Khan segir mjög miklar líkur á fleiri hryðjuverkaárásum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júní 2017 13:15 Sadiq Khan er borgarstjóri London. Vísir/afp Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir líkurnar á fleiri hryðjuverkaárásum vera mjög miklar og hvetur fólk til árvekni. Khan segir að gæsla verði aukin verulega í Lundúnum í dag og á næstunni og telur hann mjög miklar líkur á því að hryðjuverkaárásirnar verði fleiri. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu hefur verið í Bretlandi eftir árásina í Manchester. Khan hvetur borgarbúa til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt athæfi. Hann segir yfirvöld vinna þrotlaust að því að þróa nýjar leiðir til að tryggja öryggi borgaranna. Þrátt fyrir allt telur hann Lundúni vera eina öruggustu stórborg í heimi. Í viðtali í morgun hrósaði hann lögreglunni í Lundúnum og sagði afleiðingarnar hafa orðið mun verri, hefði ekki verið fyrir snör viðbrögð hennar. Khan segist skorta orð til að lýsa sorginni yfir því að saklausir borgarar séu gerðir að skotmörkum með þessum hætti. Hryðjuverkamenn muni þó aldrei vinna og þeim takist ekki að halda Lundúnarbúum í gíslingu. Khan segir markmið hryðjuverkamanna vera að hræða og svipta fólk frelsinu til að þora að fara út og njóta lífsins. Það megi ekki aldrei takast. Hann segir Lundúnarbúa hafa sýnt það og sannað í gegnum árin að þeir láti ekki hræðast af hroðaverkum sem þessum. Það muni þeir gera aftur núna. Khan segir að árásin muni ekki hafa áhrif á kosningarnar á fimmtudaginn en það sé einmitt markmið hryðjuverkamanna sem hata lýðræði. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir líkurnar á fleiri hryðjuverkaárásum vera mjög miklar og hvetur fólk til árvekni. Khan segir að gæsla verði aukin verulega í Lundúnum í dag og á næstunni og telur hann mjög miklar líkur á því að hryðjuverkaárásirnar verði fleiri. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu hefur verið í Bretlandi eftir árásina í Manchester. Khan hvetur borgarbúa til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt athæfi. Hann segir yfirvöld vinna þrotlaust að því að þróa nýjar leiðir til að tryggja öryggi borgaranna. Þrátt fyrir allt telur hann Lundúni vera eina öruggustu stórborg í heimi. Í viðtali í morgun hrósaði hann lögreglunni í Lundúnum og sagði afleiðingarnar hafa orðið mun verri, hefði ekki verið fyrir snör viðbrögð hennar. Khan segist skorta orð til að lýsa sorginni yfir því að saklausir borgarar séu gerðir að skotmörkum með þessum hætti. Hryðjuverkamenn muni þó aldrei vinna og þeim takist ekki að halda Lundúnarbúum í gíslingu. Khan segir markmið hryðjuverkamanna vera að hræða og svipta fólk frelsinu til að þora að fara út og njóta lífsins. Það megi ekki aldrei takast. Hann segir Lundúnarbúa hafa sýnt það og sannað í gegnum árin að þeir láti ekki hræðast af hroðaverkum sem þessum. Það muni þeir gera aftur núna. Khan segir að árásin muni ekki hafa áhrif á kosningarnar á fimmtudaginn en það sé einmitt markmið hryðjuverkamanna sem hata lýðræði.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13
May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04
Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40