Kópavogur

Fréttamynd

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliða­ár opin um­ferð

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Sárnar um­ræðan síðustu daga

Formanni Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs sárnar málflutning síðustu daga og umræða um úttektir Viðskiptaráðs og sveitarfélaganna. Mennta og barnamálaráðherra segir tímabært að meta störf kennara að verðleikum.

Innlent
Fréttamynd

Einn enn í haldi vegna Elko-málsins

Einn er enn í haldi vegna þjófnaðar í verslunum Elko sem voru framin að kvöldi til og um nótt fyrir um mánuði síðan. Enn á eftir að taka ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur honum.

Innlent
Fréttamynd

„Annað hvort væri ég ó­létt eða að hætta“

Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hand­rit Ástu Eirar fékk full­komin enda­lok

Eftir að hafa landað sjálfum Ís­lands­meistara­titlinum með Breiða­bliki um ný­liðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árna­dóttir, fyrir­liði Breiða­bliks, frá því á sunnu­daginn síðast­liðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Á­kvörðun Ástu kom vafa­laust mörgum á ó­vart en hún á þó sinn að­draganda.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tár­vot Ásta sátt í hjarta sínu með á­kvörðunina

Ásta Eir Árna­dóttir, fyrir­liði ný­krýndra Ís­lands­meistara Breiða­bliks í fót­bolta, hefur á­kveðið að leggja knatt­spyrnu­skóna á hilluna eftir frá­bæran feril og að­eins 31 árs að aldri. Hún er sátt í hjarta sínu með á­kvörðunina og er þakk­lát fyrir tímana hjá upp­eldis­fé­laginu. Bæði þá góðu, en einnig þá erfiðu og krefjandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skiltið skuli fjar­lægt

Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerður Huld seldi húsið á 239 milljónir

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, seldi einbýlishús sitt við Þrymsali 1 í Kópavogi á dögunum. Um er að ræða 404 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2008.

Lífið
Fréttamynd

Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópa­vogi

Orka náttúrunnar, ON, mun á næstu vikum setja upp tugi hleðslustöðva í Kópavogi í samstarfi við bæinn. Hleðslustöðvar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni. Þær eru fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust.

Neytendur
Fréttamynd

Tvímenningar taldir tengjast Elko-málinu

Tveir menn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á föstudag eru grunaðir um að tengjast tugmilljóna þjófnaði úr tveimur verslunum Elko, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Skeifunni.

Innlent
Fréttamynd

Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðli­legt pláss í Reykja­vík

Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Kópa­vogur - Að virða og varð­veita eigin sögu

Ég vil með þessum orðum minnast Héraðsskjalasafns Kópavogs sem bæjarstjórn Kópavogs ákvað að leggja niður á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans. Nú um mánaðarmótin mun síðasti héraðsskjalavörðurinn í Kópavogi láta af störfum. Um leið leggst af virk söfnun á skjölum og heimildum um sögu bæjarins og óvissa er með afgreiðslu úr skjölum safnsins.

Skoðun
Fréttamynd

Eva flutt inn í verðlaunahús Kára

Eva Bryn­geirs­dótt­ir, þjálfari og jógakennari, hefur flutt lögheimili sitt til kærasta síns Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í Kópavogi.  Hús Kára er við Fagraþing í Kópavogi, með útsýni yfir Elliðavatn.

Lífið
Fréttamynd

Ætla að tala opin­skátt um of­beldi í Kópa­vogi

Kópavogsbær bregst við vopnaburði barna og ungmenna og flýtir innleiðingu forvarnarverkefnisins Opinskátt um ofbeldi. Ákveðið var að flýta verkefninu um eitt skólaár á fundi menntaráðs Kópavogsbæjar. Verkefnið verður innleitt í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna.

Innlent