Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 08:01 Efnin fundust í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stórfellt fíkniefnamál til rannsóknar þar sem lagt hefur verið hald á tæplega þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Í tveimur gæsluvarðhaldsúrskurðum frá því í byrjun mánaðar segir að lögreglan hafi haft upplýsingar um „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem væri geymt í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Efnin hafi verið falin í lofti húsnæðisins, en lögreglan skipti þeim út fyrir gerviefni og kom jafnframt fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi 2. októbers síðastliðins hafi þrír menn sótt efnin, en í greinargerð lögreglu segir að það sjáist vel á myndbandsupptöku lögreglu. Eftir að þeir sóttu gerviefnin fóru tveir mannanna í bíl og óku á brott, en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni sem ók í aðra átt. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglan stöðvaði annan bílinn í Reykjavík, og í bílnum fundust efnin sem lögreglan hafði skipt út. Síðan réðst lögreglan í húsleit á heimili eins mannsins og þar fannst umtalsvert magn meintra fíkniefna sem lagt var hald á. Segjast ekki kannast ekki við fíkniefnin Einn þessara þriggja sakborninga hefur neitað að eiga umrædd fíkniefni. Hann hafi verið að skutla vini sínum heim og sagðist ekki vita hvað hann væri með í fórum sér. Maðurinn hafi verið yfirheyrður í þrígang og ávallt haldið sakleysi sínu fram. Hann hafi neitað að tjá sig um myndir sem sýni hann og meinta samverkamenn hans að sækja efnin á falska loftið. Þá hafi hann sagt að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir væru að taka niður úr loftinu. Í málinu hefur verið lagt hald á mikið magn af MDMA. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Að mati lögreglu er framburður hans einkar ótrúverðugur og ekki í neinu samræmi við rannsóknargögn málsins „sem sýna svo hafið sé yfir vafa fram á aðkomu kærða að stórfelldur fíkniefnalagabroti.“ Annar sakborningurinn neitaði að tjá sig í fyrstu skýrslutöku lögreglu, og neitaði að heimila lögreglu að afla bankagagna hans og leyfa henni að skoða síma hans. Í annarri skýrslutöku neitaði hann aftur að tjá sig, en í þriðju skýrslutökunni sagðist hann ekki vita neitt um fíkniefnin, en þekkti sig á myndum úr skýrslu lögreglu. Lögreglan telur framburð hans einnig ótrúverðugan. Myndi valda samfélagslegum óróa að sleppa þeim lausum Í málinu lagði lögreglan hald á 2943 grömm af MDMA-kristöllum. Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja-og eiturefnafræði var styrkur MDMA í sýnum úrefnunum á bilinu 80 til 81 prósent, sem samsvarar 95 til 96 prósent af MDMA-klóríði. Líkt og áður segir lagði lögreglan líka hald á 1781 stykki af MDMA-töflum. Þessir tveir sakborningar voru í byrjun nóvember úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3. desember næstkomandi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er bent á að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tíu til tólf ára fangelsi. Dómurinn sagði að ætla mætti að verulegar líkur væru á því að það hefði sært réttarvitund almennings og valda samfélagslegum óróa ef mönnunum yrði sleppt úr haldi á því stigi málsins. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Í tveimur gæsluvarðhaldsúrskurðum frá því í byrjun mánaðar segir að lögreglan hafi haft upplýsingar um „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem væri geymt í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Efnin hafi verið falin í lofti húsnæðisins, en lögreglan skipti þeim út fyrir gerviefni og kom jafnframt fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi 2. októbers síðastliðins hafi þrír menn sótt efnin, en í greinargerð lögreglu segir að það sjáist vel á myndbandsupptöku lögreglu. Eftir að þeir sóttu gerviefnin fóru tveir mannanna í bíl og óku á brott, en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni sem ók í aðra átt. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglan stöðvaði annan bílinn í Reykjavík, og í bílnum fundust efnin sem lögreglan hafði skipt út. Síðan réðst lögreglan í húsleit á heimili eins mannsins og þar fannst umtalsvert magn meintra fíkniefna sem lagt var hald á. Segjast ekki kannast ekki við fíkniefnin Einn þessara þriggja sakborninga hefur neitað að eiga umrædd fíkniefni. Hann hafi verið að skutla vini sínum heim og sagðist ekki vita hvað hann væri með í fórum sér. Maðurinn hafi verið yfirheyrður í þrígang og ávallt haldið sakleysi sínu fram. Hann hafi neitað að tjá sig um myndir sem sýni hann og meinta samverkamenn hans að sækja efnin á falska loftið. Þá hafi hann sagt að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir væru að taka niður úr loftinu. Í málinu hefur verið lagt hald á mikið magn af MDMA. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Að mati lögreglu er framburður hans einkar ótrúverðugur og ekki í neinu samræmi við rannsóknargögn málsins „sem sýna svo hafið sé yfir vafa fram á aðkomu kærða að stórfelldur fíkniefnalagabroti.“ Annar sakborningurinn neitaði að tjá sig í fyrstu skýrslutöku lögreglu, og neitaði að heimila lögreglu að afla bankagagna hans og leyfa henni að skoða síma hans. Í annarri skýrslutöku neitaði hann aftur að tjá sig, en í þriðju skýrslutökunni sagðist hann ekki vita neitt um fíkniefnin, en þekkti sig á myndum úr skýrslu lögreglu. Lögreglan telur framburð hans einnig ótrúverðugan. Myndi valda samfélagslegum óróa að sleppa þeim lausum Í málinu lagði lögreglan hald á 2943 grömm af MDMA-kristöllum. Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja-og eiturefnafræði var styrkur MDMA í sýnum úrefnunum á bilinu 80 til 81 prósent, sem samsvarar 95 til 96 prósent af MDMA-klóríði. Líkt og áður segir lagði lögreglan líka hald á 1781 stykki af MDMA-töflum. Þessir tveir sakborningar voru í byrjun nóvember úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3. desember næstkomandi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er bent á að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tíu til tólf ára fangelsi. Dómurinn sagði að ætla mætti að verulegar líkur væru á því að það hefði sært réttarvitund almennings og valda samfélagslegum óróa ef mönnunum yrði sleppt úr haldi á því stigi málsins.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira