

Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum.
Hann er sagður heita Salih Khater. Hann er 29 ára breskur ríkisborgari og er upprunalega frá Súdan.
Enginn lét lífið og enginn særðist alvarlega þegar maður á þrítugsaldri ók Ford Fiesta á fólk við þinghúsið í London.
Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London.
Meðal skotmarka sem Haque hafði í huga var Big Ben, lífverðir drottningar Bretlands, bankar og verslunarmiðstöð.
Yfirmaður MI5 segir ástandið aldrei hafa verið svo slæmt á 34 ára ferli sínum.
Ahmed Hassan var í dag ákærður vegna sprengjunnar sem að var komið fyrir í lest á háannartíma í London fyrir viku en þrjátíu slösuðust í árásinni.
Viðbúnaðarstig í Bretlandi hefur verið lækkað úr hæsta stigi í það næstefsta. Viðbúnaðarstig var hækkað í hæsta stig á föstudag í kjölfar sprengjuárásarinnar á Parsons Green lestarstöðinni í London þar sem 30 einstaklingar særðust. Sky greinir frá þessu.
Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum.
Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni.
Viðbúnaður yfirvalda í Bretlandi er á háu stigi eftir árásir í London og í Manchester sem 36 manns dóu í.
Fjórir menn ætluðu sér að fremja hryðjuverk í Bretlandi.
Stefnt er að því að þjálfa samtök til að aðstoða við að hafa auga með og bregðast við skilaboðum öfgamanna. Jafnframt verður stofnað þjónustuborð sem gerir fólki kleift að komast beint í samband við starfsfólk Facebook.
Darren Osborne, 47 ára gamall maður frá Cardiff í Wales, er grunaður um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags.
Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales.
Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni.
Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga.
Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær.
Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir.
Lögregluyfirvöld í Lundúnum hafa sent frá sér myndir af fölsuðum sprengjubeltum sem árásarmennirnir Khuram Butt, Rachid Redouane og Youssef Zaghba báru um sig miðja þegar þeir frömdu hryðjuverkin á London Bridge og Borough Market þann 3. júní, síðastliðinn.
Mönnunum tókst ekki að framvísa fullnægjandi greiðsluupplýsingum og þeir sóttu aldrei bílinn. Þeir notuðust því við minni sendiferðabíl í árásinni í staðinn.
Myndband sem sýnir bresku lögregluna binda enda á hryðjuverkaárásina í London í síðustu viku hefur komið upp á yfirborðið. Þar má sjá skjót viðbrögð lögreglumannana sem mæta á Borough Market aðeins átta mínútum eftir að árásin var tilkynnt.
Hin 21 árs Sara Zelenak er annar ástralski ríkisborgarinn sem tilkynnt er að hafi látið lífið í hryðjuverkaárásinni í London á laugardag.
Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag.
Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið.
Lögregluyfirvöld í London segja að árásarmennirnir þrír verði nafngreindir um leið og gengið hafi verið úr skugga um að slík nafnbirting muni ekki skaða rannsóknarhagsmuni.
Lundúnabúar sem staddir voru í miðri hryðjuverkaárás í miðbæ Lundúna í gær brugðust margir hverjir við með því að kasta lausum hlutum í árásarmennina til þess að reyna að hefta för þeirra.
Sadiq Khan segir að gæsla verði aukin verulega í Lundúnum í dag og á næstunni og telur hann mjög miklar líkur á því að hryðjuverkaárásirnar verði fleiri.
Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður.
Sky segir frá því að fjórir karlmenn og ein kona hafi verið handtekin við húsleitina í hverfinu Barking í austurhluta London í morgun.