Síbrotapar dældi ítrekað á bílinn án þess að borga Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2024 15:27 Parið stal meðal annars eldsneyti af Olís á Selfossi. Já.is Karlmaður og kona, sem eiga bæði langan sakaferil að baki, hafa verið dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að rækta kannabisplöntur og fjölda þjófnaða. Þau lögðu það í vana sinn að dæla eldsneyti á bíl og aka á brott án þess að greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að karlinn og konan hafi bæði verið ákærð fyrir að hafa í maí árið 2022 sameiginlega haft í vörslum sínum í íbúðarhúsi 23 kannabisplöntur í ræktun, sem voru á milli fjögurra og 123 sentímtra á hæð og vógu samtals 2.184 grömm og 62,51 grömm af kannabislaufum, sem lögregla fann við leit umrætt sinn og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags sameiginlega ræktað þar framangreindar kannabisplöntur. Konan stórtækari í eldsneytisþjófnaði Þá segir að konan hafi verið ákærð fyrir þjófnaði með því að hafa í samtals átján skipti, á eldsneytisstöðvum Olís á Selfossi, í Reykjavík og í Garðabæ, stolið eldsneyti samtals að andvirði 174 þúsund krónur, með því að dæla eldsneyti á bifreið og aka á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið. Karlmaðurinn hafi verið ákærður fyrir sams konar brot, eða fyrir að hafa í tvö skipti leikið sama leik og konan og þannig stolið eldsneyti fyrir tuttugu þúsund krónur. Loks var konan ákærð fyrir að hafa ekið án ökuréttinda í fjögur skipti. Hegningarauki fyrir bæði Í dóminum segir að parið hafi ekki mætt við þingfestingu málsins og því hafi málið verið dómtekið eins og það hefði verið sannað, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi konan átta sinnum hlotið refsidóm, þar af fimm sinnum vegna þjófnaðar. Nýjasti dómurinn sé frá árinu 2022, þegar hún var dæmd í fimm mánaða fangelsi. Hún hafi framið þau brot sem hún sætti ákæru fyrir nú fyrir uppkvaðningu þess dóms og því verði henni gerður hegningarauki. Karlmaðurinn eigi samkvæmt sakarvottorði enn lengri brotaferil að baki. Hann hafi frá árinu 1990 hlotið 24 refsidóma, nú síðast í janúar í fyrra, þegar hann hlaut eins árs dóm. Því yrði honum einnig dæmdur hegningarauki. Með vísan til sakarferils fólksins var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu þess, sem var hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi. Olís klúðraði bótakröfunni Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu parsins gerði Olís ehf. einkaréttarkröfu á hendur þeim til heimtu skaðabóta. Olís krafðist annars vegar skaðabóta upp á 48 þúsund krónur frá konunni og 146 þúsund krónur frá parinu óskipt. Dóminum segir að í gögnum málsins hafi sömu kröfur verið að finna og öryggisstjóri Olís hafi ritað undir þær, fyrir hönd félagsins. Hvorki yrði séð af gögnum málsins að öryggisstjórinn sé fyrirsvarsmaður félagsins í skilningi laga um meðferð einkamála, né að hann hafi réttindi til málflutnings fyrir dómi. Því væri það mat dómsins að öryggisstjórann hafi skort hæfi til að setja fram kröfu í málinu og því bæri að vísa einkaréttarkröfunum frá dómi. Bensín og olía Árborg Reykjavík Garðabær Dómsmál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að karlinn og konan hafi bæði verið ákærð fyrir að hafa í maí árið 2022 sameiginlega haft í vörslum sínum í íbúðarhúsi 23 kannabisplöntur í ræktun, sem voru á milli fjögurra og 123 sentímtra á hæð og vógu samtals 2.184 grömm og 62,51 grömm af kannabislaufum, sem lögregla fann við leit umrætt sinn og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags sameiginlega ræktað þar framangreindar kannabisplöntur. Konan stórtækari í eldsneytisþjófnaði Þá segir að konan hafi verið ákærð fyrir þjófnaði með því að hafa í samtals átján skipti, á eldsneytisstöðvum Olís á Selfossi, í Reykjavík og í Garðabæ, stolið eldsneyti samtals að andvirði 174 þúsund krónur, með því að dæla eldsneyti á bifreið og aka á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið. Karlmaðurinn hafi verið ákærður fyrir sams konar brot, eða fyrir að hafa í tvö skipti leikið sama leik og konan og þannig stolið eldsneyti fyrir tuttugu þúsund krónur. Loks var konan ákærð fyrir að hafa ekið án ökuréttinda í fjögur skipti. Hegningarauki fyrir bæði Í dóminum segir að parið hafi ekki mætt við þingfestingu málsins og því hafi málið verið dómtekið eins og það hefði verið sannað, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi konan átta sinnum hlotið refsidóm, þar af fimm sinnum vegna þjófnaðar. Nýjasti dómurinn sé frá árinu 2022, þegar hún var dæmd í fimm mánaða fangelsi. Hún hafi framið þau brot sem hún sætti ákæru fyrir nú fyrir uppkvaðningu þess dóms og því verði henni gerður hegningarauki. Karlmaðurinn eigi samkvæmt sakarvottorði enn lengri brotaferil að baki. Hann hafi frá árinu 1990 hlotið 24 refsidóma, nú síðast í janúar í fyrra, þegar hann hlaut eins árs dóm. Því yrði honum einnig dæmdur hegningarauki. Með vísan til sakarferils fólksins var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu þess, sem var hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi. Olís klúðraði bótakröfunni Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu parsins gerði Olís ehf. einkaréttarkröfu á hendur þeim til heimtu skaðabóta. Olís krafðist annars vegar skaðabóta upp á 48 þúsund krónur frá konunni og 146 þúsund krónur frá parinu óskipt. Dóminum segir að í gögnum málsins hafi sömu kröfur verið að finna og öryggisstjóri Olís hafi ritað undir þær, fyrir hönd félagsins. Hvorki yrði séð af gögnum málsins að öryggisstjórinn sé fyrirsvarsmaður félagsins í skilningi laga um meðferð einkamála, né að hann hafi réttindi til málflutnings fyrir dómi. Því væri það mat dómsins að öryggisstjórann hafi skort hæfi til að setja fram kröfu í málinu og því bæri að vísa einkaréttarkröfunum frá dómi.
Bensín og olía Árborg Reykjavík Garðabær Dómsmál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“