Þetta kemur fram á Smartlandi. Húsið er eitt dýrasta hús Íslands en fasteignamatið er 430.250.000 króna. Eftir því sem Vísir kemst næst var kaupverðið hinsvegar töluvert hærra.
Húsið var byggt árið 2012 og hannað af arkitektastofunni Gláma Kím. Húsið er á Arnarnesinu og snýr að sjónum í suðurátt. Þar er magnað útsýni yfir hafið en arkitektarstofan hefur birt myndir af húsinu á vef sínum.
„Efri hæð hússins er skipulögð í kringum ljósagarð. Þar eru svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og fjölskylduherbergi raðað saman. Í vestur frá eldhúsinu er stór borðstofa og formleg stofa. Stór arinn skiptir rýmum upp. Við aðra hlið arinsins er opið stigarými sem tengir efri og neðri hæðina sama,“ segir á vefnum.
Húsið er 760 fermetrar. Ekki hefur komið fram hvert Inga Lind hyggur á flutninga. Hún hefur verið á miklum faraldsfæti undanfarnar vikur og mánuði, meðal annars á Spáni en hún er ræðismaður Spánar á Íslandi.