

Um daginn keypti Þorpið, félag sem stofnað var til með 1,5 m.kr. hlutafjárframboði byggingarétt í Ártúnsholti fyrir sjö milljarða króna. Eigið fé þessa félags var neikvætt um 3,9 m.kr. um síðustu áramót, það skuldaði þá meira en það átti.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa brotið rúður í þremur verslunum hið minnsta í miðbæ Reykjavíkur.
Vesturbæingar sakna mjög eins þekktasta minnismerkis hverfisins; styttunnar af Héðni Valdimarssyni verkalýðsforingja. Ekkert hefur sést til hennar í þrjú ár en eigendurnir vonast til að hún verði komin á sinn stað fyrir verkalýðsdaginn 1. maí.
Örvunarbólusetning heilbrigðisráðherra gekk ekki alveg slysalaust fyrir sig þó stórslys hafi sannarlega ekki átt sér stað. Það blæddi örlítið úr handlegg hans eftir sprautuna og varð því að fá plástur í boði ríkisins, eins og hjúkrunarfræðingurinn sem bólusetti hann komst að orði.
Um 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum en þegar minnst lét voru þau rúm 20%. Nú vill Samfylkingin snúa þróuninni við með gjaldtöku.
„Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum.
Bandaríska leikkonan Kaley Cuoco hefur nýverið sést spássera um Reykjavíkurborg þar sem hún hefur gert sér glaðan dag í góðra vina hópi.
Karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Starfsfólki hjá Reykjavíkurborg hefur fjölgað um nær 20 prósent á síðustu fjórum árum. Borgarstarfsmönnum hefur því fjölgað mun meira en borgarbúum. Þetta má lesa úr gögnum sem skrifstofa Reykjavíkurborgar tók saman að beiðni Innherja.
Listval opnaði sýningarrými í Hörpu á laugardag og var fullt í rýminu alla helgina. Rými Listvals er á fyrstu hæð og sjást því litrík og falleg listaverk vel út um gluggana framan á Hörpu.
Hálka gerir Íslendingum lífið leitt. Jafnvel sjálfir söltunarbílar hins opinbera runnu til í glærahálku í morgun og sjúkraliði hjá Reykjavíkurborg hótar að leita sér að öðru starfi ef hún fær ekki að sinna heimahjúkrun á nagladekkjum.
Barna og unglingasvið íþróttafélagsins Vals í Reykjavík hefur biðlað til foreldra barna sem æfa hjá félaginu að senda iðkendur, sem einnig stunda nám í Hlíðaskóla, ekki til æfinga að Hlíðarenda fyrr en neikvæð niðurstaða úr COVID-prófi liggur fyrir.
Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn.
Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum.
Rétt fyrir ellefu í morgun hófst óveðursvakt björgunarsveitamanna í Borgarnesi þegar tilkynnt um fok á þakplötum, þakklæðningum og lausamunum. Upp úr hádegi fóru tilkynningar að berast flestum björgunarsveitum á suðvesturhorni landsins.
Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg.
Eldur kom upp í bíl við Austurver í Reykjavík nú í kvöld. Engin slys urðu á fólki.
Reykvíkingar eru ánægðari með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en aðrir landsmenn. Íbúar í vesturhluta borgarinnar eru mun ánægðari með störf borgarstjóra en aðrir.
Ungur maður réðist á öryggisvörð í Spönginni í Grafarvogi í nótt því hann vildi ekki bera grímu í búðinni. Lögregla leitar mannsins sem flúði af vettvangi.
Sólrún Alda Waldorff, sem komst lífs af en brenndist illa í bruna í Mávahlíð í október fyrir tveimur árum, segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á að hún þyrfti að vinna úr áfallinu. Sólrún Alda segir sögu sína í tilefni af eldvarnarátaki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar með Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
„Ég er mjög mikið jólabarn og á afmæli í desember, þetta er uppáhalds tíminn minn,“ segir fatahönnuðurinn Hildur Yeoman. Í dag afhjúpar hún jólaglugga verslunar sinnar en útstillingin vekur athygli í miðbænum á aðventunni á hverju ári.
Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði.
Í hádeginu á laugardag opnar jólasýningin „Svona eru jólin“ í Ásmundarsal. Um er að ræða sölusýningu með verkum frá hátt í 200 listamönnum.
Þrjár mathallir verða opnaðar á litlum bletti í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári. Rekstrarstjóri þeirrar stærstu segir framkvæmdir skotganga og óttast ekki samkeppni.
Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega.
Nokkur röð bíla hefur myndast á Hringbraut þar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokað veginum og lætur alla sem keyra þar um blása í áfengismæla.
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir foreldra í Fossvoginum eiga að vita betur en að tala um það sem þyngra en tárum taki að börn þeirra missi af skólabúðum. Skólastjórinn í Fossvogsskóla sagði upp störfum nýlega og vísaði til gríðarlegs álags sem fylgt hefði starfinu.
Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri.
Fráfarandi skólastjóri Fossvogsskóla, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, gleymdi að sækja um dvöl fyrir 7. bekk skólans á Reykjum í Hrútafirði en þegar umsókn barst að lokum var allt orðið fullt.
Það er umrót á Laugavegi þessa dagana, alltaf slæðingur af fólki á kvöldin hvort sem eru Reykvíkingar í jólainnkaupum eða ferðamenn að gá að einhverju forvitnilegu. En leita þarf annað en hingað til að kaupa sér iPhone.