Hin ástralska Sara lét lífið í árásinni í London Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2017 11:19 Sara Zelenak starfaði sem au pair í London. Facebook Hin 21 árs Sara Zelenak er annar ástralski ríkisborgarinn sem tilkynnt er að hafi látið lífið í hryðjuverkaárásinni í London á laugardag. Ástralskir fjölmiðlar segja að Zelenak hafi komið frá Brisbane og starfað sem au pair í London. Vinnuveitendur hennar höfðu gefið henni frí á laugardagskvöldinu og var hún úti að skemmta sér með vini sínum þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða á London Bridge. Sjö manns létu lífið og tugir særðust í árás laugardagsins, þar sem árásarmennirnir óku sendiferðabíl á London Bridge áður en þeir fóru út úr bílnum og stungu alla þá sem urðu á vegi þeirra í kringum Borough Market. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, staðfesti í morgun að tveir Ástralir hafi látið lífið í árásinni í London. Síðar greindi forsætisráðherrann Malcolm Turnbull að yfirvöld hafi verið í sambandi við fjölskyldu hinnar 21 árs Söru Zelenak og hinnar 28 ára Kirsty Boden, sem einnig lést í árásinni. Áður hafði verið greint frá því að Boden hafi látið lífið í árásinni. Fjölskylda Söru hefur lýst henni sem mjög sérstakri og vinalegri sem gerði ekkert rangt. Breskir fjölmiðlar segja frá því að Sara haft átt miða á tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí þar sem 22 manns fórust og tugir særðust í hryðjuverkaárás að þeim loknum. Sara fór hins vegar aldrei á tónleikana. Þá á hún einnig að hafa verið stödd nálægt Westminster brúnni þegar árásin var framin þar í mars. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið. 6. júní 2017 10:36 May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, boðar aukna hörku og mögulegt afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum rétt fyrir þingkosniningar. Hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa veikt löggæslu í embættistíð sinni. 6. júní 2017 19:49 Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag. 7. júní 2017 10:33 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hin 21 árs Sara Zelenak er annar ástralski ríkisborgarinn sem tilkynnt er að hafi látið lífið í hryðjuverkaárásinni í London á laugardag. Ástralskir fjölmiðlar segja að Zelenak hafi komið frá Brisbane og starfað sem au pair í London. Vinnuveitendur hennar höfðu gefið henni frí á laugardagskvöldinu og var hún úti að skemmta sér með vini sínum þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða á London Bridge. Sjö manns létu lífið og tugir særðust í árás laugardagsins, þar sem árásarmennirnir óku sendiferðabíl á London Bridge áður en þeir fóru út úr bílnum og stungu alla þá sem urðu á vegi þeirra í kringum Borough Market. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, staðfesti í morgun að tveir Ástralir hafi látið lífið í árásinni í London. Síðar greindi forsætisráðherrann Malcolm Turnbull að yfirvöld hafi verið í sambandi við fjölskyldu hinnar 21 árs Söru Zelenak og hinnar 28 ára Kirsty Boden, sem einnig lést í árásinni. Áður hafði verið greint frá því að Boden hafi látið lífið í árásinni. Fjölskylda Söru hefur lýst henni sem mjög sérstakri og vinalegri sem gerði ekkert rangt. Breskir fjölmiðlar segja frá því að Sara haft átt miða á tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí þar sem 22 manns fórust og tugir særðust í hryðjuverkaárás að þeim loknum. Sara fór hins vegar aldrei á tónleikana. Þá á hún einnig að hafa verið stödd nálægt Westminster brúnni þegar árásin var framin þar í mars.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið. 6. júní 2017 10:36 May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, boðar aukna hörku og mögulegt afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum rétt fyrir þingkosniningar. Hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa veikt löggæslu í embættistíð sinni. 6. júní 2017 19:49 Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag. 7. júní 2017 10:33 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið. 6. júní 2017 10:36
May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, boðar aukna hörku og mögulegt afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum rétt fyrir þingkosniningar. Hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa veikt löggæslu í embættistíð sinni. 6. júní 2017 19:49
Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag. 7. júní 2017 10:33