Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 18:39 Trump tilkynnti á Twitter í gær að hann hygðist fresta fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur. Vísir/Getty Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. Þetta segir Þorvaldur Flemming Jensen sem búsettur er í Danmörku en hann ræddi samskipti Trump við Danmörku síðustu daga í Reykjavík síðdegis í dag. Þorvaldur segir málið vera með ólíkindum. Fyrr í mánuðinum var greint frá áhuga Trump á eyjunni stóru og vakti það furðu margra, þar á meðal Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði ummælin hljóta að vera aprílgabb.Sjá einnig: Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa GrænlandNúverandi forsætisráðherra Danmerkur, Mette Fredriksen, gaf lítið fyrir hugmyndir forsetans um að festa kaup á Grænlandi og sagði umræðuna vera fáránlega, Grænland væri eign Grænlendinga en ekki eitthvað sem gengi kaupum og sölu. Í kjölfarið frestaði Trump fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur um óákveðin tíma. „Þeir flestir sem ég hef talað við og það sem maður heyrir í samfélaginu er að mönnum finnist mjög gott að hann hafi hætt við og eins og hann lýsti yfir, að það væri hægt að skipuleggja þetta seinna, það eru margir sem vilja meina að það sé engin ástæða til þess að skipuleggja þetta nokkuð seinna, Danir séu uppteknari af öðrum hlutum sem eru mikilvægari,“ segir Þorvaldur.Mette Fredriksen sagði Grænland vera eign Grænlendinga.Vísir/GettySala Grænlands til Bandaríkjanna myndi „skítfalla“ í þjóðaratkvæðagreiðslu Þorvaldur segir marga sérfræðinga tala um að þessi samskipti þjóðanna hafi neikvæð áhrif á samband þeirra til lengri tíma litið. Þá höfðu margir séð tækifæri í því að fá Bandaríkjaforseta í heimsókn til landsins, sérstaklega einstaklingar úr atvinnulífinu, og harma það að hann hafi frestað heimsókn sinni. „Ef maður lítur á þetta frá öðrum sjónarhóli þá hafði fólk úr atvinnulífinu hugsað sér gott til glóðarinnar að geta kynnt bæði vörur og þjónustu og haft samtöl við embættismenn sem fylgja Donald Trump hérna í Danmörku og menn svona sáu fram á að það væri hægt að koma því á dagskrána í sambandi við Bandaríkjanna, þannig þeir sjá nú eftir þessum fundi flestir úr atvinnulífinu. Það eru ekkert allir rosalega ánægðir með þetta,“ segir Þorvaldur. Það þykir ljóst að áhugi Trump á Grænlandi hafi verið vegna landfræðilegrar stöðu eyjunnar. Bæði Rússland og Kína hafi aukið umsvif sín á norðurslóðum enda sé verðmæti þess svæðis að aukast í ljósi loftslagsbreytinga. Danir séu meðvitaðir um þær ástæður sem liggja að baki áhuga Trump og því ekki bjartsýnn á að Danir og Grænlendingar myndu samþykkja slíka sölu. „Það myndi alveg skítfalla ef það væri í þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku að selja Grænland, það er engin spurning. Hvort að mönnum þyki svo vænt um Grænland eða hvort að það sé af því að þeir vilji ekki selja það til Bandaríkjanna skal ég ekki alveg segja, en þetta er mikilvægt svæði af mörgum ástæðum og sérstaklega norðurheimskautin.“ Danmörk Donald Trump Grænland Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. 21. ágúst 2019 08:48 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. Þetta segir Þorvaldur Flemming Jensen sem búsettur er í Danmörku en hann ræddi samskipti Trump við Danmörku síðustu daga í Reykjavík síðdegis í dag. Þorvaldur segir málið vera með ólíkindum. Fyrr í mánuðinum var greint frá áhuga Trump á eyjunni stóru og vakti það furðu margra, þar á meðal Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði ummælin hljóta að vera aprílgabb.Sjá einnig: Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa GrænlandNúverandi forsætisráðherra Danmerkur, Mette Fredriksen, gaf lítið fyrir hugmyndir forsetans um að festa kaup á Grænlandi og sagði umræðuna vera fáránlega, Grænland væri eign Grænlendinga en ekki eitthvað sem gengi kaupum og sölu. Í kjölfarið frestaði Trump fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur um óákveðin tíma. „Þeir flestir sem ég hef talað við og það sem maður heyrir í samfélaginu er að mönnum finnist mjög gott að hann hafi hætt við og eins og hann lýsti yfir, að það væri hægt að skipuleggja þetta seinna, það eru margir sem vilja meina að það sé engin ástæða til þess að skipuleggja þetta nokkuð seinna, Danir séu uppteknari af öðrum hlutum sem eru mikilvægari,“ segir Þorvaldur.Mette Fredriksen sagði Grænland vera eign Grænlendinga.Vísir/GettySala Grænlands til Bandaríkjanna myndi „skítfalla“ í þjóðaratkvæðagreiðslu Þorvaldur segir marga sérfræðinga tala um að þessi samskipti þjóðanna hafi neikvæð áhrif á samband þeirra til lengri tíma litið. Þá höfðu margir séð tækifæri í því að fá Bandaríkjaforseta í heimsókn til landsins, sérstaklega einstaklingar úr atvinnulífinu, og harma það að hann hafi frestað heimsókn sinni. „Ef maður lítur á þetta frá öðrum sjónarhóli þá hafði fólk úr atvinnulífinu hugsað sér gott til glóðarinnar að geta kynnt bæði vörur og þjónustu og haft samtöl við embættismenn sem fylgja Donald Trump hérna í Danmörku og menn svona sáu fram á að það væri hægt að koma því á dagskrána í sambandi við Bandaríkjanna, þannig þeir sjá nú eftir þessum fundi flestir úr atvinnulífinu. Það eru ekkert allir rosalega ánægðir með þetta,“ segir Þorvaldur. Það þykir ljóst að áhugi Trump á Grænlandi hafi verið vegna landfræðilegrar stöðu eyjunnar. Bæði Rússland og Kína hafi aukið umsvif sín á norðurslóðum enda sé verðmæti þess svæðis að aukast í ljósi loftslagsbreytinga. Danir séu meðvitaðir um þær ástæður sem liggja að baki áhuga Trump og því ekki bjartsýnn á að Danir og Grænlendingar myndu samþykkja slíka sölu. „Það myndi alveg skítfalla ef það væri í þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku að selja Grænland, það er engin spurning. Hvort að mönnum þyki svo vænt um Grænland eða hvort að það sé af því að þeir vilji ekki selja það til Bandaríkjanna skal ég ekki alveg segja, en þetta er mikilvægt svæði af mörgum ástæðum og sérstaklega norðurheimskautin.“
Danmörk Donald Trump Grænland Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. 21. ágúst 2019 08:48 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. 21. ágúst 2019 08:48
Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent