Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2017 21:45 Einn af árásarmönnunum. Vísir Fjölskylda fórnarlambs í hryðjuverkaárásinni í London í gær hefur sent frá sér yfirlýsingu. Í henni er fyrsta fórnarlamb árásarinnar nafngreint. Í yfirlýsinginni segir að fjölskyldan syrgi nú fráfall Chrissy Archibald sem flutt hafi til Evrópu frá Kanada til þess að vera með unnusta sínum. Lögregluyfirvöld í London segja að árásarmennirnir þrír verði nafngreindir um leið og gengið hafi verið úr skugga um að slík nafnbirting muni ekki skaða rannsóknarhagsmuni.Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni þar sem hann þakkar fjölmiðlum og almenningi fyrir að hafa ekki nafngreint mennina. Breskum lögregluyfirvöldum er líklega enn í fersku minni þegar bandarískir fjölmiðlar nafngreindu árásarmanninn sem framdi hryðjuverkaárás í Manchester í maí, sólarhring eftir að árásin var framin. Komu þær upplýsingar frá bandarískum embættismönnum í gegnum breskar öryggisstofnanir og voru yfirvöld í Bretlandi allt annað en kát með frjálslega upplýsingagjöf kollega sinna í Bandaríkjunum.Lögregla segir að mikil vinna hafi verið lögð í að safna saman sönnunargögnum á vettvangi við London Bridge og Borough Market. Þar létu árásarmennirnir þrír til skarar skríða með þeim afleiðingum að sjö létust og um fimmtíu særðust, þar af 21 alvarlega. Mennirnir þrír voru skotnir til bana af lögreglu aðeins átta mínútum eftir að fyrsta útkall barst. Tólf hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á árásinni, fimm karlmenn og sjö konur. Húsleitir hafa verið gerðar víðs vegar um London. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa í dag fjallað um árásarmennina þrjá, án þess þó að nafngreina þá. Á vef Guardian í dag kom meðal annars fram að lögregla hafði verið vöruð við einum þeirra.BREAKING NEWS: Canadian victim killed in #LondonTerrorAttack identified as Chrissy Archibald of Castlegar, B.C. Family statement here: pic.twitter.com/MAQMrwsWaz— Rosa (@journorosa) June 4, 2017 Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40 Lögreglan hafði verið vöruð við einum af hinum grunuðu Nágranni eins af þeim sem grunaðir eru að hafa staðið að baki árásinni í London segir að hún hafi varað lögregluna við honum. 4. júní 2017 20:56 Tónleikagestir One Love Manchester láta árásina í London ekki hræða sig Um 50 þúsund manns ætla sér að mæta á styrktartónleika Ariönu Grande í kvöld og segjast ekki ætla að láta árásina í London hræða sig. 4. júní 2017 17:59 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Fjölskylda fórnarlambs í hryðjuverkaárásinni í London í gær hefur sent frá sér yfirlýsingu. Í henni er fyrsta fórnarlamb árásarinnar nafngreint. Í yfirlýsinginni segir að fjölskyldan syrgi nú fráfall Chrissy Archibald sem flutt hafi til Evrópu frá Kanada til þess að vera með unnusta sínum. Lögregluyfirvöld í London segja að árásarmennirnir þrír verði nafngreindir um leið og gengið hafi verið úr skugga um að slík nafnbirting muni ekki skaða rannsóknarhagsmuni.Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni þar sem hann þakkar fjölmiðlum og almenningi fyrir að hafa ekki nafngreint mennina. Breskum lögregluyfirvöldum er líklega enn í fersku minni þegar bandarískir fjölmiðlar nafngreindu árásarmanninn sem framdi hryðjuverkaárás í Manchester í maí, sólarhring eftir að árásin var framin. Komu þær upplýsingar frá bandarískum embættismönnum í gegnum breskar öryggisstofnanir og voru yfirvöld í Bretlandi allt annað en kát með frjálslega upplýsingagjöf kollega sinna í Bandaríkjunum.Lögregla segir að mikil vinna hafi verið lögð í að safna saman sönnunargögnum á vettvangi við London Bridge og Borough Market. Þar létu árásarmennirnir þrír til skarar skríða með þeim afleiðingum að sjö létust og um fimmtíu særðust, þar af 21 alvarlega. Mennirnir þrír voru skotnir til bana af lögreglu aðeins átta mínútum eftir að fyrsta útkall barst. Tólf hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á árásinni, fimm karlmenn og sjö konur. Húsleitir hafa verið gerðar víðs vegar um London. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa í dag fjallað um árásarmennina þrjá, án þess þó að nafngreina þá. Á vef Guardian í dag kom meðal annars fram að lögregla hafði verið vöruð við einum þeirra.BREAKING NEWS: Canadian victim killed in #LondonTerrorAttack identified as Chrissy Archibald of Castlegar, B.C. Family statement here: pic.twitter.com/MAQMrwsWaz— Rosa (@journorosa) June 4, 2017
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40 Lögreglan hafði verið vöruð við einum af hinum grunuðu Nágranni eins af þeim sem grunaðir eru að hafa staðið að baki árásinni í London segir að hún hafi varað lögregluna við honum. 4. júní 2017 20:56 Tónleikagestir One Love Manchester láta árásina í London ekki hræða sig Um 50 þúsund manns ætla sér að mæta á styrktartónleika Ariönu Grande í kvöld og segjast ekki ætla að láta árásina í London hræða sig. 4. júní 2017 17:59 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13
May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04
Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40
Lögreglan hafði verið vöruð við einum af hinum grunuðu Nágranni eins af þeim sem grunaðir eru að hafa staðið að baki árásinni í London segir að hún hafi varað lögregluna við honum. 4. júní 2017 20:56
Tónleikagestir One Love Manchester láta árásina í London ekki hræða sig Um 50 þúsund manns ætla sér að mæta á styrktartónleika Ariönu Grande í kvöld og segjast ekki ætla að láta árásina í London hræða sig. 4. júní 2017 17:59