Braggamálið

„Það var reitt hátt til höggs“
Það hefði líklega fáa grunað að uppbygging á gömlum bragga í Nauthólsvík yrði eitt stærsta fréttamál ársins 2018. Uppbyggingin á bragganum fór tæpar 260 milljónir fram úr kostnaðaráætlun sem gerð hafði verið og það sauð upp úr þegar í ljós kom að flutt höfðu verið inn sérstök „höfundarréttarvarin“ strá frá Danmörku á 757 þúsund krónur til þess að gróðursetja fyrir utan braggann.

Nýja braggaskýrslan til umræðu í borgarstjórn
Það var Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins sem kallaði eftir umræðunni en umrædd skýrsla var lögð fyrir borgarráð í síðustu viku.

Braggablús?
Borgarstjórn ræðir aftur Braggann í dag, nú vegna skýrslu borgarskjalavarðar um skjalavörslu tengda framkvæmdum við Nauthólsveg 100.

Allir sem unnu að braggaverkefninu hjá borginni hættir
Borgarfulltrúar minnihlutans í borginni vilja ýmist að borgarstjóri axli ábyrgð vegna nýrrar Braggaskýrslu, fá nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá borginni eða telja að um mögulegt misferli sé að ræða.

Kröfur Eflingar á við fjóra bragga
Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú.

Veitingastað Braggans lokað
Stefnt er að enduropnun hins umtalaða Bragga í Nauthólsvík í næstu viku

Útilokað að Norðmenn reisi bragga
Bjarki Þór Steinarsson er lögfræðingur á innkaupaskrifstofu sveitarfélags í Noregi með svipað marga íbúa og Reykjavík. Hann segir útilokað að mál sem hafi komið upp hér á landi í tengslum við opinber innkaup geti komið upp þar í landi. Furðar hann sig á því að verktakar séu ekki tilbúnir að fara í skaðabótamál þegar ekki er farið eftir reglum.

Hátt í 400 milljónir án útboðs hjá borginni
Umhverfis- og skipulagssvið hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir hátt í 400 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Innri endurskoðun hefur ítrekað bent á mikilvægi rammasamninga til að lækka kostnað.

Eftirlitsnefnd vill svör frá Reykjavíkurborg
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vill fá svör frá Reykjavíkurborg um atriði sem koma ekki fram í Braggaskýrslunni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir aðeins búið að bæta úr sex atriðum af þrjátíu á þremur árum.

Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur
Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk.

Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir
Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar.

Uppstokkun í stjórnsýslunni
Borgarráð samþykkti í gær að leggja niður skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar (SEA) eftir að hún fékk útreið í skýrslu um framkvæmdirnar við Nauthólsveg 100, endurbætur á bragganum margumtalaða.

Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum
Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum.

Stórefla á miðlæga stjórnsýslu í borginni
Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig.

Höfuðborg fyrir tölvupóst – Opið bréf til borgarstjóra Reykjavíkur
Ágæti Dagur, ég á góðan vin sem heldur því fram að Göbbels hafi endurholdgast sem hross í Skagafirði með ropvanda.

Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs
Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra.

Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt
Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda.

Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi
Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

Eyþóri og Vigdísi brugðið undir eldmessu Dags
Borgarstjóri hefur misst þolinmæðina gagnvart minnihlutanum.

Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða.

Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag
Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram.

Vill fjölga fulltrúum í innkauparáði og auka eftirlitshlutverk þess
Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað.

Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“
Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir "óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann.

Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara
Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara.

„Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“
Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum.

Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri
Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál.

Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“
Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag.

Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara
Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara.

Braggi allra bragga fyrir og eftir breytingar
Rúnar Gunnarsson ljósmyndari sýnir einstakar myndir af bragganum.

Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins.