sér um öryggisgæslu en lokanir i kringum svæðið verða í lágmarki.

Innlent
Fréttamynd

Veitinga­menn óttist að styggja em­bættis­menn

Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn í Reykjavík hafi verið illa upplýstir um reglugerð sem hefur nýlega lagt steina í götur þeirra. Hann segir að þeir óttist margir að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að betur gengi ef eftirlitið væri einkavætt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Börnin heim eftir meiri­háttar vandræðagang

Gert er ráð fyrir því að starfsfólk og börn leikskólans Brákarborgar komist aftur í sitt eigið húsnæði í október á þessu ári en að framkvæmdum eigi að vera lokið í september. Tæp fimm ár eru síðan Reykjavíkurborg festi kaup á húsnæði við Kleppsveg í þeim tilgangi að breyta því í leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru al­var­legir stunguáverkar“

Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Frönsk kona grunuð um að bana dóttur sinni og eigin­manni

Frönsk kona á sextugsaldri er með stöðu sakbornings grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var með alvarlega stunguáverka þegar lögreglu bar að garði. Hún er í haldi lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Benz brann í Breið­holti

Eldur kviknaði í húddi bíls á bílastæðinu við Mjódd á tíunda tímanum í kvöld. Slökkvilið var kallað á vettvang og búið er að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Heitur Teitur selur

Teitur Þorkelsson, leiðsögumaður og fyrrverandi sjónvarpsmaður, hefur sett íbúð sína við Melhaga í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 91,9 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Svona verður dag­skráin á 17. júní í Reykja­vík

Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Reykjavík á 17. júní á þriðjudaginn. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju en auk þess eru á dagskrá tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið
Fréttamynd

Enn færri komast að í HR en vilja

Heildarfjöldi umsókna í Háskólann í Reykjavík, að meðtöldum óyfirförnum umsóknum erlendis frá, er tæplega 4.400 og því á pari við aðsóknina fyrir haustönn 2024. Yfirfarnar umsóknir í ár eru þó eilítið færri, tæplega 2.800 en voru á sama tíma í fyrra tæplega 2.900.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um barn með vopn og vímu­efni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á hamar, hnúajárn og fíkniefni í fórum barns í Breiðholti í gær. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglu hafi verið tilkynnt um einstakling undir lögaldri með bæði vopn og vímuefni utan dyra í Breiðholti. 

Innlent