Reykjavík

Fréttamynd

Bein út­sending: Árs­fundur Lands­virkjunar

Á sextíu ára afmælisári orkufyrirtækis þjóðarinnar fjallar ársfundur fyrirtækisins um reynslu sem það hefur öðlast í orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum en jafnframt um framtíðarsýn þess og mat á því hvað gera þarf til að tryggja orkuskipti og áframhaldandi velsæld í orkumálum. Ársfundur Landsvirkjunar 2025 verður haldinn í Hörpu þriðjudaginn 4. mars klukkan 14 til 15:30 og má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Styðjum barna­fjöl­skyldur

Við í Framsókn leggjum fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börn sín. Gert er ráð fyrir að greiðslurnar séu skilyrtar við virka umsókn um dagvistun og falli niður um leið og dagvistunarplássi hefur verið úthlutað. 

Skoðun
Fréttamynd

Icelandair hættir flugi til Ísa­fjarðar

Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi.

Innlent
Fréttamynd

Slegin ó­hug vegna eyðileggingarmáttar náttúru­aflanna

Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum.

Innlent
Fréttamynd

Fljúga tveimur vikum lengur

Vegagerðin og flugfélagið Mýflug hafa samið um tveggja vikna framlengingu á áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.

Innlent
Fréttamynd

Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávar­botn

Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs

Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930.

Lífið
Fréttamynd

Tvær bílveltur með stuttu milli­bili

Tvær bílveltur urðu á höfuðborgarsvæðinu með stuttu millibili en vegir urðu víða flughálir við skyndilega og mikla snjókomu.  Annar bíllinn valt við Álfabakka og hinn úti við Kollafjörð. Enginn er alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Hafði ekki hug­mynd um að ein­stakt hjól sitt væri týnt

Eigandi reiðhjóls sem sótt var í Reykjavíkurhöfn fyrr í vikunni af kafara er kominn í leitirnar. Eigandinn hafði ekki hugmynd um að hjólið væri horfið úr bakgarðinum fyrr en eiginkona hans rak augun í mynd af hjólinu á Facebook. Hann segir hjólið það eina sinnar tegundar hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Nokkrar stað­setningar til skoðunar fyrir skóla Hjalla­stefnunnar

Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vinna að því með Hjallastefnunni að tryggja að skólastarf haldi áfram í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík næsta haust. Nokkrar staðsetningar eru til skoðunar fyrir starfsemi skólans. 

Innlent
Fréttamynd

Hvernig borg verður til

Reykjavík er að verða borg og vextinum fylgja ákveðnir vaxtaverkir. Margt hefur gengið mjög vel við að breyta þessu bæjarsamfélagi yfir í borg, en sumt hefði sannarlega mátt betur fara og við erum auðmjúk gagnvart því og erum sífellt að læra.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin

Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 

Innlent
Fréttamynd

Séra Vig­fús Þór Árna­son látinn

Séra Vig­fús Þór Árna­son, fyrrverandi sókn­ar­prest­ur á Sigluf­irði og í Grafar­vogi, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í Kópa­vogi þann 27. fe­brú­ar, 78 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri strætó­ferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða

Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust.  Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið.

Innlent
Fréttamynd

Sepultura bætist við þétt­setið þungarokkssumar

Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis.

Lífið
Fréttamynd

„Við skulum að­eins róa okkur, fókus“

Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig.

Innlent
Fréttamynd

Brýnustu verk­efnin í borginni í Pallborði

Rætt verður við borgarfulltrúa úr nýjum meiri- og minnihluta í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi í dag klukkan 14. Farið verður yfir brýnustu verkefnin en nýr meirihluti hefur aðeins um fjórtán mánuði til að láta verkin tala. 

Innlent