Reykjavík

Fréttamynd

„Stór­furðu­legt“ að bjóða for­eldrum ekki strax á fund

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 

Innlent
Fréttamynd

Barnið lét for­eldra sína vita af brotinu

Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum.

Innlent
Fréttamynd

Örn Eld­járn kaupir hús Jóns Ólafs­sonar

Gítarleikarinn Örn Eldjárn og eiginkona hans, Karen Lena Óskarsdóttir, hafa fest kaup á einbýlishús við Skeljagranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið var áður í eigu tónlistarhjónanna Jóns Ólafssonar og Hildar Völu Einarsdóttur. Kaupverðið nam 189,9 milljóna króna.

Lífið
Fréttamynd

Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættu­legt leik­svæði og hús­næðið „veru­lega vanþrifið“

Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins.

Neytendur
Fréttamynd

Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt

Íbúi í Bolungarvík pantaði dúkkuhús úr leikfangaverslun í Reykjavík en fyrir sendinguna átti hann að greiða rúmar tuttugu þúsund krónur. Hann segir um duldan landsbyggðaskatt að ræða þar sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu þyrfti einungis að greiða um sex þúsund krónur í sendingargjald.

Innlent
Fréttamynd

Valdi hættur að spila í neðri deildunum

Viðskiptavinir í Geisladiskabúð Valda þurfa ekki lengur að draga inn magann og halda niðri í sér andanum þegar þeir mætast í búðinni. Flutningar eru á næsta leiti í sögufrægt húsnæði þar sem verður nóg pláss til að vafra um.

Lífið
Fréttamynd

Sérsveitin kölluð út: Fjöldi hand­tekinn eftir hús­leit í Gnoðarvogi

Vopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir út í aðgerð í Gnoðarvogi í Reykjavík í kvöld og voru fjórir leiddir út úr húsnæði þar, þar af þrír í handjárnum að sögn sjónarvotts. Heimildir fréttastofu herma að ráðist hafi verið í svipaðar aðgerðir á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott

Merki Landsbankans sem málað var á stuðlaberg höfuðstöðva bankans við Reykjastræti þegar þær opnuðu 2023 hefur verið fjarlægt. Skilti með sama merki hefur verið komið upp í staðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Tjáningar­frelsi

Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama.

Skoðun
Fréttamynd

Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur

Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef engar vís­bendingar fengið um að þetta sé að gerast“

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir engar áþreifanlegar vísbendingar komið fram um að skólastjórnendur Breiðholtsskóla hefðu fegrað einkunnir. Gott sé að fá gagnrýni á ytra mat en nýlega hafi verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á innra mat.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­leg sátt milli há- og lágmenningar á Klappar­stíg

Gjáin milli mismunandi menningarheima verður brúuð með óhefðbundnum listgjörningi ljóðskálds og plötusnúðar við Klapparstíg á Menningarnótt. Söguleg sátt hefur náðst og óvæntur viðburður opnar MOMENT, Menningarnæturtónleika DJ Margeirs og Icelandair í ár.

Lífið
Fréttamynd

Slugsagjöldin „neyðar­úr­ræði“ og „ekki til að græða“

Stjórnendur N1 Hringbraut og Borgartúni hafa komið upp gjaldskyldu fyrir þá sem leggja við stöðina lengur en 45 mínútur. Kona sem var rukkuð um upp á 5.750 krónur í vangreiðlsugjald eftir að hafa stoppað og fengið sér að borða við Hringbraut gagnrýnir fyrirkomulag gjaldtökunnar. Rekstrarstjóri N1 segir gjaldskylduna neyðarúrræði og gjaldtökuna ekki til þess að græða. 

Neytendur
Fréttamynd

Engin byssa reyndist vera í bílnum

Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við að taka ökumann fastan vegna gruns um að hann væri með skotvopn í bílnum. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn æki um vopnaður og var stöðvaður í kjölfarið í Mjóddinni. Hann reyndist ekkert skotvopn hafa.

Innlent