Myndlist

Fréttamynd

Andlát: Tímóteus Pétursson

Listamaðurinn Bohuslav Woody Vasulka, sem tók nafnið Tímóteus Pétursson er hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1968, er látinn. Hann lést í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum þann 20. desember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Opna vinnustofu föður síns fyrir almenningi

Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag.

Innlent
Fréttamynd

Í bliki stjarnanna felst von

Kvikmyndabæklingar urðu Katrínu Matthíasdóttur listakonu innblástur að verkum sem hún opnar sýningu á í dag í Gallerí Gróttu og nefnist Fjarstjörnur og fylgihnettir.

Menning
Fréttamynd

Bubbi málar lögin sín á meðan Tolli slæst

Löng hefð er fyrir því að Tolli Morthens opni vinnustofu sína almenningi á fullveldisdeginum og á sunnudaginn býður hann upp á veraldlegar veitingar og andlegar kræsingar, meðal annars málverk sem Bubbi, bróðir hans, málaði af lögum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Stefnumót

Daði Guðbjörnsson og Lulu Yee sýna saman málverk og leirverk í Galleríi Fold.

Menning
Fréttamynd

Ég var afar ópraktískur

Þótt sýningin sem opnuð er í dag í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, nefnist EITTHVAÐ úr ENGU: Myndheimur Magnúsar Pálssonar fer því fjarri að hún sé úr engu því margt ber þar fyrir augu.

Menning
Fréttamynd

„Ég er galdakarl“

Atli Már Indriðason hefur verið valinn listamaður Listahátíðarinnar List án Landamæra. Listahátíðin leggur áherslu á list fatlaðs fólks og verður haldin 5. til 20. október í Gerðubergi.

Menning
Fréttamynd

Stef úr hversdagsleika

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir heldur sína fyrstu einkasýningu í Harbinger á Freyjugötu. Þar er hægt að horfa, borða og snerta.

Menning
Fréttamynd

Átján andlit Ingibjargar

Listakona sem greindist með geðhvarfasýki fyrir rúmu ári skrásetti líðan sína með því að taka ljósmyndir af sjálfri sér í bataferlinu. Sýningin heitir Sálræn litadýrð og er liður í hátíðinni Klikkuð menning sem nú fer fram.

Menning
Fréttamynd

Með íslenska auðn í París

Listakonan Guðrún Nielsen er á förum til Parísar með unnar ljósmyndir á samsýningu í (Galeria Zero) GALERIE sem verður opnuð á mánudaginn. Þær eru úr seríunni Auðn.

Menning
Fréttamynd

Vilja ekki endurtaka sig

Matthías Rúnar Sigurðsson og Sigurður Ámundason sýna höggmyndir og teikningar á sýningunni Valheimur.

Menning
Fréttamynd

Hann var afar fjölhæfur

Yfirlitssýning á verkum Harðar Haraldssonar, kennara á Bifröst og frjálsíþróttamanns, verður opnuð á morgun í Herberginu, sýningarsal Kirsuberjatrésins á Vesturgötu 4.

Menning
Fréttamynd

Vissu ekkert um Svartfjallaland

Anna Leif Elídóttir flutti til Svartfjallalands í byrjun júlí. Hún er nú stödd á Íslandi en myndlistarsýning með verkum hennar er á byggðasafninu á Akranesi.

Lífið
Fréttamynd

Meistari Hilarion líkamnast í Snorra Ásmundssyni listamanni

Snorri Ásmundsson býður til hugleiðslustundar í Egilshöll um helgina. Þar mun meistari Hilarion, heilari og prestur í musteri sannleikans, taka á móti gestum og leiða þá inn í víddir hugans. Jafnframt verður stofnfundur nýrrar jógahreyfingar sem nefnist Sana Ba Lana.

Menning