Kópavogur

Fréttamynd

Björguðu Ás­dísi ofan af þaki ráð­hússins

Rýming bæjarskrifstofa Kópavogsbæjar á Digranesvegi vegna elds og reyks var æfð í morgun. Samhliða fór fram björgunaræfing þar sem Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra var bjargað af þaki byggingarinnar og í körfubíl.

Innlent
Fréttamynd

Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar

Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum.

Innlent
Fréttamynd

Telur galla í hönnun Foss­vogs­brúarinnar

Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða.

Innlent
Fréttamynd

Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilis­lausa

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Frír fiskur og franskar handa Grind­víkingum

Hjálparsamtökin World Central Kitchen ætla að bjóða Grindvíkingum upp á ókeypis fisk og franskar í Smáranum í Kópavogi í dag. Þar fara fram leikir karla- og kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta.

Innlent
Fréttamynd

Allir ung­lingarnir kurteisir

Í gærkvöldi var tilkynnt um unglingasamkvæmi í uppsiglingu í hesthúsahverfi í Kópavogi. Allir unglingarnir voru kurteisir og skildu afskipti lögreglu af samkvæminu.

Innlent
Fréttamynd

Goð­sögn í Kópa­vogi fallin frá

Óhætt er segja að Kópavogur sakni eins síns dáðasta drengs. Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jói á hjólinu, féll frá þann 27. október síðastliðinn. Hann var 81 árs.

Innlent
Fréttamynd

Hefur tálgað þúsundir jólasveina úr alaskavíði

Þó það séu enn um tveir mánuðir til jóla þá situr handverkskona í Kópavogi ekki auðum höndum enda tálgar hún út jólasveina og málar þá eins og engin sé morgundagurinn fyrir jólin. Hún hefur tálgað mörg þúsund slíka sveina í gegnum árin.

Innlent
Fréttamynd

Jói og Olla selja glæsihús í Kópavogi

Jóhannes Ásbjörnsson, athafnamaður og fyrrum fjölmiðlamaður, og eiginkona hans Ólína Jóhanna Gísladóttir, flugfreyja og jógakennari, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Drangakór í Kópavogi á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 209 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Tuttugu milljónir í bætur eftir upp­sögn í skugga ein­eltis­máls

Konu, sem var um skamman tíma starfsmannastjóri Kópavogsbæjar, voru dæmdar tuttugu milljónir króna í skaða- og miskabætur í Landsrétti í dag. Henni var sagt upp störfum þegar staða hennar var lögð niður vegna skipulagsbreytinga árið 2020 en hafði sama ár verið sökuð um einelti í garð undirmanns.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt hlið að höfuð­borgar­svæðinu

Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði.

Skoðun
Fréttamynd

Bein útsending: Baráttufundur ungra bænda

Samtök ungra bænda efna til baráttufundar í Salnum í Kópavogi í dag. Þar munu átta ungir bændur taka til máls og þrír gestafyrirlesarar auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þáttöku gesta í sal. Von er á ráðherrum og þingmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Jafnrétti hefur ekki verið náð í Kópavogi

Píratar styðja baráttu kvenna og kvára fyrir jafnrétti og taka undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum.

Skoðun
Fréttamynd

Tveir stungnir í að­skildum hópslags­málum

Lögreglu barst tilkynninging um hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt. Þegar málið fór að skýrast kom í ljós að einn hafði verið stunginn í slagsmálunum. Nokkru fyrr hafði verið tilkynnt um sams konar átök í umdæmi lögreglustöðvarinnar í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Tölu­vert tjón eftir elds­voða í Kópa­vogi

Eldsvoði varð í nýbyggingu við Digranesveg í Kópavogi laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt. Slökkvilið sendi þrjár stöðvar á vettvang en töluvert tjón hlaust af eldsvoðanum. Lögregla rannsakar eldsupptök.

Innlent