Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 18. desember 2024 10:29 Umræddur trjálundur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt eigendum parhúss í Hjallahverfi Kópavogi áfrýunarleyfi í máli sem snýr að deilu um tré á lóð konu í hverfinu. Í Landsrétti var konunni gert að klippa af hluta trjáa á lóð sinni en nágrannarnir vildu að lengra yrði gengið. Landsréttur felldi dóm í málinu í byrjun október og gekk nokkuð skemmra an héraðsdómur. Landsréttur gerði henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau væru ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Skyggi nær alveg á dagsbirtu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að eigendur parhússins hafi höfðað mál á hendur konunni og byggt á því að trjágróðurinn skyggði nær algerlega á dagsbirtu, sól og útsýni á lóðum þeirra og óþægindi vegna hans væru mun meiri en þau þyrftu að þola samkvæmt reglum nábýlisréttar. Í áfrýjunarbeiðni hafi nágrannarnir byggt á því að úrslit málsins vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra og vísað til þess að deilt væri um eignarrétt þeirra sem varin sé af stjórnarskránni. Þau fengu ekki notið þeirra réttinda sem þau almennt mættu búast við að fasteignum þeirra fylgi, svo sem sólar, birtu og útsýnis. Trjágróður á aðliggjandi lóð hamlaði því alfarið að þau gætu haft eðlileg afnot af eignum sínum. Þá hafi þau talið að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og í honum hafi verið farið út fyrir málsástæður konunnar. Þau hafi vísað til þess að konan hefði ekki teflt fram þeirri málsástæðu eða rökum að henni yrði einungis gert að klippa trjágróður innan fjögurra metra línu frá lóðarmörkum. Konan sammála en á öðrum forsendum Í ákvörðuninni segir að konan hafi ekki tekið afstöðu gagnvart áfrýjunarleyfisbeiðni nágranna sinna en tveimur dögum síðar einnig óskað eftir áfrýjunarleyfi. Hún hafi talið að niðurstaða Landsréttar væri röng og óskýr og gæti ekki staðið óhögguð. Í málinu væri tekist á um kröfugerð nágrannanna, sem gengi mjög langt og væri án sérgreiningar um stök tré. Málið hefði fordæmisgildi um sjónarmið á sviði nábýlisréttar og kröfugerðir í slíkum málum. Hún hafi vísað til þess að um sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar væri að ræða enda væri deilt um gróður sem hún hefði ræktað frá því hún keypti fasteignina. Að lokum hafi hún talið að Landsréttur hefði í niðurstöðu sinni farið út fyrir kröfugerð aðila á skjön við meginreglu réttarfars um málsforræði og niðurstaða réttarins ætti sér ekki stoð í ákvæðum byggingareglugerða og væri ekki aðfararhæf. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins verði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi á sviði nábýlisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Jarða- og lóðamál Kópavogur Dómsmál Tré Nágrannadeilur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Landsréttur felldi dóm í málinu í byrjun október og gekk nokkuð skemmra an héraðsdómur. Landsréttur gerði henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau væru ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Skyggi nær alveg á dagsbirtu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að eigendur parhússins hafi höfðað mál á hendur konunni og byggt á því að trjágróðurinn skyggði nær algerlega á dagsbirtu, sól og útsýni á lóðum þeirra og óþægindi vegna hans væru mun meiri en þau þyrftu að þola samkvæmt reglum nábýlisréttar. Í áfrýjunarbeiðni hafi nágrannarnir byggt á því að úrslit málsins vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra og vísað til þess að deilt væri um eignarrétt þeirra sem varin sé af stjórnarskránni. Þau fengu ekki notið þeirra réttinda sem þau almennt mættu búast við að fasteignum þeirra fylgi, svo sem sólar, birtu og útsýnis. Trjágróður á aðliggjandi lóð hamlaði því alfarið að þau gætu haft eðlileg afnot af eignum sínum. Þá hafi þau talið að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og í honum hafi verið farið út fyrir málsástæður konunnar. Þau hafi vísað til þess að konan hefði ekki teflt fram þeirri málsástæðu eða rökum að henni yrði einungis gert að klippa trjágróður innan fjögurra metra línu frá lóðarmörkum. Konan sammála en á öðrum forsendum Í ákvörðuninni segir að konan hafi ekki tekið afstöðu gagnvart áfrýjunarleyfisbeiðni nágranna sinna en tveimur dögum síðar einnig óskað eftir áfrýjunarleyfi. Hún hafi talið að niðurstaða Landsréttar væri röng og óskýr og gæti ekki staðið óhögguð. Í málinu væri tekist á um kröfugerð nágrannanna, sem gengi mjög langt og væri án sérgreiningar um stök tré. Málið hefði fordæmisgildi um sjónarmið á sviði nábýlisréttar og kröfugerðir í slíkum málum. Hún hafi vísað til þess að um sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar væri að ræða enda væri deilt um gróður sem hún hefði ræktað frá því hún keypti fasteignina. Að lokum hafi hún talið að Landsréttur hefði í niðurstöðu sinni farið út fyrir kröfugerð aðila á skjön við meginreglu réttarfars um málsforræði og niðurstaða réttarins ætti sér ekki stoð í ákvæðum byggingareglugerða og væri ekki aðfararhæf. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins verði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi á sviði nábýlisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Jarða- og lóðamál Kópavogur Dómsmál Tré Nágrannadeilur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira