Garðabær

Alls konar um að vera um allt land á 17. júní
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt í dag. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Vísir tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum.

Forsetinn býður heim á sunnudaginn
Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi milli klukkan 13 og 16 á sunnudaginn. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun þar taka á móti gestum og gefst þeim færi á að skoða Bessastaði.

Forsetinn leitar eiganda lyklakippu í hverfisgrúbbu á Facebook
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fann lykla er hann var úti að skokka í morgun og leitar nú eigenda þeirra. Lyklana geymir hann á Bessastöðum og auglýsti hann eftir eiganda þeirra í hverfishóp Álftnesinga á Facebook.

Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga
Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni.

Einkunnagjöfinni fylgi nú meira streita
Foreldrar barna sem eru að ljúka grunnskóla reyna í auknum mæli að hafa áhrif á einkunnagjöf barna sinna. Skólastjóri segir um nýjan streituvald að ræða. Í kvöld rennur út frestur til að sækja um í framhaldsskóla.

Rostungurinn er farinn
Rostungurinn sem legið hefur í fjörunni í Álftanesi í dag hefur synt aftur út á haf út samkvæmt sjónarvottum. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn.

Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi
Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu.

Bein útsending: Rostungur í fjörunni á Álftanesi
Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir. Fólk er varað við því að koma ekki nær en hundrað metra frá rostungnum

Mikið um slagsmál og ölvunarakstur í nótt
Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða.

Hlaupahjólasprenging og árekstrar á meðal fjölmargra verkefna
Slökkvilið hefur sinnt hátt í sextíu sjúkraflutningum og farið í átta dælubíla-útköll það sem af er degi. Meðal verkefna er sprenging sem varð út frá hlaupahjóli og umferðarslys í Garðabæ og Heiðmörk.

Gruna að sænski greifinn hafi óttast haldlagningu á Biblíubréfinu
Sænskur greifi neitaði íslenskum sýningarhöldurum um að fá að sýna hið verðmæta Biblíubréf. Greifinn hefur áður lánað þeim bréfið en sýningarhöldurum grunar að hann þori því ekki eftir útgáfu heimildarmyndar þar sem sagt er að bréfinu hafi verið stolið.

Hundraða milljóna króna frímerkjasafn til sýnis
600 milljón króna frímerkjasafn og gríðarlega verðmætt safn af peningaseðlum er meðal þess sem verður til sýnis á Stóru safnarasýningunni NORDIA 2023. Vísir leit við í Ásgarði í dag þar sem verið var að setja upp sýninguna.

Mikill munur á hækkun fasteignamats milli hverfa
Staðahverfi í Grafarvogi er það hverfi í Reykjavík sem fasteignamat fjölbýlisíbúða hækkar mest í samkvæmt nýju fasteignamati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Sérbýlið hækkar mest í Vesturbænum, vestan Bræðraborgarstígs.

Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi
Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma.

Brynja Dan og Jóhann keyptu glæsihús í Garðabæ
Parið Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar, og kærastinn Jóhann Sveinbjörnsson hafa fest kaup á fallegu parhúsi í Garðabæ.

Klassísk dönsk hönnun í bland við nýja í parhúsi í Garðabæ
Við Mosagötu í Urriðaholti í Garðabæ er til sölu afar fallegt 230 fermetra parhús á tveimur hæðum.

„Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“
Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér.

Allt til alls í eina „djassþorpi“ landsins
Búið er að umbreyta Garðatorgi í Garðabæ í djassþorp. Þar munu margir af hæfileikaríkustu tónlistarmönnum landsins spila ljúfa tjóna fyrir gesti og gangandi.

Bálfarir eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli
Bálfarir færast mjög í vöxt en um 60 prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu er bálför. Tveir gamlir brennsluofnar eru í landinu en þar eru oftast átta lík brennd á dag en það tekur um eina og hálfa klukkustund að brenna hverja manneskju.

Verkfallsaðgerðir BSRB hafnar
Verkföll hjá BSRB fólki sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti og í dag.

Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll
Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna.

Ilva var heimilt að kalla útsölu á Korputorgi „rýmingarsölu“
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu frá síðasta sumri vegna kynninga Ilva um rýmingarsölu.

Sextán ára ók á móti umferð í Breiðholti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af ökumanni sem hafði ekið á móti umferð í Breiðholti. Reyndist hann vera sextán ára gamall og því ekki með bílpróf. Er málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Hafna alfarið kröfum um afturvirkni
Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni.

Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki
Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki.

Notalegt fjölskylduhús á einni hæð í Garðabæ
Við Hörpulund 1 í Garðabæ er vel skipulagt 200 fermetra einbýlishús til sölu. Húsið er byggt árið 1973 og teiknað af arkitektinum Pálmari Ólasyni.

Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum
Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi.

Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum
Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag.

Inga Hlín ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
Inga Hlín Pálsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og mun hún hefja störf í byrjun maí. Alls bárust þrjátíu og sjö umsóknir um starfið.

Alelda jeppi í Garðabæ
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar tilkynnt var um eld í jeppa á Reykjanesbraut í norðurátt við Hnoðraholt í Garðabæ um klukkan 7:30 í morgun.