Reykjavík

Fréttamynd

Hóta þvingunaraðgerðum lagist lyktin ekki í Grafarvogi

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að Íslenska gámafélagið hafi verið krafið um tafarlausar úrbætur vegna ólyktar sem íbúar í Grafarvogi í Reykjavík hafa kvartað yfir undanfarið. Verði fyrirtækið ekki við því verði það beitt þvingunarúrræðum.

Innlent
Fréttamynd

Krafturinn í tívolíbombunni svipaður og í handsprengju

Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju.

Innlent
Fréttamynd

Smit í skólum og í Hinu húsinu rakin til Hótel Rangár

Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness.

Innlent
Fréttamynd

Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum

Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví

Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Tillaga um opnun áfangaheimilis fyrir konur samþykkt

Tillaga velferðarráðs Reykjavíkurborgar um opnun nýs áfangaheimilis fyrir konur í miðborg Reykjavíkur var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Unnið verður eftir áfallamiðaðri hugmyndafræði í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalann.

Innlent
Fréttamynd

Verk og vit frestað til næsta vors

Sýningunni Verk og vit, sem átti að fara fram í Laugardalshöllinni um miðjan október, hefur verið frestað til næsta vors. Er það gert vegna samkomutakmarkana sem nú séu í gildi og í ljósi þróunar heimsfaraldursins.

Viðskipti innlent