Eigandi Dimmu er í áfalli: Lausir hundar drápu kött á hrottalegan hátt Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 20:52 Hundarnir urðu Dimmu að bana á Þorláksmessu. Aðsend/Facebook Agnes Gróa Jónsdóttir, eigandi kattar sem tveir hundar drápu með hrottalegum hætti á Þorláksmessu, segir köttinn Dimmu hafa verið sér allt og að hún ætli að kæra málið til lögreglu. Á Þorláksmessu tilkynntu íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík að þeir hefðu orðið vitni að því þegar tveir stórir hundar réðust á kött og drápu hann, í hverfishópi Langholtshverfis á Facebook. „Eftirköstin eru vægast sagt hryllileg í garðinum hjá okkur,“ segir í færslunni. Í gær fékk Agnes Gróa Jónsdóttir staðfestingu þess efnis að um köttinn hennar, Dimmu, hafi verið að ræða. Hún er nýflutt í hverfið og Dimma hafði verið týnd í tvo daga áður er staðfestingin barst. „Ég er mikill einfari og búin að vera mikið ein, þessi köttur bara bjargaði lífi mínu,“ segir Agnes Gróa sem er eðli málsins samkvæmt í töluverðu uppnámi. Agnes Gróa og Dimma voru mjög nánar.Aðsend Hún segir sérstaklega sárt að vita til þess að Dimma hafi þjáðst mikið en hún hefur fengið lýsingar á því hvernig hundarnir drápu Dimmu á hrottalegan hátt. Ekki verður farið nánar út í þær lýsingar hér. „Það hefði verið miklu skárra að það hefði verið keyrt á hana,“ segir hún. Hún kann nágrönnum sínum bestu þakkir fyrir viðbrögð sín. „Sem betur fer er til gott fólk í heiminum sem fór með hana upp á dýraspítala,“ segir hún. Ekki fyrsta fórnarlamb hundanna Agnes Gróa segist hafa áreiðanlegar heimildir annarra íbúa hverfisins fyrir því að Dimma sé í minnsta lagi fjórði kötturinn sem umræddir hundar drepa. Hún segir það margumtalað í hverfinu hvernig hundunum er leyft að ráfa um afskiptir. Umræður í íbúahópi Langholtshverfis virðast staðfesta það. Þar er meðal annars talað um að margoft sé búið að tilkynna hundana til Dýraþjónustu Reykjavíkur og Matvælastofnunar. Agnes Gróa áréttar þó að hún kenni hundunum ekki um og að sökin sé alfarið hjá eigendum þeirra. Hún gagnrýnir einnig viðbrögð yfirvalda en þrátt fyrir að dýraþjónusta Reykjavíkur hafi fangað hundana eftir árásina hafi þeim strax verið skilað til eigenda. Þá segist hún hafa heyrt af því að sést hafi til hundanna á vappi um hverfið í gær. Hún telur sig vita hverjir eigendur hundanna eru og segist ætla alla leið með málið. Hún ætli að leggja fram kæru hjá lögreglu strax í fyrramálið og hvetur eigendur annarra katta, sem lenta hafa í hundunum, að gera slíkt hið sama. Hún geti ekki ekki hugsað sér að hundarnir gangi áfram lausir um hverfið enda eigi hún annan kött sem hún óttast nú um. „Þetta eru útikettir og maður á að geta treyst á að þeir séu öruggir úti,“ segir hún. Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Hundar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Á Þorláksmessu tilkynntu íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík að þeir hefðu orðið vitni að því þegar tveir stórir hundar réðust á kött og drápu hann, í hverfishópi Langholtshverfis á Facebook. „Eftirköstin eru vægast sagt hryllileg í garðinum hjá okkur,“ segir í færslunni. Í gær fékk Agnes Gróa Jónsdóttir staðfestingu þess efnis að um köttinn hennar, Dimmu, hafi verið að ræða. Hún er nýflutt í hverfið og Dimma hafði verið týnd í tvo daga áður er staðfestingin barst. „Ég er mikill einfari og búin að vera mikið ein, þessi köttur bara bjargaði lífi mínu,“ segir Agnes Gróa sem er eðli málsins samkvæmt í töluverðu uppnámi. Agnes Gróa og Dimma voru mjög nánar.Aðsend Hún segir sérstaklega sárt að vita til þess að Dimma hafi þjáðst mikið en hún hefur fengið lýsingar á því hvernig hundarnir drápu Dimmu á hrottalegan hátt. Ekki verður farið nánar út í þær lýsingar hér. „Það hefði verið miklu skárra að það hefði verið keyrt á hana,“ segir hún. Hún kann nágrönnum sínum bestu þakkir fyrir viðbrögð sín. „Sem betur fer er til gott fólk í heiminum sem fór með hana upp á dýraspítala,“ segir hún. Ekki fyrsta fórnarlamb hundanna Agnes Gróa segist hafa áreiðanlegar heimildir annarra íbúa hverfisins fyrir því að Dimma sé í minnsta lagi fjórði kötturinn sem umræddir hundar drepa. Hún segir það margumtalað í hverfinu hvernig hundunum er leyft að ráfa um afskiptir. Umræður í íbúahópi Langholtshverfis virðast staðfesta það. Þar er meðal annars talað um að margoft sé búið að tilkynna hundana til Dýraþjónustu Reykjavíkur og Matvælastofnunar. Agnes Gróa áréttar þó að hún kenni hundunum ekki um og að sökin sé alfarið hjá eigendum þeirra. Hún gagnrýnir einnig viðbrögð yfirvalda en þrátt fyrir að dýraþjónusta Reykjavíkur hafi fangað hundana eftir árásina hafi þeim strax verið skilað til eigenda. Þá segist hún hafa heyrt af því að sést hafi til hundanna á vappi um hverfið í gær. Hún telur sig vita hverjir eigendur hundanna eru og segist ætla alla leið með málið. Hún ætli að leggja fram kæru hjá lögreglu strax í fyrramálið og hvetur eigendur annarra katta, sem lenta hafa í hundunum, að gera slíkt hið sama. Hún geti ekki ekki hugsað sér að hundarnir gangi áfram lausir um hverfið enda eigi hún annan kött sem hún óttast nú um. „Þetta eru útikettir og maður á að geta treyst á að þeir séu öruggir úti,“ segir hún.
Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Hundar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira