

Sjö þingmenn og einn starfsmaður Alþingis sóttu fund Norðurlandaráðs á Grænlandi 12. til 14. september. Gist var í tvær nætur á hóteli í Nuuk og kostaði nóttin 35 þúsund krónur.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum.
Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi.
Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi.
Naleraq-flokknum hugnaðist ekki að dönsk stjórnvöld fjármögnuðu að hluta byggingu þriggja flugvalla.
Liðsmenn Hróksins hafa síðustu daga staðið fyrir hátíð á Austur-Grænlandi, þar sem búa næstu nágrannar Íslendinga. Byrjað var með hinni árlegu Air Iceland Connect-hátíð í Kulusuk, þar sem Hrafn Jökulsson tefldi við öll börn bæjarins, og tónlistarmennirnir Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson töfruðu alla upp úr skónum.
Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti öflugu skákstarfi á Grænlandi síðastliðinn fimmtán ár. Í dag var blásið til fögnuðar af því tilefni og gaman er að segja frá því að félagið hélt fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003.
Stærðarinnar borgarísjaki hefur sett svip sinn á bæjarlífið í grænlenska þorpinu Innaarsui.
Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands.
Landrisið er rúmlega þriðjungi hraðar við Amundsen-flóa á Vestur-Suðurskautslandinu.
Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO
Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.
Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku.
Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku.
Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð.
Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld.
Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar.
Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar.
Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur.
Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips.
Víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri, sem hafði viðdvöl í Reykjavík, er komið þvert yfir Norður-Atlantshaf.