„Þau eru bara fúl að vera ekki boðið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2021 19:15 Gunnar Örn, dætur hans tvær og Sigurður Hólm kunnu vel að meta kæsta skötuna. Vísir Fólk sem fussar og sveiar yfir þeim sem njóta skötunnar er bara fúlt yfir því að vera ekki boðið með. Þetta segir einn af fjölmörgum unnendum skötunnar sem var á borðum í margri skötuveislunni í dag. Á Laugáasi í Laugardalnum byrjaði fólk að mæta í skötuna um ellefuleytið. „En það eru mun færri sem að koma núna en undanfarin ár vegna Covid. Það hafa verið þónokkrar afpantanir, í morgun, og verði mjög leitt að geta ekki komið. Þetta er gömul hefð hjá mörgum,“ segir Ragnar Guðmundsson eigandi Lauga-áss. Lauga-ás var einn fjölmargra veitingastaða sem fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda fimmtíu manna hólf út Þorláksmessu. Gunnar Örn Ólafsson var ekki að fá sér skötu í fyrsta skipti og sannarlega ekki í það síðasta. „Hún er bara stórkostleg einu orði sagt. Ein er svo rosalega sterk að maður þarf að anda frá sér til að geta borðað hana,“ segir Gunnar Örn sem sat að snæðingi með börnum sínum þremur og góðum vini. „Pabbi er bara farinn að grenja,“ segir Þórunn dóttir hans í gríni og Gunnar tekur undir: „Það liggur við.“ Jóna Vigfúsdóttir kann vel að meta skötuna. „Þetta er ótrúlega gott, þrátt fyrir lykt.“ Allir við borð Gunnars kunnu vel að meta þennan umdeilda fiskrétt. „Alveg meiriháttar. Þetta er það sem maður þarf að gera fyrir jólin. Að fá sér skötuna, svo koma jólin,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson. „Þetta er hluti af hefðinni. Maður er alinn upp við þetta,“ bætir Þórunn við. Sumir gestir á Lauga-ási ætluðu ekkert að fá sér Skötu. Fiskur í gratín var á boðstólnum hjá feðgunum Benedikt Svavarssyni og Svavari Benediktssyni. Þeir tjáðu fréttamanni að það væri jólalegt að koma á Lauga-ás á Þorláksmessu, í skötuveislu, þótt þeir veldu ekki skötuna á diskinn sinn. Hallfríður Vigfúsdóttir, systir Jónu, var klædd í jólavesti sem hún sagði að færi beint í þvott eftir skötuveisluna. Eins og eflaust fleiri flíkur sem fólk klæddist í skötuveislunni. „Mér var vinsamlegast tilkynnt að ég skildi fara í sturtu áður en ég hitti restina af fjölskyldunni,“ segir Hallfríður og hlær. En hvað með alla þá sem segja að skatan sé ekkert góð? Fólk sem borði hana sé bara að ljúga. „Þau eru bara fúl að vera ekki boðið,“ segir Gunnar Örn. Ragnar eigandi man þá tíð þegar skatan var borin fram á hverjum laugardegi. Það var upp úr miðri síðustu öld þegar hann reiddi fram mat á Hressingarskálanum og svo síðar á sjónum. Honum hugnast ekki að byrja á því aftur. „Nei, ég held ekki. Maður fékk nóg af því þá.“ Jól Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Á Laugáasi í Laugardalnum byrjaði fólk að mæta í skötuna um ellefuleytið. „En það eru mun færri sem að koma núna en undanfarin ár vegna Covid. Það hafa verið þónokkrar afpantanir, í morgun, og verði mjög leitt að geta ekki komið. Þetta er gömul hefð hjá mörgum,“ segir Ragnar Guðmundsson eigandi Lauga-áss. Lauga-ás var einn fjölmargra veitingastaða sem fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda fimmtíu manna hólf út Þorláksmessu. Gunnar Örn Ólafsson var ekki að fá sér skötu í fyrsta skipti og sannarlega ekki í það síðasta. „Hún er bara stórkostleg einu orði sagt. Ein er svo rosalega sterk að maður þarf að anda frá sér til að geta borðað hana,“ segir Gunnar Örn sem sat að snæðingi með börnum sínum þremur og góðum vini. „Pabbi er bara farinn að grenja,“ segir Þórunn dóttir hans í gríni og Gunnar tekur undir: „Það liggur við.“ Jóna Vigfúsdóttir kann vel að meta skötuna. „Þetta er ótrúlega gott, þrátt fyrir lykt.“ Allir við borð Gunnars kunnu vel að meta þennan umdeilda fiskrétt. „Alveg meiriháttar. Þetta er það sem maður þarf að gera fyrir jólin. Að fá sér skötuna, svo koma jólin,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson. „Þetta er hluti af hefðinni. Maður er alinn upp við þetta,“ bætir Þórunn við. Sumir gestir á Lauga-ási ætluðu ekkert að fá sér Skötu. Fiskur í gratín var á boðstólnum hjá feðgunum Benedikt Svavarssyni og Svavari Benediktssyni. Þeir tjáðu fréttamanni að það væri jólalegt að koma á Lauga-ás á Þorláksmessu, í skötuveislu, þótt þeir veldu ekki skötuna á diskinn sinn. Hallfríður Vigfúsdóttir, systir Jónu, var klædd í jólavesti sem hún sagði að færi beint í þvott eftir skötuveisluna. Eins og eflaust fleiri flíkur sem fólk klæddist í skötuveislunni. „Mér var vinsamlegast tilkynnt að ég skildi fara í sturtu áður en ég hitti restina af fjölskyldunni,“ segir Hallfríður og hlær. En hvað með alla þá sem segja að skatan sé ekkert góð? Fólk sem borði hana sé bara að ljúga. „Þau eru bara fúl að vera ekki boðið,“ segir Gunnar Örn. Ragnar eigandi man þá tíð þegar skatan var borin fram á hverjum laugardegi. Það var upp úr miðri síðustu öld þegar hann reiddi fram mat á Hressingarskálanum og svo síðar á sjónum. Honum hugnast ekki að byrja á því aftur. „Nei, ég held ekki. Maður fékk nóg af því þá.“
Jól Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira