Hátt í 400 milljónir án útboðs hjá borginni Ari Brynjólfsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Efla fékk 1,2 milljónir króna fyrir vinnu við Ráðhúsið. Fréttablaðið/Stefán Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í yfirliti sem lagt var fram í innkauparáði Reykjavíkurborgar í gær. Þetta er rúmlega 80 milljónum meira en í fyrra, en þá keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu fyrir 313 milljónir króna. „Það lítur út fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans hafi ekkert lært. Þessi framkoma gagnvart skattgreiðgreiðendum í Reykjavík er ólíðandi,“ segir Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði. Björn segir ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að talan fari hækkandi. Sérstaklega í ljósi þess að talan væri mun lægri ef búið væri að gera rammasamninga um sérfræðiþjónustu. „Reykjavíkurborg er mjög stór kaupandi að þessari þjónustu. Rammasamningurinn rann út 2014. Ég hef ítrekað gert athugasemdir við þetta, líka á síðasta kjörtímabili,“ segir Björn. Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 að brýnt sé að koma á rammasamningum til að borgin fái hagstæð kjör sem og að birgjar uppfylli kröfur borgarinnar um vinnu og mannréttindi. Þetta var ítrekað í skýrslu innri endurskoðanda í mars, þar segir að borgin gæti sparað um 22 prósent með slíkum samningum. Í þessu tilviki gæti borgin því verið að spara um 90 milljónir króna.Björn Gíslason, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsSamkvæmt innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er skylt að fara í útboð þegar um er að ræða verklegar framkvæmdir yfir 28 milljónir króna eða þjónustukaup fyrir meira en 14 milljónir. Þegar kaup fara ekki í útboð er það í höndum skrifstofu hvers sviðs til hverra er leitað. Sérfræðiþjónustan sem um ræðir snýr fyrst og fremst að verkfræðingum og arkitektum. Hæstu fjárhæðirnar fara til stórra verkfræðistofa sem koma þá að fjölda verkefna. Alls keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu frá 32 fyrirtækjum. Upphæðirnar eru allt frá rúmlega einni milljón króna upp í tugi milljóna fyrir einstaka verkefni. Verkfræðistofan Mannvit hefur fengið flest verkefnin, alls 20. VSÓ Ráðgjöf er með hæstu upphæðina, 38 milljónir á þriggja mánaða tímabili fyrir vinnu við íþrótta- og tómstundasvæði Fram í Úlfarsárdal. VA arkitektar hafa einnig fengið 35 milljónir fyrir vinnu á sama stað á sama tímabili. Athygli vekur að í mars fékk Arkibúllan ehf. 1,5 milljónir án útboðs, en það er sama stofan og stóð að hönnun og verkefnastjórnun braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100 sem fór langt fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Björn segir nauðsynlegt að gera rammasamning og það sem fyrst. „Ég hef fengið þau svör að hann sé á leiðinni. Ég hef heyrt það í einhvern tíma. En það er enginn samningur kominn þrátt fyrir ábendingar Innri endurskoðunar.“ Sabine Leskopf, formaður innkauparáðs, segir alla sammála um að þörf sé á rammasamningi. Málið hafi ekki verið klárað á fundinum í gær og hefur hún óskað eftir frekari upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Stjórnsýsla Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í yfirliti sem lagt var fram í innkauparáði Reykjavíkurborgar í gær. Þetta er rúmlega 80 milljónum meira en í fyrra, en þá keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu fyrir 313 milljónir króna. „Það lítur út fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans hafi ekkert lært. Þessi framkoma gagnvart skattgreiðgreiðendum í Reykjavík er ólíðandi,“ segir Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði. Björn segir ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að talan fari hækkandi. Sérstaklega í ljósi þess að talan væri mun lægri ef búið væri að gera rammasamninga um sérfræðiþjónustu. „Reykjavíkurborg er mjög stór kaupandi að þessari þjónustu. Rammasamningurinn rann út 2014. Ég hef ítrekað gert athugasemdir við þetta, líka á síðasta kjörtímabili,“ segir Björn. Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 að brýnt sé að koma á rammasamningum til að borgin fái hagstæð kjör sem og að birgjar uppfylli kröfur borgarinnar um vinnu og mannréttindi. Þetta var ítrekað í skýrslu innri endurskoðanda í mars, þar segir að borgin gæti sparað um 22 prósent með slíkum samningum. Í þessu tilviki gæti borgin því verið að spara um 90 milljónir króna.Björn Gíslason, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsSamkvæmt innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er skylt að fara í útboð þegar um er að ræða verklegar framkvæmdir yfir 28 milljónir króna eða þjónustukaup fyrir meira en 14 milljónir. Þegar kaup fara ekki í útboð er það í höndum skrifstofu hvers sviðs til hverra er leitað. Sérfræðiþjónustan sem um ræðir snýr fyrst og fremst að verkfræðingum og arkitektum. Hæstu fjárhæðirnar fara til stórra verkfræðistofa sem koma þá að fjölda verkefna. Alls keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu frá 32 fyrirtækjum. Upphæðirnar eru allt frá rúmlega einni milljón króna upp í tugi milljóna fyrir einstaka verkefni. Verkfræðistofan Mannvit hefur fengið flest verkefnin, alls 20. VSÓ Ráðgjöf er með hæstu upphæðina, 38 milljónir á þriggja mánaða tímabili fyrir vinnu við íþrótta- og tómstundasvæði Fram í Úlfarsárdal. VA arkitektar hafa einnig fengið 35 milljónir fyrir vinnu á sama stað á sama tímabili. Athygli vekur að í mars fékk Arkibúllan ehf. 1,5 milljónir án útboðs, en það er sama stofan og stóð að hönnun og verkefnastjórnun braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100 sem fór langt fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Björn segir nauðsynlegt að gera rammasamning og það sem fyrst. „Ég hef fengið þau svör að hann sé á leiðinni. Ég hef heyrt það í einhvern tíma. En það er enginn samningur kominn þrátt fyrir ábendingar Innri endurskoðunar.“ Sabine Leskopf, formaður innkauparáðs, segir alla sammála um að þörf sé á rammasamningi. Málið hafi ekki verið klárað á fundinum í gær og hefur hún óskað eftir frekari upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Stjórnsýsla Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira