Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt og segir varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu að bústaðurinn hafi verið alelda þegar slökkvilið bar að garði.
„Hann var alelda og byrjaður að hrynja þegar við mættum, svo við vorum meira í því að passa að eldur bærist ekki í gróðurinn í kring.“
Að sögn slökkviliðs hafði bústaðurinn verið mannlaus í mörg ár. Ekki voru önnur mannvirki nálæg heldur stóð bústaðurinn einn og sér.
Slökkviliði lauk skömmu fyrir klukkan sex í morgun.