Ístak byggir Fossvogsbrú Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2025 12:24 Karl Andreassen, forstjóri Ístaks, og Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna. Betri samgöngur Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar fyrr í dag. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7,7 milljarða króna. Í tilkynningu frá Betri samgöngum segir að samningurinn hafi verið undirritaður rafrænt í Fossvogi þar framkvæmdir standa nú yfir við gerð landfyllinga fyrir brúna, af þeim Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samgangna og Karli Andreassen, forstjóra Ístaks. „Fossvogsbrú er mikilvægt mannvirki í framtíðar skipulagi samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Brúin verður lykilhluti af fyrstu lotu Borgarlínunnar og mun einnig nýtast Strætó, gangandi og hjólandi. Félagshagfræðileg greining á fyrstu lotu Borgarlínunnar sýnir að samfélagslegur ábati af henni verði um 26 milljarðar til 30 ára og arðsemin um 7%. Það þykir hátt þegar innviðaverkefni eru metin. Fossvogsbrú verður einnig lykilhlekkur í göngu- og hjólastígakerfi höfuðborgarsvæðisins og styttir verulega vegalengdir milli syðri hluta höfuðborgarsvæðisins og miðborgarinnar. Tafir á verklokum myndu hafa slæm áhrif á samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, húsnæðismarkaðinn o.fl. Þá verður brúin mikilvæg fyrir forgangsakstur viðbragðsaðila og styttir viðbragðstíma sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu verulega. FossvogsbrúFossvogsbrú verður 270 m löng og allt að 17 m breið. Hún tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík. Brúin er ætluð Borgarlínuvögnum, strætisvögnum, gangandi og hjólandi vegfarendum, auk forgangsakstri lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs. Framkvæmdatíminn er áætlaður 2025 til 2028. Heildarkostnaður innan fjárheimilda Fossvogsbrú er einn af mörgum verkþáttum í fyrstu lotu Borgarlínunnar. Hér eftir sem hingað til verður lögð rík áhersla á að fyrsta lota Borgarlínunnar, og önnur verkefni Samgöngusáttmálans, verði innan fjárhagsáætlunar uppfærðs sáttmála sem samþykktur var í fyrra. Ætíð verður allra hagkvæmustu leiða leitað til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Þótt samningsfjárhæð sé hærri en kostnaðarmat rúmast heildarkostnaður við byggingu brúarinnar innan fjárheimilda Samgöngusáttmálans þegar allar fjárfestingar fyrstu lotu eru skoðaðar. Léttir á umferð og styttir ferðatíma Gert er ráð fyrir að um 10.000 manns muni nota brúna daglega þegar Borgarlínan er komin í fulla virkni. Það er svipaður fjöldi og notar Hvalfjarðargöngin, fjölförnustu göng landsins. Brúin mun blasa við yfir 70.000 manns sem keyra um Kringlumýrarbraut í Fossvogi daglega og hagnast þeim því hún léttir á umferðinni þar. Sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað á Kársnesi frá 2013 er öll háð því að brúin verði byggð. Hún mun auka aðgengi að miðborginni og hefur mikil áhrif á ferðatíma að og frá þremur stærstu vinnustöðum landsins sem eru í og við Vatnsmýrina, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landspítala. Brúin verður staðsett í hjarta höfuðborgarsvæðisins og mun standa þar sem kennileiti um langa framtíð,“ segir í tilkynningunni. Borgarlína Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Samgöngur Vegagerð Byggingariðnaður Tengdar fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tvö tilboð bárust eftir að Betri samgöngur ohf. buðu út smíði Öldu, brúnnar sem á að þvera Fossvoginn. Tilboðin voru bæði umfram áætlun. 1. október 2025 15:11 Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið. 2. október 2025 19:38 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Í tilkynningu frá Betri samgöngum segir að samningurinn hafi verið undirritaður rafrænt í Fossvogi þar framkvæmdir standa nú yfir við gerð landfyllinga fyrir brúna, af þeim Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samgangna og Karli Andreassen, forstjóra Ístaks. „Fossvogsbrú er mikilvægt mannvirki í framtíðar skipulagi samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Brúin verður lykilhluti af fyrstu lotu Borgarlínunnar og mun einnig nýtast Strætó, gangandi og hjólandi. Félagshagfræðileg greining á fyrstu lotu Borgarlínunnar sýnir að samfélagslegur ábati af henni verði um 26 milljarðar til 30 ára og arðsemin um 7%. Það þykir hátt þegar innviðaverkefni eru metin. Fossvogsbrú verður einnig lykilhlekkur í göngu- og hjólastígakerfi höfuðborgarsvæðisins og styttir verulega vegalengdir milli syðri hluta höfuðborgarsvæðisins og miðborgarinnar. Tafir á verklokum myndu hafa slæm áhrif á samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, húsnæðismarkaðinn o.fl. Þá verður brúin mikilvæg fyrir forgangsakstur viðbragðsaðila og styttir viðbragðstíma sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu verulega. FossvogsbrúFossvogsbrú verður 270 m löng og allt að 17 m breið. Hún tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík. Brúin er ætluð Borgarlínuvögnum, strætisvögnum, gangandi og hjólandi vegfarendum, auk forgangsakstri lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs. Framkvæmdatíminn er áætlaður 2025 til 2028. Heildarkostnaður innan fjárheimilda Fossvogsbrú er einn af mörgum verkþáttum í fyrstu lotu Borgarlínunnar. Hér eftir sem hingað til verður lögð rík áhersla á að fyrsta lota Borgarlínunnar, og önnur verkefni Samgöngusáttmálans, verði innan fjárhagsáætlunar uppfærðs sáttmála sem samþykktur var í fyrra. Ætíð verður allra hagkvæmustu leiða leitað til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Þótt samningsfjárhæð sé hærri en kostnaðarmat rúmast heildarkostnaður við byggingu brúarinnar innan fjárheimilda Samgöngusáttmálans þegar allar fjárfestingar fyrstu lotu eru skoðaðar. Léttir á umferð og styttir ferðatíma Gert er ráð fyrir að um 10.000 manns muni nota brúna daglega þegar Borgarlínan er komin í fulla virkni. Það er svipaður fjöldi og notar Hvalfjarðargöngin, fjölförnustu göng landsins. Brúin mun blasa við yfir 70.000 manns sem keyra um Kringlumýrarbraut í Fossvogi daglega og hagnast þeim því hún léttir á umferðinni þar. Sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað á Kársnesi frá 2013 er öll háð því að brúin verði byggð. Hún mun auka aðgengi að miðborginni og hefur mikil áhrif á ferðatíma að og frá þremur stærstu vinnustöðum landsins sem eru í og við Vatnsmýrina, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landspítala. Brúin verður staðsett í hjarta höfuðborgarsvæðisins og mun standa þar sem kennileiti um langa framtíð,“ segir í tilkynningunni.
FossvogsbrúFossvogsbrú verður 270 m löng og allt að 17 m breið. Hún tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík. Brúin er ætluð Borgarlínuvögnum, strætisvögnum, gangandi og hjólandi vegfarendum, auk forgangsakstri lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs. Framkvæmdatíminn er áætlaður 2025 til 2028.
Borgarlína Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Samgöngur Vegagerð Byggingariðnaður Tengdar fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tvö tilboð bárust eftir að Betri samgöngur ohf. buðu út smíði Öldu, brúnnar sem á að þvera Fossvoginn. Tilboðin voru bæði umfram áætlun. 1. október 2025 15:11 Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið. 2. október 2025 19:38 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tvö tilboð bárust eftir að Betri samgöngur ohf. buðu út smíði Öldu, brúnnar sem á að þvera Fossvoginn. Tilboðin voru bæði umfram áætlun. 1. október 2025 15:11
Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið. 2. október 2025 19:38